Innlent

Er ekki að kaupa Fróða

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður er ekki að kaupa tímarit Fróða og kveðst heldur ekki sjá um kaupin fyrir einhvern annan. "Ég var einfaldlega að veita framkvæmdastjóranum lögfræðilega ráðgjöf. Hún vann hjá mér í mörg ár uppi á Stöð 2 og ég rek bara mína lögfræðistofu," segir hann.

Þorgeir Baldursson, framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda, segir að nokkrir hafi sýnt því áhuga að kaupa Fróða upp á síðkastið en á þessu stigi sé ekki hægt að segja frá neinum viðræðum. "Við höfum ekki verið að sýna því neinn áhuga á að selja. Það er ekkert á borðinu," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×