Innlent

Verðhrun á hrognum

Verð á grá­sleppuhrognum er 30 prósentum lægra nú í fyrra segir Elías Helgason, framkvæmdastjóri útgerðarinnar og fiskverkunarinnar Hraungerðis á Bakkafirði. "Við fáum um 34.000 krónur fyrir tunnuna núna en fengum um 50.000 krónur í fyrra," segir Elías.

Hann segir hins vegar veiðast vel en um 660 tunnur voru unnar Hraungerði þessa vertíð.

Rúmlega 133 tonn af grá­sleppu­hrognum bárust alls á land á Bakkafirði á vertíðinni núna, sem gera ríflega 900 tunnur af söltuðum hrognum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×