Erlent

Biðlisti eftir ofnæmisprófuðum köttum

Nú getur fólk með kattarofnæmi knúsað ketti án þess að fá illt í augu og öndunarfæri.
Nú getur fólk með kattarofnæmi knúsað ketti án þess að fá illt í augu og öndunarfæri.

Fyrstu kettlingarnir sem ekki valda ofnæmi hjá mannfólki voru settir á markaðinn í Bandaríkjunum á dögunum. Biðlistar eru eftir kettlingum þrátt fyrir að hver köttur kosti hátt í 300 þúsund krónur.

Bandaríska líftæknifyrirtækið Allerca segist ekki hafa erfðabreytt köttunum hið minnsta, heldur hafi þeir með umfangsmiklum rannsóknum fundið þá örfáu ketti sem ekki hafi próteinið Fel d1 í feldi eða í munnvatni og svo ræktað þá ketti saman.

Talsmaður fyrirtækisins segir einn af hverjum 50.000 köttum hafa þessa erfðabreytingu. Þetta hafi því verið býsna tímafrekt en á móti komi að þessi leið stríði ekki gegn neinum náttúrulögmálum, heldur sé þetta kynbótaræktun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×