Innlent

Játaði að eiga barnaklám

Hafnfirðingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þrjátíu daga fangelsi fyrir vörslu barnakláms.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á árunum 2005 og 2006 haft í vörslu sinni 190 ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Alls fannst 181 ljósmynd á hörðum diski í turntölvu í eigu ákærða og níu ljósmyndir voru á hörðum diski í HP turntölvu, sem ekki var í eigu ákærða.

Maðurinn játaði brot sín. Að teknu tilliti til þess að hann hefur ekki áður sætt refsiviðurlögum og var ungur að árum þegar hann framdi brotið þótti dóminum rétt að skilorðsbinda refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×