Innlent

Engar kvartanir borist Nettó

Erlendu tómatarnir eru vistvæn ræktun og því einnig án eiturefna.
Erlendu tómatarnir eru vistvæn ræktun og því einnig án eiturefna.

Þröstur Karlsson, verslunarstjóri verslunarinnar Nettó í Mjódd, segir það hafa verið mannleg mistök sem urðu til þess að erlendir tómatar voru settir í kassa merktum íslenskum tómötum og að aldrei hafi verið ætlunin að villa um fyrir neytendum. "Þetta eru mannleg mistök hjá ungu fólki sem hjá okkur starfar en hins vegar erum við með íslenska sérpakkaða tómata en erlendir tómatar eru seldir í lausu."

Kvartanir yfir því að erlendir tómatar væru seldir í kössum merktum íslenskum tómötum bárust Sambandi garðyrkjubænda, en Þröstur segir að sér hafi ekki borist neinar kvartanir frá neytendum vegna málsins. "Þeir kassar sem um ræðir eru grænir og eign garðyrkjubænda og áratugasamkomuleg gerir okkur kleift að nota þá undir aðra vöru bæði erlenda og íslenska. Þröstur segir kössunum raðað það þétt saman að erfitt sé að sjá hverjum þeir eru merktir.

Í frétt um íslenska tómata sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn er sagt frá konu sem vildi velja íslenska tómata þar sem þeir væru þeir einu án eiturefna. Þröstur segir þetta ekki rétt og að erlendir tómtar sem seldir séu í versluninni séu vistvæn ræktun og því án eiturefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×