Fleiri fréttir 9 létust og 20 særðust í loftárás á Gaza Níu létust, þar á meðal tvö börn, og tuttugu særðust í loftárás Ísraelshers á Gazaströndina í morgun. Ísraelsk stjórnvöld lýstu því yfir eftir árásina að henni hefði verið beint að bifreið sem notuð væri til eldflaugaárása á skotmörk hinum megin landamæranna. 13.6.2006 10:33 Aukning í landsframleiðslu fyrsta ársfjórðung 2006 Landsframleiðsla hefur vaxið um 5% á fyrsta ársfjórðungi 2006 miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í dag. 13.6.2006 10:15 Atlantsskip leigja gámaskip Atlantsskip hafa tekið á leigu nýtt skip vegna mikillar aukningar í flutningum félagsins bæði á Evrópu- og Ameríkuleiðum. Hið nýja skip nefnist Camira. Fyrsta hlutverk þess verður að létta á miklum Evrópuflutningum sem eru í bígerð hjá Atlantsskipum en síðan fer það í siglingar fyrir félagið á milli Íslands og Ameríku. 13.6.2006 09:45 Ofbeldishrina í Afganistan af völdum eiturlyfjabaróna Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda undir ófriði í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan. 13.6.2006 09:30 Umferðartafir af völdum Roger Waters Talsverðar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi í gærkvöld vegna tónleika Rogers Waters, forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, í Egilshöll. Lögregla var með aukamannskap við umferðarstjórn í Grafarvogi en umferð gekk mjög hægt þar sem aðein ein akrein liggur frá Vesturlandsvegi og upp í Egilshöll. 13.6.2006 09:30 Hópferðabíll með 16 ferðamenn valt Hópferðabíll með sextán erlenda ferðamenn innanborðs valt á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær. Enginn slasaðist alvarlega en ökumaðurinn var fluttur á Landspítalann. Lögreglu- og sjúkrabílar voru sendir á vettvang en þá var fólkið komið yfir í annan hópferðabíl. Að sögn lögreglu var vegurinn eitt forarsvað og djúpar rákir í honum, en ferðinni var heitið í snjósleðaferð á jökul. Samkvæmt hálendiskorti Vegageraðinnar virðist vegurinn þarna enn vera lokaður vegna aurbleytu. 13.6.2006 09:00 Sýknaður af líkamsárásarkæru Karlmaður var í gær sýknaður af ákærum um líkamsárás á konu á skemmtistaðnum Players í Kópavogi í nóvember síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að konunni inni á klósetti þannig að hún hlaut eymsli og bólgur hægra megin í andliti, glóðarauga og sprungu eða brot í augnbotni. Þar sem framburður vitna var misvísandi þótti sekt mannsins ekki hafin yfir allan vafa og var hann því sýknaður. 13.6.2006 09:00 Aðildarviðræður við Tyrki hafnar Evrópusambandið hóf formlega fyrsta hluta aðildarviðræðna við Tyrkland í gær. Þetta er gert þrátt fyrir tilraunir ráðamanna á Kýpur til að reyna að koma í veg fyrir þær. Í gær var rætt um vísindi og rannsóknir og tókst að ljúka samningum um það svið. Enn standa þó eftir samningar um þrjátíu og fjögur svið. 13.6.2006 09:00 Borgarbúar muni finna þegar nýr meirihluti tekur við Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir meirihlutassamstarfi sínu við Framsóknarmenn í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að borgarbúar muni stax á næstu dögum sjá að nýr meirihluti sé tekinn við borginni. 13.6.2006 08:45 Slökkvistarf í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar Slökkviliðsmenn á Héraði unnu afrek þegar þeir slökktu eld, sem logaði á vinnupöllum inni í lóðréttum fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar undir kvöld í gær. Eldsins varð vart laust fyrir klukkan fimm og voru öll nálæg vinnusvæði rýmd þar sem reyk lagði frá eldinum. 13.6.2006 08:45 Kaup Barcelona á Eiði Smára frágengin? Samkvæmt nýjustu fréttum hefur verið gengið frá kaupum spænska knattspyrnurisans Barcelona á Eiði Smára Guðjohnsen frá Chelsea. Frá þessu er greint á vefsíðunni Goal.com og segir að kaupverðið sé 12 milljónir evra, eða rúmlega 1,1 milljarður króna. Almanntengslafulltrúi Eiðs segir þetta ekki rétt 13.6.2006 08:37 Eldur í sportvöruverslun í Grafarvogi Töluvert tjón varð í verslanamiðstöðinni Hverafold í Grafarvogi, þegar eldur kom þar upp í sportvöruverslun í nótt og reykur barst um allt húsið. Þegar slökkvilið kom á vettvang var svo mikill reykur að erfitt var að finna upptök eldsins og munaði minnstu að eldur næði að læsa sig í þak hússins, en eftir að reykkafarar fundu eldinn, gekk slökkvistarf vel. Tjón varð mest í sportvöruversluninni en víða urðu skemmdir af reyk. Slökkviliðsmenn voru fram á morgun að reykræsta húsið. Eldsupptök eru ókunn. 13.6.2006 08:30 Sporvagnaslys í Japan Á þriðja tug manna slasaðist þegar tveir sporvagnar rákust saman í Tokyo í morgun. Enginn er þó talinn alvarlega slasaður en nokkur fjöldi manna var um borð í vögnunum þegar þeir rákust saman. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en vagnarnir eru nokkuð skemmdir. Slysið varð í norðurhluta Tokyo. Lestarslys hafa verið fátíð í Japan enda mikil áhersla lögð á öryggismál á þessu sviði. Á síðasta ári léstust hins vegar rúmlega hundrað manns þegar lest fór út af teinunum og lenti á íbúðarhúsi. 13.6.2006 08:15 Þyrluæfing skaðar æðarvarp Lýður Jónsson, sem annast hefur æðarvarpið í Engey í nokkur ár, segir æðarvarpið í molum eftir æfingu Slysavarnaskólans nú fyrir helgi. 13.6.2006 08:00 Þaulsætnasti þjóðhöfðinginn Kóngafólk og aðalsmenn hvaðanæva úr heiminum flykktust í Konungshöllina í Taílandi í gær til að minnast sextíu ára krýningarafmælis hins 78 ára gamla konugs, Bhumibol Adulyadejs, en enginn núlifandi þjóðhöfðingi hefur setið honum lengur á valdastóli. Hundruð manna söfnuðust saman við höllina og hlýddu á þegar þjóðsöngurinn var fluttur fyrir konungshjónin. 13.6.2006 08:00 Flytja átti einn fangann Bandaríkjaher hafði ákveðið að flytja til annars lands einn fanganna þriggja sem frömdu sjálfsvíg í Guantanamo-fangabúðunum á laugardag. Fanganum, sem var frá Sádi-Arabíu, hafði ekki verið tilkynnt um ákvörðunina. Þetta kom fram í upplýsingum sem talsmenn hersins gáfu í gær. 13.6.2006 08:00 Mönnum bjargað úr Seley Björgunarsveitarmenn voru sendir á björgunarskipi Landsbjargar frá Neskaupstað í gærkvöldi til að aðstoða tvo menn sem voru í erfiðleikum við Seley, sem er lítil eyja austur af Reyðarfirði, en þá var farið að brima við eynna. 13.6.2006 08:00 Bruni í Brautarholti Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað að gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt um klukkan sex í morgun eftir að elds varð vart á efstu hæð hússins. Tilkynning um brunann kom klukkan átta mínútur í sex í morgun. 13.6.2006 07:50 Er ekki að kaupa Fróða Sigurður G. Guðjónsson lögmaður er ekki að kaupa tímarit Fróða og kveðst heldur ekki sjá um kaupin fyrir einhvern annan. "Ég var einfaldlega að veita framkvæmdastjóranum lögfræðilega ráðgjöf. Hún vann hjá mér í mörg ár uppi á Stöð 2 og ég rek bara mína lögfræðistofu," segir hann. 13.6.2006 07:45 Úrskurður kærður til Hæstaréttar Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafa kært úrskurð héraðsdóms, að Sigurður Tómas Magnússon og Helgi I. Jónsson þurfi ekki að bera vitni. Verjendur krefjast svara um aðdraganda endurákæru í Baugsmálinu. 13.6.2006 07:15 Framsóknarmenn fá tvö af sjö fagráðum Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taka við stjórn Reykjavíkur í dag. Framsóknarmenn fá forræði í tveimur af sjö fagráðum, auk formennsku í borgarráði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður sautjándi borgarstjóri Reykjavíkur. 13.6.2006 07:15 Segir uppsagnirnar ofsóknir Öllum starfsmönnum sundlaugar og íþróttahúss á Ólafsvík, sex talsins, var sagt upp störfum af bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Kristni Jónassyni, í byrjun mánaðar. Oddviti minnihlutans í bænum kallar uppsagnirnar pólitískar ofsóknir. 13.6.2006 07:00 Helmingur rekinn án leyfis Elías Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, telur um 150 tjaldsvæði starfrækt í landinu en einungis 68 þeirra hafi tilskilinn leyfi. 13.6.2006 07:00 Flóðin menga vatnsbólin Flóð af völdum mikilla rigninga mengaði vatnsból borgarinnar Miskolc, sem er um 160 kílómetra norðaustur af Búdapest, í síðustu viku. Tólf hundruð íbúar borgarinnar þjáðust greinilega af bakteríusýkingu, sem lýsti sér með niðurgangi, uppköstum og þreytu og enn eru um áttatíu þeirra á sjúkrahúsi. Unnið er að hreinsun vatnsins í borginni. 13.6.2006 07:00 Áfram rætt um saming Þingmenn Hamas samþykktu í gær að halda áfram viðræðum við forseta Palestínu um Fangaskjalið. Forsætisráðherra Ísraels er í Bretlandi í leit að stuðningi í friðarumleitunum milli Ísraels og Palestínu. 13.6.2006 07:00 Játaði að eiga barnaklám Hafnfirðingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þrjátíu daga fangelsi fyrir vörslu barnakláms. 13.6.2006 06:45 Hiti og selta yfir meðallagi Nú er lokið árlegum vorleiðangri Hafrannsóknarstofnunar sem farinn var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn var hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Ísland. 13.6.2006 06:45 Verðhrun á hrognum Verð á grásleppuhrognum er 30 prósentum lægra nú í fyrra segir Elías Helgason, framkvæmdastjóri útgerðarinnar og fiskverkunarinnar Hraungerðis á Bakkafirði. "Við fáum um 34.000 krónur fyrir tunnuna núna en fengum um 50.000 krónur í fyrra," segir Elías. 13.6.2006 06:45 Engar nýjar spólur leigðar út Glöggir gestir myndbandaleiga landsins hafa líklega tekið eftir því að nýjustu myndirnar á leigunum eru ekki gefnar út á gömlu VHS-myndbandsspólunum lengur eins og verið hefur, heldur eingöngu á DVD-mynddiskum. Ennþá verður hægt að fá gömlu myndirnar á spólum, þó að maður þurfi DVD-spilara til að horfa á þær nýju. 13.6.2006 06:45 Fjölda kvenna í stjórn fagnað Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna fagnar því að þrjár konur skuli gegna ráðherraembættum fyrir flokkinn, jafn margar og karlar. Í ályktun stjórnarinnar segir að þessi skipan mála sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 13.6.2006 06:30 Samið eftir málamiðlun Viðræður um fyrsta af 35 efnisköflum aðildarsamninga Tyrkja við Evrópusambandið hófust loks í gær, eftir að leysa tókst deilu sem stefndi í að valda því að ekkert yrði úr þessum áfanga í bili. 13.6.2006 06:30 Aðeins Engeyin var úti Langflest skip voru stödd í höfn á sjómannadaginn eins og lög gera ráð fyrir. Alls voru 44 skip skráð á sjó um miðjan dag í gær en aðeins eitt þeirra var fiskiskip af stærri gerðinni, Engey RE í eigu HB Granda. 13.6.2006 06:15 Nýr leiðtogi vígamanna Hryðjuverkaöfl í Írak eru talin hafa fundið arftaka Abu Musab Al-Zarqawis, sem drepinn var í loftárás af íraska hernum á dögunum. Sá heitir Abu Hamza al-Muhajer, en hann hefur ekki verið sýnilegur í sögu samtakanna áður og virðist ekki vera eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. 13.6.2006 06:00 Skynsemi í kaupkröfum er mikilvæg Verðbólgan er átta prósent og hefur ekki verið jafn há frá 2002. Hagfræðingur segir að verði verðbólgan varanleg séu Íslendingar að stimpla sig út úr úrvalsdeild þjóða í efnahagsmálum. "Við hættum að vera í fremstu röð," segir hann. 13.6.2006 05:45 Bjartsýni á samninga Ráðherrar Evrópusambandsins segjast bjartsýnir á jákvæð viðbrögð Írana við sáttatilboði stórveldanna og að lausn sé þannig í sjónmáli í kjarnorkudeilunni. 13.6.2006 05:45 Engar kvartanir borist Nettó Þröstur Karlsson, verslunarstjóri verslunarinnar Nettó í Mjódd, segir það hafa verið mannleg mistök sem urðu til þess að erlendir tómatar voru settir í kassa merktum íslenskum tómötum og að aldrei hafi verið ætlunin að villa um fyrir neytendum. 13.6.2006 05:30 Sex dauðaslys vegna ölvunar Rannsóknarnefnd umferðarslysa hvetur fólk til að láta vita ef það veit af ölvuðum ökumanni. Talið er að koma hefði mátt í veg fyrir tvö slík slys ef lögreglu hefði verið gert viðvart um ölvunarakstur. 13.6.2006 05:30 Fer vonandi hraðar í gegn Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að verðbólgan sé í takt við það sem búist hafi verið við eða kannski heldur hærri. "Vonandi er það frekar merki um að þetta verðbólguskot fari hraðar í gegn en búist var við." 13.6.2006 05:15 Sakaður um kynferðisbrot Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára gamalli breskri stúlku. Maðurinn kynntist stúlkunni á spjallrás á vefnum en stúlkan er búsett í bænum Burnley á Englandi. 13.6.2006 04:45 Gengur ekki að skipa stjórn Flokkur Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, sleit í gær viðræðum við Sósíalistaflokkinn um myndun ríkisstjórnar, en þær höfðu varað í ellefu vikur. Flokkur forsetans, Okkar Úkraína, krafðist þess að skipa mann úr sínum röðum sem forseta þingsins, en það gátu sósíalistarnir ekki gefið eftir. Formaður þeirra, Oleksandr Moroz, krafðist þess að Júsjenkó gripi inn í viðræðurnar. 13.6.2006 04:45 Loka skólum út af eldflaugaárásum Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. Bæjarbúar í Sderot gripu til þessara ráða eftir að rúmlega 30 heimagerðum eldflaugum var skotið að bænum í gær. 12.6.2006 23:55 Eiturlyfjabarónar kynda undir ólgu Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda til ófriðar í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan. 12.6.2006 22:57 Búið að ræða við menn vegna mótmælaspjalds Lögregla hefur þegar rætt við mennina sem báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina í lok maímánaðar með áletruninni "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". 12.6.2006 22:45 Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir tilvonandi meirihlutasamstarfi Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir meirihlutassamstarfi sínu við Framsóknarmenn í borginni. Gísli Marteinn Baldurson borgarfulltrúi segir að þekking og reynsla tilvonandi embættismanna muni skila sér til borgarbúa þar sem málefni og árángur muni skipta máli. 12.6.2006 22:17 Borgarbúar munu sjá breytingar á næstu dögum og vikum Málefni fjölskyldunnar og eldri borgara verða í forgrunni hjá Framsóknarmönnum í Reykjavík í meirihlutasamstarfi þeirra með Sjálfstæðisflokki. Framsóknarmenn í Reykjavík eru ánægðir með komandi meirihlutasamstarf í borginni. 12.6.2006 22:08 Sjá næstu 50 fréttir
9 létust og 20 særðust í loftárás á Gaza Níu létust, þar á meðal tvö börn, og tuttugu særðust í loftárás Ísraelshers á Gazaströndina í morgun. Ísraelsk stjórnvöld lýstu því yfir eftir árásina að henni hefði verið beint að bifreið sem notuð væri til eldflaugaárása á skotmörk hinum megin landamæranna. 13.6.2006 10:33
Aukning í landsframleiðslu fyrsta ársfjórðung 2006 Landsframleiðsla hefur vaxið um 5% á fyrsta ársfjórðungi 2006 miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í dag. 13.6.2006 10:15
Atlantsskip leigja gámaskip Atlantsskip hafa tekið á leigu nýtt skip vegna mikillar aukningar í flutningum félagsins bæði á Evrópu- og Ameríkuleiðum. Hið nýja skip nefnist Camira. Fyrsta hlutverk þess verður að létta á miklum Evrópuflutningum sem eru í bígerð hjá Atlantsskipum en síðan fer það í siglingar fyrir félagið á milli Íslands og Ameríku. 13.6.2006 09:45
Ofbeldishrina í Afganistan af völdum eiturlyfjabaróna Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda undir ófriði í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan. 13.6.2006 09:30
Umferðartafir af völdum Roger Waters Talsverðar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi í gærkvöld vegna tónleika Rogers Waters, forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, í Egilshöll. Lögregla var með aukamannskap við umferðarstjórn í Grafarvogi en umferð gekk mjög hægt þar sem aðein ein akrein liggur frá Vesturlandsvegi og upp í Egilshöll. 13.6.2006 09:30
Hópferðabíll með 16 ferðamenn valt Hópferðabíll með sextán erlenda ferðamenn innanborðs valt á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær. Enginn slasaðist alvarlega en ökumaðurinn var fluttur á Landspítalann. Lögreglu- og sjúkrabílar voru sendir á vettvang en þá var fólkið komið yfir í annan hópferðabíl. Að sögn lögreglu var vegurinn eitt forarsvað og djúpar rákir í honum, en ferðinni var heitið í snjósleðaferð á jökul. Samkvæmt hálendiskorti Vegageraðinnar virðist vegurinn þarna enn vera lokaður vegna aurbleytu. 13.6.2006 09:00
Sýknaður af líkamsárásarkæru Karlmaður var í gær sýknaður af ákærum um líkamsárás á konu á skemmtistaðnum Players í Kópavogi í nóvember síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að konunni inni á klósetti þannig að hún hlaut eymsli og bólgur hægra megin í andliti, glóðarauga og sprungu eða brot í augnbotni. Þar sem framburður vitna var misvísandi þótti sekt mannsins ekki hafin yfir allan vafa og var hann því sýknaður. 13.6.2006 09:00
Aðildarviðræður við Tyrki hafnar Evrópusambandið hóf formlega fyrsta hluta aðildarviðræðna við Tyrkland í gær. Þetta er gert þrátt fyrir tilraunir ráðamanna á Kýpur til að reyna að koma í veg fyrir þær. Í gær var rætt um vísindi og rannsóknir og tókst að ljúka samningum um það svið. Enn standa þó eftir samningar um þrjátíu og fjögur svið. 13.6.2006 09:00
Borgarbúar muni finna þegar nýr meirihluti tekur við Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir meirihlutassamstarfi sínu við Framsóknarmenn í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að borgarbúar muni stax á næstu dögum sjá að nýr meirihluti sé tekinn við borginni. 13.6.2006 08:45
Slökkvistarf í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar Slökkviliðsmenn á Héraði unnu afrek þegar þeir slökktu eld, sem logaði á vinnupöllum inni í lóðréttum fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar undir kvöld í gær. Eldsins varð vart laust fyrir klukkan fimm og voru öll nálæg vinnusvæði rýmd þar sem reyk lagði frá eldinum. 13.6.2006 08:45
Kaup Barcelona á Eiði Smára frágengin? Samkvæmt nýjustu fréttum hefur verið gengið frá kaupum spænska knattspyrnurisans Barcelona á Eiði Smára Guðjohnsen frá Chelsea. Frá þessu er greint á vefsíðunni Goal.com og segir að kaupverðið sé 12 milljónir evra, eða rúmlega 1,1 milljarður króna. Almanntengslafulltrúi Eiðs segir þetta ekki rétt 13.6.2006 08:37
Eldur í sportvöruverslun í Grafarvogi Töluvert tjón varð í verslanamiðstöðinni Hverafold í Grafarvogi, þegar eldur kom þar upp í sportvöruverslun í nótt og reykur barst um allt húsið. Þegar slökkvilið kom á vettvang var svo mikill reykur að erfitt var að finna upptök eldsins og munaði minnstu að eldur næði að læsa sig í þak hússins, en eftir að reykkafarar fundu eldinn, gekk slökkvistarf vel. Tjón varð mest í sportvöruversluninni en víða urðu skemmdir af reyk. Slökkviliðsmenn voru fram á morgun að reykræsta húsið. Eldsupptök eru ókunn. 13.6.2006 08:30
Sporvagnaslys í Japan Á þriðja tug manna slasaðist þegar tveir sporvagnar rákust saman í Tokyo í morgun. Enginn er þó talinn alvarlega slasaður en nokkur fjöldi manna var um borð í vögnunum þegar þeir rákust saman. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en vagnarnir eru nokkuð skemmdir. Slysið varð í norðurhluta Tokyo. Lestarslys hafa verið fátíð í Japan enda mikil áhersla lögð á öryggismál á þessu sviði. Á síðasta ári léstust hins vegar rúmlega hundrað manns þegar lest fór út af teinunum og lenti á íbúðarhúsi. 13.6.2006 08:15
Þyrluæfing skaðar æðarvarp Lýður Jónsson, sem annast hefur æðarvarpið í Engey í nokkur ár, segir æðarvarpið í molum eftir æfingu Slysavarnaskólans nú fyrir helgi. 13.6.2006 08:00
Þaulsætnasti þjóðhöfðinginn Kóngafólk og aðalsmenn hvaðanæva úr heiminum flykktust í Konungshöllina í Taílandi í gær til að minnast sextíu ára krýningarafmælis hins 78 ára gamla konugs, Bhumibol Adulyadejs, en enginn núlifandi þjóðhöfðingi hefur setið honum lengur á valdastóli. Hundruð manna söfnuðust saman við höllina og hlýddu á þegar þjóðsöngurinn var fluttur fyrir konungshjónin. 13.6.2006 08:00
Flytja átti einn fangann Bandaríkjaher hafði ákveðið að flytja til annars lands einn fanganna þriggja sem frömdu sjálfsvíg í Guantanamo-fangabúðunum á laugardag. Fanganum, sem var frá Sádi-Arabíu, hafði ekki verið tilkynnt um ákvörðunina. Þetta kom fram í upplýsingum sem talsmenn hersins gáfu í gær. 13.6.2006 08:00
Mönnum bjargað úr Seley Björgunarsveitarmenn voru sendir á björgunarskipi Landsbjargar frá Neskaupstað í gærkvöldi til að aðstoða tvo menn sem voru í erfiðleikum við Seley, sem er lítil eyja austur af Reyðarfirði, en þá var farið að brima við eynna. 13.6.2006 08:00
Bruni í Brautarholti Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað að gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt um klukkan sex í morgun eftir að elds varð vart á efstu hæð hússins. Tilkynning um brunann kom klukkan átta mínútur í sex í morgun. 13.6.2006 07:50
Er ekki að kaupa Fróða Sigurður G. Guðjónsson lögmaður er ekki að kaupa tímarit Fróða og kveðst heldur ekki sjá um kaupin fyrir einhvern annan. "Ég var einfaldlega að veita framkvæmdastjóranum lögfræðilega ráðgjöf. Hún vann hjá mér í mörg ár uppi á Stöð 2 og ég rek bara mína lögfræðistofu," segir hann. 13.6.2006 07:45
Úrskurður kærður til Hæstaréttar Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafa kært úrskurð héraðsdóms, að Sigurður Tómas Magnússon og Helgi I. Jónsson þurfi ekki að bera vitni. Verjendur krefjast svara um aðdraganda endurákæru í Baugsmálinu. 13.6.2006 07:15
Framsóknarmenn fá tvö af sjö fagráðum Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taka við stjórn Reykjavíkur í dag. Framsóknarmenn fá forræði í tveimur af sjö fagráðum, auk formennsku í borgarráði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður sautjándi borgarstjóri Reykjavíkur. 13.6.2006 07:15
Segir uppsagnirnar ofsóknir Öllum starfsmönnum sundlaugar og íþróttahúss á Ólafsvík, sex talsins, var sagt upp störfum af bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Kristni Jónassyni, í byrjun mánaðar. Oddviti minnihlutans í bænum kallar uppsagnirnar pólitískar ofsóknir. 13.6.2006 07:00
Helmingur rekinn án leyfis Elías Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, telur um 150 tjaldsvæði starfrækt í landinu en einungis 68 þeirra hafi tilskilinn leyfi. 13.6.2006 07:00
Flóðin menga vatnsbólin Flóð af völdum mikilla rigninga mengaði vatnsból borgarinnar Miskolc, sem er um 160 kílómetra norðaustur af Búdapest, í síðustu viku. Tólf hundruð íbúar borgarinnar þjáðust greinilega af bakteríusýkingu, sem lýsti sér með niðurgangi, uppköstum og þreytu og enn eru um áttatíu þeirra á sjúkrahúsi. Unnið er að hreinsun vatnsins í borginni. 13.6.2006 07:00
Áfram rætt um saming Þingmenn Hamas samþykktu í gær að halda áfram viðræðum við forseta Palestínu um Fangaskjalið. Forsætisráðherra Ísraels er í Bretlandi í leit að stuðningi í friðarumleitunum milli Ísraels og Palestínu. 13.6.2006 07:00
Játaði að eiga barnaklám Hafnfirðingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þrjátíu daga fangelsi fyrir vörslu barnakláms. 13.6.2006 06:45
Hiti og selta yfir meðallagi Nú er lokið árlegum vorleiðangri Hafrannsóknarstofnunar sem farinn var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn var hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Ísland. 13.6.2006 06:45
Verðhrun á hrognum Verð á grásleppuhrognum er 30 prósentum lægra nú í fyrra segir Elías Helgason, framkvæmdastjóri útgerðarinnar og fiskverkunarinnar Hraungerðis á Bakkafirði. "Við fáum um 34.000 krónur fyrir tunnuna núna en fengum um 50.000 krónur í fyrra," segir Elías. 13.6.2006 06:45
Engar nýjar spólur leigðar út Glöggir gestir myndbandaleiga landsins hafa líklega tekið eftir því að nýjustu myndirnar á leigunum eru ekki gefnar út á gömlu VHS-myndbandsspólunum lengur eins og verið hefur, heldur eingöngu á DVD-mynddiskum. Ennþá verður hægt að fá gömlu myndirnar á spólum, þó að maður þurfi DVD-spilara til að horfa á þær nýju. 13.6.2006 06:45
Fjölda kvenna í stjórn fagnað Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna fagnar því að þrjár konur skuli gegna ráðherraembættum fyrir flokkinn, jafn margar og karlar. Í ályktun stjórnarinnar segir að þessi skipan mála sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 13.6.2006 06:30
Samið eftir málamiðlun Viðræður um fyrsta af 35 efnisköflum aðildarsamninga Tyrkja við Evrópusambandið hófust loks í gær, eftir að leysa tókst deilu sem stefndi í að valda því að ekkert yrði úr þessum áfanga í bili. 13.6.2006 06:30
Aðeins Engeyin var úti Langflest skip voru stödd í höfn á sjómannadaginn eins og lög gera ráð fyrir. Alls voru 44 skip skráð á sjó um miðjan dag í gær en aðeins eitt þeirra var fiskiskip af stærri gerðinni, Engey RE í eigu HB Granda. 13.6.2006 06:15
Nýr leiðtogi vígamanna Hryðjuverkaöfl í Írak eru talin hafa fundið arftaka Abu Musab Al-Zarqawis, sem drepinn var í loftárás af íraska hernum á dögunum. Sá heitir Abu Hamza al-Muhajer, en hann hefur ekki verið sýnilegur í sögu samtakanna áður og virðist ekki vera eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. 13.6.2006 06:00
Skynsemi í kaupkröfum er mikilvæg Verðbólgan er átta prósent og hefur ekki verið jafn há frá 2002. Hagfræðingur segir að verði verðbólgan varanleg séu Íslendingar að stimpla sig út úr úrvalsdeild þjóða í efnahagsmálum. "Við hættum að vera í fremstu röð," segir hann. 13.6.2006 05:45
Bjartsýni á samninga Ráðherrar Evrópusambandsins segjast bjartsýnir á jákvæð viðbrögð Írana við sáttatilboði stórveldanna og að lausn sé þannig í sjónmáli í kjarnorkudeilunni. 13.6.2006 05:45
Engar kvartanir borist Nettó Þröstur Karlsson, verslunarstjóri verslunarinnar Nettó í Mjódd, segir það hafa verið mannleg mistök sem urðu til þess að erlendir tómatar voru settir í kassa merktum íslenskum tómötum og að aldrei hafi verið ætlunin að villa um fyrir neytendum. 13.6.2006 05:30
Sex dauðaslys vegna ölvunar Rannsóknarnefnd umferðarslysa hvetur fólk til að láta vita ef það veit af ölvuðum ökumanni. Talið er að koma hefði mátt í veg fyrir tvö slík slys ef lögreglu hefði verið gert viðvart um ölvunarakstur. 13.6.2006 05:30
Fer vonandi hraðar í gegn Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að verðbólgan sé í takt við það sem búist hafi verið við eða kannski heldur hærri. "Vonandi er það frekar merki um að þetta verðbólguskot fari hraðar í gegn en búist var við." 13.6.2006 05:15
Sakaður um kynferðisbrot Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára gamalli breskri stúlku. Maðurinn kynntist stúlkunni á spjallrás á vefnum en stúlkan er búsett í bænum Burnley á Englandi. 13.6.2006 04:45
Gengur ekki að skipa stjórn Flokkur Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, sleit í gær viðræðum við Sósíalistaflokkinn um myndun ríkisstjórnar, en þær höfðu varað í ellefu vikur. Flokkur forsetans, Okkar Úkraína, krafðist þess að skipa mann úr sínum röðum sem forseta þingsins, en það gátu sósíalistarnir ekki gefið eftir. Formaður þeirra, Oleksandr Moroz, krafðist þess að Júsjenkó gripi inn í viðræðurnar. 13.6.2006 04:45
Loka skólum út af eldflaugaárásum Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. Bæjarbúar í Sderot gripu til þessara ráða eftir að rúmlega 30 heimagerðum eldflaugum var skotið að bænum í gær. 12.6.2006 23:55
Eiturlyfjabarónar kynda undir ólgu Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda til ófriðar í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan. 12.6.2006 22:57
Búið að ræða við menn vegna mótmælaspjalds Lögregla hefur þegar rætt við mennina sem báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina í lok maímánaðar með áletruninni "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". 12.6.2006 22:45
Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir tilvonandi meirihlutasamstarfi Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir meirihlutassamstarfi sínu við Framsóknarmenn í borginni. Gísli Marteinn Baldurson borgarfulltrúi segir að þekking og reynsla tilvonandi embættismanna muni skila sér til borgarbúa þar sem málefni og árángur muni skipta máli. 12.6.2006 22:17
Borgarbúar munu sjá breytingar á næstu dögum og vikum Málefni fjölskyldunnar og eldri borgara verða í forgrunni hjá Framsóknarmönnum í Reykjavík í meirihlutasamstarfi þeirra með Sjálfstæðisflokki. Framsóknarmenn í Reykjavík eru ánægðir með komandi meirihlutasamstarf í borginni. 12.6.2006 22:08