Erlent

Handtók menn fyrir að hækka verð á brauði

Zimbabwebúar bíða í röðum og borga ofurverð, - á þeirra mælikvarða, fyrir brauðhleifinn.
Zimbabwebúar bíða í röðum og borga ofurverð, - á þeirra mælikvarða, fyrir brauðhleifinn. MYND/Hrönn Axelsdóttir

Simbabvebúar hafa búið við brauðskort í viku eftir að ríkisstjórnin greip til aðgerða gegn bakaríum út af verðhækkunum þeirra, sem eru til komnar vegna aukins framleiðslukostnaðar. Lögreglan handtók þrjá framkvæmdastjóra stórra matvælafyrirtækja á mánudag fyrir að hækka verð án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Brauð er á lista ríkisstjórnarinnar yfir grunnmatvæli sem ríkið stjórnar verðlagi á.

Íbúar höfuðborgarinnar Harare þurftu í dag sem síðastliðna daga að standa í löngum biðröðum eftir brauði auk þess sem verðið á brauðhleif er komið upp í 140 Simbabvedali, jafnvirði tæplega 40 íslenskra króna, sem er okurverð fyrir fátæka Zimbabwebúa.

Framleiðendur hækkuðu brauðverð um 30% á mánudag vegna þess að framleiðslukostnaður hefði aukist en þá sakaði ríkisstjórnin þá um skemmdarverk gegn efnahagnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×