Innlent

Hiti og selta yfir meðallagi

Nú er lokið árlegum vorleiðangri Hafrannsóknar­stofnunar sem farinn var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn var hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Ísland.

Mælingar á ástandi sjávar vorið 2006 sýna áfram hita og seltu vel yfir meðallagi fyrir sunnan og vestan landið, en hita um meðallag og seltu um eða yfir meðallag fyrir norðan og austan land. Allmikill gróður var vestur og norður af landinu en lítill annars staðar. Þá var átumagn víðast yfir langtímameðaltali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×