Innlent

Fjölda kvenna í stjórn fagnað

Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir

Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna fagnar því að þrjár konur skuli gegna ráðherraembættum fyrir flokkinn, jafn margar og karlar. Í ályktun stjórnarinnar segir að þessi skipan mála sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins.

Þá er því fagnað sérstaklega að Valgerður Sverrisdóttir skuli fyrst kvenna verða utanríkisráðherra Íslands og er henni og Jónínu Bjartmarz, verðandi umhverfisráðherra, óskað til hamingju með nýju störfin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×