Innlent

Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ

Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum.

Oddvitar Framsóknarmanna, Samfylkingar og Vinstri-grænna sendu frá sér sameiginlegt dreyfibréf á öll heimili í Mosfellsbæ í gærmorgunn þar sem Sjálfstæðismenn eru sakaðir um yfirgang og óásættanlegar kröfur varðandi fyrirkomulag sameiginlegs framboðsfundar. Sjálfstæðismenn svöruðu fyrir sig í dreyfibréfi síðar um daginn. Þeir segja að ástæður ósættisins sé að oddvitar hinna framboðanna hafi ekki geta sætt sig við að fundargestir fengju að spyrja frambjóðendur. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingar segir það ekki alls kosta rétt því tillaga Samfylkingar hafi verið sú að öll framboð mættu svara spurningum frá fundargestum, en það væri ekki skilyrði. Hann segir að sjálfstæðismenn hafi verið með yfirgang þar sem þeir hafi ætlast til að annar fundarstjórinn yrði Þröstur Lýðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins. Það hefði minnihlutinn ekki verið tilbúin að fallast á.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, segir að það ekki satt að sjálfstæðismenn hafi verið með yfirgang, þvert á móti hafi þeir viljað leysa ágreininginn. Hún segir að minnihlutinn hafi ekki fallist á að leyfa spurningar úr sal og því hafi farið sem fór.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×