Innlent

Sakaður um kynferðisbrot

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára gamalli breskri stúlku.

Maðurinn kynntist stúlkunni á spjallrás á vefnum en stúlkan er búsett í bænum Burnley á Englandi.

Hinn 22. febrúar var maðurinn handtekinn á hóteli í Burnley en hann hafði mælt sér mót við stúlkuna í bænum.

Maðurinn hefur til þess að haldið því fram að hann hafi ekkert saknæmt gert af sér en eftir að lögreglurannsókn lauk var ákæra gefin út.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald og hefur hann verið í því síðan. Hann var leiddur fyrir dómara í gær en mál hans verður tekið til aðalmeðferðar fyrir dómi um miðjan júlí. Breskur lögmaður hefur aðstoðað manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×