Innlent

Töluverðar skemmdir í skemmubruna í Hvítársíðu

Tvær dráttarvélar, heyvinnuvélar og fleiri tæki eyðilögðust þegar eldur kom upp í vélageymslu að bænum þorgautsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði í nótt, og náði að breiðast út um alla skemmuna á augabragði. Hún var að falli komin þegar slökkvilið sveitarinnar og úr Borgarnesi komu á vettvang, en þeim tókst að verja nálæg hús. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×