Innlent

Fer vonandi hraðar í gegn

Árni Mathiesen fjármálaráðherra
Árni Mathiesen fjármálaráðherra

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að verðbólgan sé í takt við það sem búist hafi verið við eða kannski heldur hærri. "Vonandi er það frekar merki um að þetta verðbólguskot fari hraðar í gegn en búist var við."

Árni telur ljóst að verðbólguskotið hafi einhverjar afleiðingar. "En maður getur aldrei sagt til um það hvernig markaðir bregðast við," segir hann og bætir við að verðbólgan sé til komin vegna gengisbreytinga en líka vegna þess að húsnæðisvísitalan hafi hækkað meira en menn hafi átt von á. - ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×