Fleiri fréttir

Tvö stór kynferðsiafbrotamál í rannsókn í Nuuk

Tvö alvarleg kynferðisabrotamál eru nú í rannsókn lögreglunnar í Nuuk á Grænlandi. Samkvæmt danska blaðinu Politiken er talið að hátt í fimmtíu börn hafi orðið fyrir misnotkun að hálfu tveggja manna. Upp komst um fyrra málið í mars á þessu ári og hitt í apríl en tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið.

TF-Líf sótti slasaðan mann í Úthlíð

TF-Líf sótti slasaðann mann í Úthlíð í Biskupstungum um kvöldmatarleitið. Maðurinn stjórnaði krana og var að hýfa upp veggeiningu þegar festing gaf sig með þeim afleiðingum að veggurinn féll á manninn.

Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi

Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn.

Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi

Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél.

Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum

Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu.

Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs

Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel.

Rasmussen heimsækir Írak

Forsætisráðherra Danmerkur heimsótti Írak í dag - en á meðan var ekkert lát á ofbeldi í landinu. Anders Fogh Rasmussen er annar þjóðarleiðtoginn sem heimsækir Írak eftir valdatöku nýs forsætisráðherra, Al Malikis.

Árás á Ramallah

Ísraelskir hermenn réðust inn í Ramallah, helstu borg Palestínumanna á vesturbakkanum, í dag, felldu fjóra menn og særðu um fimmtíu. Árásin var gerð daginn eftir að Bush Bandaríkjaforseti fagnaði áætlun Ísraelsstjórnar um landnám á vesturbakkanum.

Eykur áhuga og skilning unglinga á fjármálum

Nemendur í 10. bekk segjast lífshermileikinn Raunveruleikann sem efnt var til á vegum skólayfirvalda á netinu hafa hjálpað sér mikið við að skilja ábyrga hegðun í fjármálaum. Þeir hvetja skóla til að vinna að fleiri slíkum verkefnum til að kynna raunveruleg málefni fyrir nemendum. Oft er talað um að ungt fólk kunni ekkert með peninga að fara og ef til vill er margt til í þeirri staðreynd. Í vetur var þó brugðið á heldur nýstárlega aðferð við að kenna unglingum ábyrga meðferð peninga. Nemendur í 10. bekk gátu skráð sig til leiks í gagnvirkum hermileik á netinu, sem bar heitið Raunveruleikurinn. Með því fræddust þau um neytendamál, samfélagið og lánamál auk þess sem þau gátu unnið til verðlauna.

Selja Garðbæingum niðurgreitt vatn?

Kópavogsbær hefur samþykkt að selja Garðbæingum vatn næstu fjörutíu árin - á niðurgreiddu verði að því er fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn heldur fram.

Margir hafa kosið utankjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram.

Búið að flytja skipverja til Vestmannaeyja

Björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan eitt en báturinn fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar, þar af tveir erlendir ferðamenn, og tveggja manna áhöfn voru um borð í bátnum. Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja allt fólkið til Eyja. Skipstjórnarmenn

Eldhaf á flugvelli í Istanbúl

Gífurlegur eldur geisar í byggingu á flugvellinum í Istanbúl. Eldurinn kviknaði í þeim hluta flugstöðvarinnar þar sem vöruflutningar fara fram en hann er í nokkurri fjarlægð frá farþegahluta stöðvarinnar. Þykkan, svartan reyk leggur upp úr byggingunni.

44% stöðuveitinga af pólitískum toga

44 prósent stöðuveitinga í æðstu embætti ríkisins eru af pólitískum toga. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á útbreiðslu pólitískra stöðuveitinga hjá hinu opinbera. Það var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor sem framkvæmdi rannsóknina. Í henni skoðaði hann 111 stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins á árunum 2001-2005.

Farþegabátur í nauðum við Vestmannaeyjar

Björgunarskip frá Vestmannaeyjum eru komin að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum sem fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar og tveggja manna áhöfn voru um borð í í bátnum.

Olían nú endurunnin til heilla fyrir umhverfið

Farið er að endurvinna alla úrgangsolíu sem til fellur í landinu og nýta hana aftur sem olíu. Áður var megnið af henni flutt aftur úr landi og afgangurinn gufaði upp í andrúmsloftið.

Ferðamenn hvattir til að yfirgefa Austur-Tímor

Skotbardagar geisa nú í Austur-Tímor annan daginn í röð. Erlendum ferðamönnum er nú ráðlagt að yfirgefa landið í skyndi vegna vaxandi ólgu í landinu. Forseti Austur-Tímor hét því í morgun að reyna að handsama þá sem stæðu fyrir ofbeldinu en skotbardagarnir nú hafa orðið tveimur að bana.

Ræða viðbrögð við kjarnorkuáætlun Írans

Löndin fimm sem hafa fastasetu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna funda í dag með fulltrúum Þýskalands til að ræða viðbrögð við fastheldni Írana við kjarnorkuáætlun sína. Íbúar í Teheran biðja um að hugsanlegar refsiaðgerðir bitni ekki á almennum borgurum.

Margra saknað eftir hamfaraflóð í Taílandi

Óttast er að yfir hundrað manns hafi farist í hamfaraflóðum í Norður-Taílandi í gær. 27 höfðu fundist látnir í gær og margra er saknað. Björgunarmenn á þyrlum og á jörðu reyndu í gær að bjarga fólki sem situr fast á heimilum sínum, í lestum og á víðavangi.

Bandaríkjamenn myndu verja Ísrael

Bush Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkjamenn myndu koma til varnar Ísraelsríki ef landið yrði fyrir árás. Þetta sagði hann á fundi hans og Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu í gær.

Breska lögreglan handtekur stuðningsmenn hryðjuverka

Breska lögreglan handtók átta manns sem grunaðir eru um að styðja hryðjuverkasamtök. Handtakan er liður í viðamikilli aðgerð lögreglunnar þar í landi gegn hryðjuverkum sem um 500 lögreglumenn víðs vegar um Bretland taka þátt í.

Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna

Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju var fjölbreytt tónlist á efnisskránni. Austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska rússíbanasveiflu. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi.

Hjallastefnan tekur við rekstri Hraunborgar

Hjallastefnan ehf. tekur við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í gær. Samningurinn er til þriggja ára en framlengist um fimm ár í senn, verði honum ekki sagt upp. Leiskólinn Hraunborg verður þar með fjórði leikskólinn sem rekinn er af Hjallastefnunni.

Verkalýðsfélög á Vesturlandi sameinuð

Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal.

Athuga hvort fuglaflensa hafi smitast milli manna

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin rannsakar nú hvort átta manna fjölskylda í Indónesíu hafi smitað hvort annað af fuglaflensu. Ef rétt reynist er þetta fyrsta tilfelli þar sem fuglaflensuveiran berst frá manni til manns. Aldrei hafa svo margir á sama stað smitast af fuglaflensunni, en það sem veldur sérstökum áhyggjum starfsmanna alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, er að ekki er vitað til að fólkið hafi komist í snertingu við sýkta fugla eða dýr.

Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum

Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir.

Velti flutningabíl í vindhviðu

Ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabíll með tengivagni valt út af veginum við Kollafjörð, undir Esjuhlíðum í gærkvöldi, í geysi harðri vindhviðu. Vegna hvassviðris á svæðinu og vestur á Kjalarnes, hefur ekki verið hægt að ná bílnum upp og varar lögregla ökumenn við því að tengivagninn er enn í vegkantinum.

Geta skilað inn hnífum án þess að greiða sekt

Breska lögreglan stendur nú fyrir nokkurs konar gjaldfrjálsum dögum út júní. Fólk sem hefur ólöglega hnífa undir höndum getur nú skilað þeim á lögreglustöð án þess að þurfa að greiða sekt fyrir ólöglega vopnaeign. Átakið er til komið vegna vaxandi tíðni ofbeldis þar sem hnífar koma við sögu. Eftir gjaldfrjálsu dagana verður hins vegar tekið fastar en nokkru sinni á þeim sem eru teknir með ólöglega hnífa undir höndum.

Óttast að yfir hundrað manns hafi farist

Óttast er að yfir hundrað manns hafi farist í hamfaraflóðum í Norður-Tælandi í gær. 27 höfðu fundist látnir í gær og margra er saknað. Björgunarmenn á þyrlum og á jörðu reyndu í gær að bjarga fólki sem situr fast á heimilum sínum, í lestum og á víðavangi. Um þúsund manns hafa verið fluttir í burtu en reiknað er með að um 75 þúsund manns hafi orðið fyrir einhverju eignatjóni.

Töldu sig ekki skuldbundna loforði Bush við Davíð

Bandaríkjamenn töldu sig ekki lengur skuldbundna af því persónulegu loforði Bush bandaríkjafroseta við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að ákveða ekki einhliða breytingar á vörnum Íslands, eftir að Davíð hætti í pólitík og Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, sem birt er í vorhefti Skýrnis.

Hafði ekkert með árásirnar 11. september að gera

Zacarias Moussaoui hafði ekkert með hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 að gera. Þetta segir Osama bin Laden á hljóðupptöku sem birtist á vefsíðu í kvöld. Þar segist bin Laden hafa sjálfur valið alla þá nítján menn sem tóku þátt í árásunum sem kostuðu hátt í þrjú þúsund manns lífið í New York og Washington og því viti hann um hvað hann er að tala.

Dansstjörnur framtíðarinnar

Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann.

D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla?

Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram.

Rússíbanar í bana stuði

Tónlistarunnendur létu ekki veðrið hafa áhrif á mætingu sína á tónleikar Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í kvöld. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar.

Hjallastefnan tekin upp á Hraunborg

Hjallastefnan ehf. mun taka við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is, greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í dag.

Grillveisla hjá Skammtímavistun einhverfra barna

Margt var um manninn í grillveislu Skammtímavistunar fyrir einhverf börn í Hólabergi í kvöld. Snorri Idolstjarna söng fyrir hópinn og Latabæjarveggurinn svokallaði var vígður.

Þrjú verkalýðsfélög sameinast

Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal.

Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi.

Kosningavaka NFS og Stöðvar 2 allt þar til yfir lýkur

Áhersla verður lögð á skjótar, áreiðanlegar og skýrar upplýsingar á kosningavöku NFS, Stöðvar tvö og tengdra miðla sem fram fer að kvöldi kjördags. Kosningavakan hefst strax að loknum fréttum á laugardag og stendur þar til öll úrslit liggja fyrir.

Gjaldskyld bílastæði við Landspítalann

Þeir sem heimsækja Landspítalann við Hringbraut eða í Fossvogi á næstu vikum mega eiga von á stöðumælasekt ef þeir leggja í stæði nærri aðalbyggingunum án þess að greiða fyrir. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir stöðumælum komið þar upp að ósk stjórnenda spítalans sem vilja tryggja sjúklingum og aðstandendum þeirra betra aðgengi að spítalanum.

Hægt að lækka lyfjaútgjöld um 160 milljónir með einu lyfi

Tryggingastofnun ríksins gæti sparað um 160 milljónir króna í lyfjakostnað á ári ef hægt væri að kaupa samheitalyfið Sivacor, sem lækkar blóðfitu, á sama verði og í Danmörku. Hlutur sjúklinga yrði þá einnig tíu þúsund krónum lægri.

Tvískinnungur rauði þráðurinn

Árið 2005 var mótsagnakennt í mannréttindamálum í heiminum, því þótt margt hafi áunnist, grófu áhrifamiklar ríkisstjórnir undan væntingum um aukin mannréttindi. Þetta er í stuttu máli niðurstaða ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Vonskuveður víða um land

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Vonskuveður er á Klettshálsi og vegurinn þungfær. Á Steingrímsfjarðarheiði er hálku og skafrenningur, hálkublettir eru á Ströndum og ófært er norðan Bjarnafjarðar. Í Húnavatnssýslum er víðast snjóþekja eða krapi á vegum og þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Þá er sömuleiðis þæfingsfærð á Þverárfjalli, snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og þungfært er í Fljótum.

Sjá næstu 50 fréttir