Fleiri fréttir Nýr meirihluti í Dalabyggð H-listi og N-listi í Dalabyggð hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Samkvæmt heimildum miðilsins verður skrifað undir málefnasamning á morgun. 12.6.2006 18:45 Birkir Jón líklega formaður fjárlaganefndar Framsóknarþingmaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tekur að öllum líkindum við formennsku í fjárlaganefnd Alþingis í haust. Jón Sigurðsson, verðandi ráðherra, fer í launalaust leyfi frá Seðlabankanum en á meðan gefst ráðamönnum svigrúm til að finna nýjan seðlabankastjóra. 12.6.2006 18:38 Barnaskóla lokað í Ísrael til að þrýsta á um aðgerðir Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. 12.6.2006 18:25 Hafnar ásökunum um afskipti dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. 12.6.2006 17:56 Eldur í fallgöngum 2 í Fljótsdal Slökkvilið frá Egilsstöðum var sent inn í Fljótsdal nú síðla dags vegna elds sem kom upp inni í fallgöngum tvö á Kárahnjúkum. Enginn maður mun vera í hættu en lögregla er þegar komin á vettvang og er búist við að slökkvilið fari inn í gegnum stöðvarhúsið í Fljótsdal. Ekki liggur fyrir hversu mikill eldurinn er eða hver upptök hans eru. 12.6.2006 17:51 Aðildarviðræður hafnar við Tyrkland Evrópusambandið hefur nú hafið fyrstu lotu aðildarviðræðna við Tyrkland. Kýpversk stjórnvöld vildu að Evrópusambandið þrýsti harðar á Tyrkland um að aðildarviðræður myndu ekki hefjast fyrr en Tyrkland viðurkenndi Kýpur sem sjálfstætt ríki. 12.6.2006 17:50 Heildarafli hefur dregist saman um 460 þúsund tonn Heildarafli þar sem af er þessu fiskveiðiári hefur dregist saman um 460 þúsund tonn miðað við sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Nýjar mælingar á ástandi sjávar við Ísland sýna hins vegar að uppvaxtarskilyrði fyrir sunnan, vestan og norðan land eru með betra móti. 12.6.2006 17:30 Málefnasamningur meirihluta í borginni kynntur á morgun Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur verður kynntur á morgun að loknum aukafundi í borgarstjórn. 12.6.2006 17:00 Stúlkan útskrifuð af gjörgæsludeild Fjórtán ára stúlka, sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi í Ártúnsbrekku í fyrrinótt, hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild. Stúlkunni var haldið sofandi í öndunarvél fyrst eftir slysið en samkvæmt vakthafandi lækni voru áverkarnir á höfði en ekki heila og því minni en talið var í fyrstu. 12.6.2006 16:47 Framsóknarkonur fagna ráðherraskipan Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna fagnar því að jafn margar konur og karlar skipa ráðherraembætti á vegum flokksins. Í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í dag segir að þetta sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 12.6.2006 16:34 37 þúsund tonna aukning fiskaflans Heildarafli íslenskra fiskiskipa í maí var tæplega 179 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það er þrjátíu og sjö þúsund tonna aukning miðað við sama tíma í fyrra. 12.6.2006 16:12 Not a tourist 12.6.2006 16:09 Fashion's candy store 12.6.2006 16:02 Desperate Efforts at Communication 12.6.2006 16:00 Alþjóðlegt þing um loftslagsbreytingar á Nordica Ísland er fyrirmyndarland í orkumálum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í opnunarræðu sinni á þingi um loftslagsbreytingar sem nú stendur yfir á Hótel Nordica. Ólafur Ragnar fjallaði um mikilvægi umræðu um loftslagsbreytingar. Hann sagði Íslendinga sanna það að hægt væri að breyta hratt venjum hvað varðar orkuneyslu. Íslendingar hefðu kynt hús sín með kolum fyrir rúmlega hálfri öld en nú væri Ísland orðið fyrirmyndarland í orkumálum. 12.6.2006 14:15 Mestu flóð í Kína í 30 ár Nærri hundrað hafa látist í miklum flóðum í Kína undanfarna tíu daga. Úrhellisrigning undanfarið hefur valdið mestu flóðum sem orðið hafa í landinu í heil þrjátíu ár. 12.6.2006 14:15 Kröfu verjenda hafnað Kröfu verjenda tveggja sakborninga í Baugsmálinu um að settur saksóknari í málinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, beri vitni í málinu, var hafnað í Héraðsdómi í dag. 12.6.2006 14:13 Ölvunarakstur og hraðakstur helsta orsök banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 19 manns létust í umferðarslysum í fyrra. Algengustu orsakir slysa voru ölvunarakstur og hraðakstur. Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 12.6.2006 14:00 Outdoor Rock and Roll 12.6.2006 13:54 Rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara Ríkissaksóknari hefur nú til athugunar rökstuðning Landhelgisgæslunnar fyrir því að halda áfram rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara á Íslandsmiðum fyrr á árinu, en togarinn slapp í land í Færeyjum. 12.6.2006 13:30 Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir vörslu á barnaklámi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa tæplega 400 myndir, bæði ljósmyndir og myndir á tölvutæku formi, sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 12.6.2006 12:45 Vísitala neysluverðs æðir upp Vísitala neysluverðs æðir upp á við og jafngildir hækkun hennar þrjá síðustu mánuði rúmlega sextán prósenta verðbólgu. Verðbólgan á einu ári nemur átta prósentum. 12.6.2006 12:30 Ekki færður til vegna umkvartana dómsmálaráðherra Jóhann Hauksson, blaðamaður Fréttablaðsins, hefur sagt upp starfi sínu eftir að hafa verið færður úr skrifum um stjórnmál. Ritstjóri Fréttablaðsins segir ekkert hæft í þeirri fullyrðingu Jóhanns að hann hafi verið færður til í starfi vegna umkvartana dómsmálaráðherra um skrif hans. 12.6.2006 12:16 Hafði uppi ósæmilega tilburði fyrir framan 7 ára stúlkur Lögreglan í Reykjavík leitar enn að ungum manni sem er talinn hafa haft uppi ósæmilega tilburði fyrir framan tvær sjö ára stúlkur um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 12.6.2006 11:30 Íbúar Flórída varaðir við aftakaveðri Íbúar Flórída hafa verið varaðir við úrhellisrigningu og aftakaveðri á morgun þegar hitabeltisstormurinn Alberto gæti náð þar landi. Alberto er fyrsti hitabeltisstormur ársins og stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Flórída. 12.6.2006 11:15 1800 fleiri fluttu til landsins en frá því Rúmlega átján hundruð fleiri fluttu til landsins fyrstu þrjá mánuði ársins en frá því, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af settist rösklega helmingur að á höfuðborgarsvæðinu. 12.6.2006 10:53 Snarpur jarðskjálfti í Japan Fimm slösuðust í snörpum jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter í suðurhluta Japans í morgun. Skjálftans varð vart á mjög stóru svæði í suður- og vesturhluta landsins en ekki varð verulegt eignatjón og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. 12.6.2006 10:45 Icelandic Design in Copenhagen 12.6.2006 10:35 Þrjú grjóthrun á Óshlíðarveg Grjót hefur þrisvar sinnum hrunið á Óshlíðarveg á rúmum sólarhring en í öllum tilvikum var enginn vegfarandi á ferð þegar skriðurnar hrundu. 12.6.2006 10:30 Átti að losna fljótlega úr Guantanamo-búðunum Einn þremenninganna sem hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum um helgina átti að losna úr prísundinni fljótlega, en vissi ekki af því sjálfur. 12.6.2006 10:12 Kemur í ljós hvort saksóknari þurfi að bera vitni Það kemur í ljós klukkan eitt í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, þurfi að bera vitni í málinu. 12.6.2006 09:59 Acclaim for Icelandic composers. 12.6.2006 09:47 Íbúðalán bankanna hrapa um rúma 11 milljarða Íbúðalán bankanna hafa hrapað úr rúmum nítján milljörðum króna í maí í fyrra niður í sjö og hálfan milljarð í maí í ár, samkvæmt tölum Seðlabankans. Upphæðin í nýliðnum maímánuði er jafnframt sú lægsta síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst árið 2004. 12.6.2006 09:03 Ölvun, slagsmál og fingurbit á Bolungarvík Helgin var fjörug hjá lögreglunni í Bolungarvík. Ball var haldið aðfaranótt laugardags í félagsheimilinu Víkurbæ og var talsverður erill í kringum það. Á laugardagsmorguninn hafði lögregla stöðvað tvo unga menn með stóran poka fullan af áfengi sem þeir höfðu stolið úr Víkurbæ. Mennirnir gistu fangageymslur en var sleppt seinna um daginn eftir að þeir viðurkenndu verknaðinn. 12.6.2006 08:18 Guðni Ágústsson vill opinbert álverð Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tók undir það sjónarmið Einars Odds Kristjánssonar, varaformanns fjárlaganefndar, í þættinum Pressunni á NFS í gær, að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa. 12.6.2006 08:10 Írönum ekki vel tekið Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. 11.6.2006 19:45 Sakaðir um að hafa barið Zarqawi til dauða Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa barið al-Zarkawi, leiðtoga al-Kæda í Írak, til dauða. Samtökin hóta stórfelldum árásum í landinu til að hefna leiðtoga síns. 11.6.2006 19:30 Hengdu sig í Guantanamo Þrír fangar hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu um helgina. Hernaðaraðgerð gegn Bandaríkjunum, segir yfirmaður fangelsisins. 11.6.2006 19:00 Sænska ríkið greiði skaðabætur vegna njósna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. 11.6.2006 18:45 Ráðherraskipti einstök vegna fjölda Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði. 11.6.2006 18:45 Íslendingar lögðu Svía í fyrri leik þjóðanna fyrir HM Íslenska landsliðið í handknattleik vann fjögurra marka sigur á Svíum, 32:28, í fyrri leik þjóðanna í undankeppni HM í dag. Leikið var í Globen í Stokkhólmi. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Svíum í handbolta í 48 ár. 11.6.2006 17:26 Seinkun á öllum vélum Iceland Express Seinkun hefur orðið á öllum vélum Iceland Express til í dag. Vélin sem átti að fara til Gautaborgar í morgun bilaði. Farþegum var útvegað far með öðrum vélum og fara síðustu farþegarnir utan seinnipartinn. Þetta varð til þess að seinkun varð á Kaupmannahafnar- og Lundúnarflugi þar sem vélunum var millilent í Gautaborg. Þá varð seinkun á brottför vélar Iceland Express til Alicante sem fara átti nú klukkan fjögur. Brottför þeirrar vélar er nú áætluð snemma í kvöld. 11.6.2006 16:45 Fyrsti hitabeltisstormur ársins. Yfirvöld á Kúbu og Flórída í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna fyrsta hitabeltisstorms ársins. Hitabeltisstormurinn Albert stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Cayman-eyjum, þar sem hefur hellirignt í dag, og óttast er að aurskriður kunni að fylgja. 11.6.2006 16:30 Færa þarf tímabundnar fórnir Færa þarf tímabundnar fórnir til að hægt verði að byggja upp þorskstofninn að mati sjávarútvegsráðherra. Ekki er hægt að búa við það að ekkert miði í uppbyggingu stofnsins. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í sjómannadagsávarpi sínu. 11.6.2006 16:28 Hóta stórfelldum árásum í Írak Al Qaeda í Írak hóta stórfelldum árásum í landinu eftir að al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, var drepinn í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu herskárra múslima í dag. 11.6.2006 16:17 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr meirihluti í Dalabyggð H-listi og N-listi í Dalabyggð hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Samkvæmt heimildum miðilsins verður skrifað undir málefnasamning á morgun. 12.6.2006 18:45
Birkir Jón líklega formaður fjárlaganefndar Framsóknarþingmaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tekur að öllum líkindum við formennsku í fjárlaganefnd Alþingis í haust. Jón Sigurðsson, verðandi ráðherra, fer í launalaust leyfi frá Seðlabankanum en á meðan gefst ráðamönnum svigrúm til að finna nýjan seðlabankastjóra. 12.6.2006 18:38
Barnaskóla lokað í Ísrael til að þrýsta á um aðgerðir Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. 12.6.2006 18:25
Hafnar ásökunum um afskipti dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. 12.6.2006 17:56
Eldur í fallgöngum 2 í Fljótsdal Slökkvilið frá Egilsstöðum var sent inn í Fljótsdal nú síðla dags vegna elds sem kom upp inni í fallgöngum tvö á Kárahnjúkum. Enginn maður mun vera í hættu en lögregla er þegar komin á vettvang og er búist við að slökkvilið fari inn í gegnum stöðvarhúsið í Fljótsdal. Ekki liggur fyrir hversu mikill eldurinn er eða hver upptök hans eru. 12.6.2006 17:51
Aðildarviðræður hafnar við Tyrkland Evrópusambandið hefur nú hafið fyrstu lotu aðildarviðræðna við Tyrkland. Kýpversk stjórnvöld vildu að Evrópusambandið þrýsti harðar á Tyrkland um að aðildarviðræður myndu ekki hefjast fyrr en Tyrkland viðurkenndi Kýpur sem sjálfstætt ríki. 12.6.2006 17:50
Heildarafli hefur dregist saman um 460 þúsund tonn Heildarafli þar sem af er þessu fiskveiðiári hefur dregist saman um 460 þúsund tonn miðað við sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Nýjar mælingar á ástandi sjávar við Ísland sýna hins vegar að uppvaxtarskilyrði fyrir sunnan, vestan og norðan land eru með betra móti. 12.6.2006 17:30
Málefnasamningur meirihluta í borginni kynntur á morgun Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur verður kynntur á morgun að loknum aukafundi í borgarstjórn. 12.6.2006 17:00
Stúlkan útskrifuð af gjörgæsludeild Fjórtán ára stúlka, sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi í Ártúnsbrekku í fyrrinótt, hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild. Stúlkunni var haldið sofandi í öndunarvél fyrst eftir slysið en samkvæmt vakthafandi lækni voru áverkarnir á höfði en ekki heila og því minni en talið var í fyrstu. 12.6.2006 16:47
Framsóknarkonur fagna ráðherraskipan Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna fagnar því að jafn margar konur og karlar skipa ráðherraembætti á vegum flokksins. Í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í dag segir að þetta sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 12.6.2006 16:34
37 þúsund tonna aukning fiskaflans Heildarafli íslenskra fiskiskipa í maí var tæplega 179 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það er þrjátíu og sjö þúsund tonna aukning miðað við sama tíma í fyrra. 12.6.2006 16:12
Alþjóðlegt þing um loftslagsbreytingar á Nordica Ísland er fyrirmyndarland í orkumálum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í opnunarræðu sinni á þingi um loftslagsbreytingar sem nú stendur yfir á Hótel Nordica. Ólafur Ragnar fjallaði um mikilvægi umræðu um loftslagsbreytingar. Hann sagði Íslendinga sanna það að hægt væri að breyta hratt venjum hvað varðar orkuneyslu. Íslendingar hefðu kynt hús sín með kolum fyrir rúmlega hálfri öld en nú væri Ísland orðið fyrirmyndarland í orkumálum. 12.6.2006 14:15
Mestu flóð í Kína í 30 ár Nærri hundrað hafa látist í miklum flóðum í Kína undanfarna tíu daga. Úrhellisrigning undanfarið hefur valdið mestu flóðum sem orðið hafa í landinu í heil þrjátíu ár. 12.6.2006 14:15
Kröfu verjenda hafnað Kröfu verjenda tveggja sakborninga í Baugsmálinu um að settur saksóknari í málinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, beri vitni í málinu, var hafnað í Héraðsdómi í dag. 12.6.2006 14:13
Ölvunarakstur og hraðakstur helsta orsök banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 19 manns létust í umferðarslysum í fyrra. Algengustu orsakir slysa voru ölvunarakstur og hraðakstur. Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 12.6.2006 14:00
Rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara Ríkissaksóknari hefur nú til athugunar rökstuðning Landhelgisgæslunnar fyrir því að halda áfram rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara á Íslandsmiðum fyrr á árinu, en togarinn slapp í land í Færeyjum. 12.6.2006 13:30
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir vörslu á barnaklámi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa tæplega 400 myndir, bæði ljósmyndir og myndir á tölvutæku formi, sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 12.6.2006 12:45
Vísitala neysluverðs æðir upp Vísitala neysluverðs æðir upp á við og jafngildir hækkun hennar þrjá síðustu mánuði rúmlega sextán prósenta verðbólgu. Verðbólgan á einu ári nemur átta prósentum. 12.6.2006 12:30
Ekki færður til vegna umkvartana dómsmálaráðherra Jóhann Hauksson, blaðamaður Fréttablaðsins, hefur sagt upp starfi sínu eftir að hafa verið færður úr skrifum um stjórnmál. Ritstjóri Fréttablaðsins segir ekkert hæft í þeirri fullyrðingu Jóhanns að hann hafi verið færður til í starfi vegna umkvartana dómsmálaráðherra um skrif hans. 12.6.2006 12:16
Hafði uppi ósæmilega tilburði fyrir framan 7 ára stúlkur Lögreglan í Reykjavík leitar enn að ungum manni sem er talinn hafa haft uppi ósæmilega tilburði fyrir framan tvær sjö ára stúlkur um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 12.6.2006 11:30
Íbúar Flórída varaðir við aftakaveðri Íbúar Flórída hafa verið varaðir við úrhellisrigningu og aftakaveðri á morgun þegar hitabeltisstormurinn Alberto gæti náð þar landi. Alberto er fyrsti hitabeltisstormur ársins og stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Flórída. 12.6.2006 11:15
1800 fleiri fluttu til landsins en frá því Rúmlega átján hundruð fleiri fluttu til landsins fyrstu þrjá mánuði ársins en frá því, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af settist rösklega helmingur að á höfuðborgarsvæðinu. 12.6.2006 10:53
Snarpur jarðskjálfti í Japan Fimm slösuðust í snörpum jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter í suðurhluta Japans í morgun. Skjálftans varð vart á mjög stóru svæði í suður- og vesturhluta landsins en ekki varð verulegt eignatjón og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. 12.6.2006 10:45
Þrjú grjóthrun á Óshlíðarveg Grjót hefur þrisvar sinnum hrunið á Óshlíðarveg á rúmum sólarhring en í öllum tilvikum var enginn vegfarandi á ferð þegar skriðurnar hrundu. 12.6.2006 10:30
Átti að losna fljótlega úr Guantanamo-búðunum Einn þremenninganna sem hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum um helgina átti að losna úr prísundinni fljótlega, en vissi ekki af því sjálfur. 12.6.2006 10:12
Kemur í ljós hvort saksóknari þurfi að bera vitni Það kemur í ljós klukkan eitt í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, þurfi að bera vitni í málinu. 12.6.2006 09:59
Íbúðalán bankanna hrapa um rúma 11 milljarða Íbúðalán bankanna hafa hrapað úr rúmum nítján milljörðum króna í maí í fyrra niður í sjö og hálfan milljarð í maí í ár, samkvæmt tölum Seðlabankans. Upphæðin í nýliðnum maímánuði er jafnframt sú lægsta síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst árið 2004. 12.6.2006 09:03
Ölvun, slagsmál og fingurbit á Bolungarvík Helgin var fjörug hjá lögreglunni í Bolungarvík. Ball var haldið aðfaranótt laugardags í félagsheimilinu Víkurbæ og var talsverður erill í kringum það. Á laugardagsmorguninn hafði lögregla stöðvað tvo unga menn með stóran poka fullan af áfengi sem þeir höfðu stolið úr Víkurbæ. Mennirnir gistu fangageymslur en var sleppt seinna um daginn eftir að þeir viðurkenndu verknaðinn. 12.6.2006 08:18
Guðni Ágústsson vill opinbert álverð Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tók undir það sjónarmið Einars Odds Kristjánssonar, varaformanns fjárlaganefndar, í þættinum Pressunni á NFS í gær, að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa. 12.6.2006 08:10
Írönum ekki vel tekið Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. 11.6.2006 19:45
Sakaðir um að hafa barið Zarqawi til dauða Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa barið al-Zarkawi, leiðtoga al-Kæda í Írak, til dauða. Samtökin hóta stórfelldum árásum í landinu til að hefna leiðtoga síns. 11.6.2006 19:30
Hengdu sig í Guantanamo Þrír fangar hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu um helgina. Hernaðaraðgerð gegn Bandaríkjunum, segir yfirmaður fangelsisins. 11.6.2006 19:00
Sænska ríkið greiði skaðabætur vegna njósna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. 11.6.2006 18:45
Ráðherraskipti einstök vegna fjölda Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði. 11.6.2006 18:45
Íslendingar lögðu Svía í fyrri leik þjóðanna fyrir HM Íslenska landsliðið í handknattleik vann fjögurra marka sigur á Svíum, 32:28, í fyrri leik þjóðanna í undankeppni HM í dag. Leikið var í Globen í Stokkhólmi. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Svíum í handbolta í 48 ár. 11.6.2006 17:26
Seinkun á öllum vélum Iceland Express Seinkun hefur orðið á öllum vélum Iceland Express til í dag. Vélin sem átti að fara til Gautaborgar í morgun bilaði. Farþegum var útvegað far með öðrum vélum og fara síðustu farþegarnir utan seinnipartinn. Þetta varð til þess að seinkun varð á Kaupmannahafnar- og Lundúnarflugi þar sem vélunum var millilent í Gautaborg. Þá varð seinkun á brottför vélar Iceland Express til Alicante sem fara átti nú klukkan fjögur. Brottför þeirrar vélar er nú áætluð snemma í kvöld. 11.6.2006 16:45
Fyrsti hitabeltisstormur ársins. Yfirvöld á Kúbu og Flórída í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna fyrsta hitabeltisstorms ársins. Hitabeltisstormurinn Albert stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Cayman-eyjum, þar sem hefur hellirignt í dag, og óttast er að aurskriður kunni að fylgja. 11.6.2006 16:30
Færa þarf tímabundnar fórnir Færa þarf tímabundnar fórnir til að hægt verði að byggja upp þorskstofninn að mati sjávarútvegsráðherra. Ekki er hægt að búa við það að ekkert miði í uppbyggingu stofnsins. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í sjómannadagsávarpi sínu. 11.6.2006 16:28
Hóta stórfelldum árásum í Írak Al Qaeda í Írak hóta stórfelldum árásum í landinu eftir að al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, var drepinn í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu herskárra múslima í dag. 11.6.2006 16:17