Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður 25. maí 2006 18:52 Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent