Innlent

Slapp vel úr veltu

Ung stúlka slapp vel þegar lítill fólksbíll valt á Þrengslavegi í Svínahrauni, við vegamótin við Suðurlandsveg. Bíllinn er ónýtur. Stúlkan missti stjórn á bílnum þegar hann lenti í lausamöl sem var á veginum þar sem nýbúið er að leggja klæðningu. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem hún fer í rannsóknir en hún virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×