Innlent

Sektuðu 24 ökumenn á 90 mínútum

Þarna mundar lögreglan á Selfossi hraðamælinn.
Þarna mundar lögreglan á Selfossi hraðamælinn. MYND/Pjetur Sigurðsson

Lögreglan í Reykjavík kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur á einni og hálfri klukkustund í gærkvöldi, aðallega á Hringbraut og Miklubraut. Þetta er langt yfir öllu meðallagi og virðist ekkert lát vera á hraðaksturshrinunni , sem verið hefur í nokkra daga.

Yngsti ökumaðurinn var 17 ára og tók bílpróf fyrir tólf dögum. Hann hafði því ekki einu sinni fengið ökuskírteinið í hendurnar heldur framvísaði bráðabirgðaskírteini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×