Erlent

Mótmæla forsætisráðherranum með hvítu

Allt lið óeirðalögreglu hefur verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga en mótmælin í gær fóru friðsamlega fram.
Allt lið óeirðalögreglu hefur verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga en mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. MYND/AP

Þrýstingur eykst enn á forsætisráðherra Ungverjalands að hann segi af sér eftir að hafa logið að þjóðinni. Milli 20 og 50 þúsund manns mótmæltu á torginu fyrir framan þinghúsið í Búdapest í gærkvöldi en allt virðist hafa farið friðsamlega fram. Hvítt er orðinn einkennislitur mótmælendanna sem vilja með því vísa í sannleika og frið.

Skipuleggjendur leggja þannig til við mótmælendur að þeir klæðist hvítu eða beri hvítan borða til að sýna andúð sína á lygum forsætisráðherrans Ferencs Gyurcsanys. Margir báru einnig fána Ungverjalands frá því fyrir 1945, sem hefur sterka þjóðernislega skírskotun.

Málið komst í hámæli eftir að ræða forsætisráðherrans á flokksþinginu lak í fjölmiðla í byrjun síðustu viku en þar viðurkennir forsætisráðherrann að hann hafi logið ítrekað að þjóðinni um efnahagsástandið til þess að tryggja endurkjör sitt í kosningum síðastliðið vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×