Innlent

Bruni á Vesturgötu

Það þykir ganga kraftaverki næst að tvær rosknar konur björguðust úr eldsvoða Í fjögurra hæða íbúðahúsi við Vesturgötu í Reykjavík snemma í morgun. Eldur hafði kraumað lengi í íbúð þeirra og gríðarlegur hiti myndast þegar þær vöknuðu og komust út.

Konurnar voru fluttar á Slysadeild Landsspítalans með reykeitrun og sömuleiðis kona úr annarri íbúð og tveir lögreglumenn, sem hlupu upp allan stigaganginn til að vekja íbúa og koma þeim út. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang og eldurinn var brátt slökktur en reykur barst um allt hús og þrufti að reykræsta það. Lögreglumenn vinna að rannsókn á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×