Innlent

Slasaðist á krossarahjóli

Lögreglan í Reykjavík og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna unglingsdrengs sem hafði slasast við sandgryfjurnar við Þingvallaveg. Talið er að drengurinn hafi slasast þegar hann var að leik á krossarahjóli sínu í sandgryfjunum en hann reyndist vera handleggsbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×