Erlent

Hundamúmíur finnast í Perú

Meira en 40 hundamúmíur hafa fundist við fornleifauppgröft í Perú. Hundarnir voru grafnir við hlið eigenda sinna með teppi og mat og þykir allt benda til þess að Chiribaya fólkið í Suður-Perú hafi trúað því að gæludýrin ættu framhaldslíf í vændum. Slíkur umbúnaður gæludýra hefur hingað til aðeins þekkst í gröfum Egypta til forna.

Grafir Chiribaya-fólksins eru frá árunum 900 til 1350 eftir Krist. Hundarnir þeirra voru líklega sérstakt kyn smalahunda sem fólkið hafði til að smala lamadýrum. Hundarnir líkjast litlum golden retriever með meðalstórt trýni, ljósbrúnan, síðan feld. Líkamsleifar hundanna hafa varðveist nokkuð vel í eyðimerkursandinum í Ilo-dalnum í Suður-Perú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×