Innlent

Drengur fluttur með TF-Líf

Unglingspiltur slasaðist í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag þegar hópur skólakrakka var á leið niður Esjuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveitunum Kyndli og Kili voru kallaðar út.

Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og flutti hún drenginn á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis virðast áverkar hans ekki vera alvarlegir við fyrstu skoðun. Þá hrasaði einnig skólafélagi piltsins en hann fékk aðstoð björgunarsveitarmanna við að komast niður Esjuna. Hann reyndist ekki vera með alvarlega áverka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×