Innlent

Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar

NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds.

Eins og greint hefur verið frá verður fréttastofa NFS með kosningavöku að kvöldi kjördags sem hefst strax að loknum kvöldfréttum kl. 19.10. Hún verður sýnd bæði á NFS og Stöð 2 í opinni dagskrá og sömuleiðis útvarpað á Talstöðinni. Þá verða allar tölur birtar á Vísi.is.

En fréttastöðin NFS lætur ekki þar við sitja heldur hefur kosningasjónvarpið klukkan tíu á laugardagsmorgun um leið og kjörstaðir verða opnaðir. Þórir Guðmundsson, varafréttastjóri NFS, segir að um sé að ræða lengsta kosningasjónvarp í Íslandssögunni þar sem dagskráin spanni 34 klukkutíma. Um þetta snúist NFS, að vera þar sem stórmálin séu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×