Innlent

Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll

Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. Jón Atli Kristjánsson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi staðfesti í samtali við fréttastofu að erindi Vinstri grænna hefði borist honum og mun hann kalla yfirkjörstjórn saman til fundar síðar í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×