Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta 25. maí 2006 18:29 Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun meðal borgarbúa á fylgi stjórnmálaflokkanna dagana tuttugasta og annan til tuttugasta og fjórða maí. Hún leiðir í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sjö prósentustigum frá síðustu kosningum og er með 47 kommma tveggja prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærstir flokkurinn með 25,6 prósenta fylgi og Vinstri - grænir fá 13,7 prósent. Frjálslyndir og óháðir eru með 8,5 prósenta fylgi og bæta við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi frá síðustu kosningum en Framsóknarflokkurinn hefur stuðning fimm prósenta borgarbúa samkvæmt könnuninni. Niðurstöðurnar sýna einnig að flokkarnir sem stóðu að R-listanum tapa rúmlega átta prósentum frá síðustu kosningum þegar listinn fékk 52,6 prósent. Þessar niðurstöður þýða að Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta eða átta mönnum í borgarstjórn. Samfylkingin fengi hins vegar fjóra fulltrúa, Vinstri - grænir tvo og Frjálslyndir einn en Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni. Ef horft er til þess hvað fólk ætlar að kjósa nú miðað við hvað það kaus síðast kemur í ljós að tæpur helmingur þeirra sem kaus R-listann síðast ætlar að kjósa Samfylkinguna nú, um fimmtungur Vinstri - græn en tæp átta prósent Framsóknarflokkinn. Tæplega 17 prósent sem kusu R-listann síðast ætla hins vegar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú. Þá vekur athygli að helmingur þeirra sem ekki kusu í síðustu borgarstjórnarkosningum hyggst nú kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Við könnunina studdist Félagsvísindastofnun við 1200 manna úrtak og svarhlutfall var 64 prósent. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun meðal borgarbúa á fylgi stjórnmálaflokkanna dagana tuttugasta og annan til tuttugasta og fjórða maí. Hún leiðir í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sjö prósentustigum frá síðustu kosningum og er með 47 kommma tveggja prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærstir flokkurinn með 25,6 prósenta fylgi og Vinstri - grænir fá 13,7 prósent. Frjálslyndir og óháðir eru með 8,5 prósenta fylgi og bæta við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi frá síðustu kosningum en Framsóknarflokkurinn hefur stuðning fimm prósenta borgarbúa samkvæmt könnuninni. Niðurstöðurnar sýna einnig að flokkarnir sem stóðu að R-listanum tapa rúmlega átta prósentum frá síðustu kosningum þegar listinn fékk 52,6 prósent. Þessar niðurstöður þýða að Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta eða átta mönnum í borgarstjórn. Samfylkingin fengi hins vegar fjóra fulltrúa, Vinstri - grænir tvo og Frjálslyndir einn en Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni. Ef horft er til þess hvað fólk ætlar að kjósa nú miðað við hvað það kaus síðast kemur í ljós að tæpur helmingur þeirra sem kaus R-listann síðast ætlar að kjósa Samfylkinguna nú, um fimmtungur Vinstri - græn en tæp átta prósent Framsóknarflokkinn. Tæplega 17 prósent sem kusu R-listann síðast ætla hins vegar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú. Þá vekur athygli að helmingur þeirra sem ekki kusu í síðustu borgarstjórnarkosningum hyggst nú kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Við könnunina studdist Félagsvísindastofnun við 1200 manna úrtak og svarhlutfall var 64 prósent.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira