Fleiri fréttir

Enga lifandi fugla frá meginlandi Kína til Hong Kong

Kínverjar hafa hætt sölu á lifandi fuglum til Hong Kong í þrjár vikur. Þetta var gert eftir að kínverska heilbrigðisráðuneytið greindi frá því að maður hefði látist af völdum H5N1 afbrigðis fuglaflensu í Guangdong-héraði í Kína. Þar með hafa níu látist þar í landi af völdum flensunnar en fimmtán sýkst.

H5N1 í Póllandi

Tveir dauðir svanir sem fundust í Norður-Póllandi á dögunum voru sýktir af hinu hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu. Pólskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og hefur eftir starfsmönnum rannsóknarstofu sem greindu sýni úr fuglunum.

Dönsku bankarnir verða að auka umsvif sín

Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans segir að dönsku bankarnir verði að auka umsvif sín á sviði verðbréfaviðskipta og eignaumsýslu, eins og íslensku bankarnir geri, ef þeir vilji standa sig á alþjóðavettvangi.

Bíllinn í klessu

Bíleiganda í Vogum á Vatnsleysuströnd brá heldur í brún þegar hann ætlaði að vitja bíls síns í gærkvöldi, því hann reyndist allur lurkum laminn í orðsins fyllstu merkingu. Árásarmaðurinn eða mennirnir, hafa annaðhvort notað barefli eða sparkað í bílinn og dældað hann allan hringinn og auk þess farið upp á hann og dældað hann með stappi. Bíllinn er stórskemmdur, en skemmdarvargarnir eru ófundnir.

Reyndi af stinga af lögregluna

Maður, sem ætlaði að stinga lögregluna af í nótt, missti stjórn á bíl sínum á mótum Skúlagötu og Ingólfsstrætis og hafnaði á vegg Seðlabankans. Ástæða þess að lögregla vildi hafa tal af maninum var að bílnum hafði verið stolið af bílasölu fyrir nokkrum dögum og það var líka ástæða þess að hann vildi ekki tala við lögregluna og reyndi að stinga af. Maðurinn slapp lítið meiddur en hann er auk þjófnaðarins grunaður um að hafa ekið undir áhrifum einhverskonar lyfja.

3 loðnuskip leita enn að loðnu

Aðeins þrjú loðnuskip eru enn að leita loðnu og eru þau öll inni á Breiðafirði, þar sem loðnan hrygnir og drepst. Önnur skip eru ýmist búin með kvóta sína eða hætt veiðum vegna lítillar veiði upp á síðkastið.

Hópakstur gegn hraðakstri

Fjöldi ökumanna úr mörgum samtökum bíla- og vélhjólaeigenda, tók þátt í hópakstri úr miðborginni upp í Ártúnshverfi og til baka í gærkvöldi, til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum upp á síðkastið.

Deilt um hlutfall meðafla

Frystitogarinn Venus, sem er í eigu HB Granda er enn í höfn í Tromsö í Noregi, eftir að norska strandgæslan tók togarann vegna meintra ólöglegra veiða og færði hann til hafnar í gærmorgun.

Síðasti bærinn hreppti ekki hnossið

Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson hreppti ekki hnossið á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Engin ein mynd sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Fjórar myndir fengu þrenn verðlaun og engin fleiri styttur en það. Öllum að óvöru var myndin Crash valin sú besta á síðasta ári.

Árni Magnússon í Íslandsbanka

Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur ákveðið að láta af störfum og ráða sig til starfa hjá Íslandsbanka þar sem hann verður forstöðumaður á fjárfestinga- og alþjóðasviði.

Gæslan gerir betur en herinn

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þegar hún taki yfir verkefni þyrlubjörgunarsveitar hersins fái herinn betri þjónustu en hann veitir sjálfum sér í dag. Viðbragðstími herþyrlna er einn og hálfur tími um helgar en hálftími hjá gæsluþyrlum - þegar þær eru í lagi.

Jónínubréf á Netið

Tölvupóstur, sem virðist innihalda afar viðkvæm og persónuleg einkabréf á milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, hefur verið settur á bloggsíðu sem hýst er í Bandaríkjunum. Lögmaður Jónínu segir málið verða kært til lögreglu, en slóð þessara bréfa verði væntanlega hægt að rekja til þeirra sem létu Fréttablaðinu í té tölvupóst sömu aðila.

Ísinn á Suðurskautslandinu bráðnar hratt

Íshellan á Suðurskautslandinu hefur minnkað umtalsvert vegna bráðnunar á síðastliðnum árum, þvert á fyrri spár vísindamanna. Merkjanleg hækkun hefur orðið á yfirborði heimshafanna beinlínis af þessum völdum.

Strætóferðir líklegar til Árborgar og Reykjanesbæjar

Framkvæmdastjóri Strætós telur mjög líklegt að komið verði á reglubundnum strætóferðum milli höfuðborgarsvæðisins og Árborgar og Reykjanesbæjar. Sams konar ferðir til og frá Akranesi hafa gengið mun betur en búist hafði verið við.

Matarbirgðir SÞ í Kenía senn á þrotum

Matarbirgðir Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kenía eru senn á þrotum. Þrjár komma fimm milljónir Keníumanna reiða sig alfarið á stofnunina en miklir þurrkar hafa gert það að verkum að uppskera í landinu hefur brugðist aftur og aftur.

Gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Annar mannanna sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásar á mann á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta föstudags.

Vélsleðamanni haldið sofandi á gjörgæsludeild

Manninum sem slasaðist er hann ók vélsleða sínum fram af snjóhengju á Langjökli í gær er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi, að sögn vakthafandi sérfræðings.

Mannabreytingar í ríkisstjórn Íslands

Mannabreytingar eru í uppsiglingu í ráðherraliði Framsóknarflokksins en þær verða kynntar eftir þingflokksfund í dag. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum NFS verður nýr ráðherrar skipaður í embætti en einnig verða einhverjir ráðherrar færðir til.

Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku

Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku árið 2004 en þessar tvær þjóðir vermdu toppsætin í kaupgleði á dönskum fyrirtækjum. Í Kaupmannahafnarpóstinum er greint frá því að árið 2004 hafi íslensk fyrirtæki fjárfest fyrir 6,2 milljarða danskra króna í Danmörku, eða um 60 milljarða íslenskra króna, sem er nánast sama upphæð og Bretar fjárfestu fyrir.

Einnig ákvörðun um tilvist álversins í Straumsvík

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, segir að ákvörðun um hugsanlega stækkun Alcan sé jafnframt ákvörðun um það hvort álver verði til frambúðar í Straumsvík eða ekki. Forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í fyrradag að forsvarsmenn Alcan hefðu skýrt ríkisstjórninni frá því að ef álverið fengist ekki endurbætt eða stækkað, þá yrði því lokað á næsta áratug.

Herirnir sagðir á heimleið

Innan árs verða allar breskar og bandarískar hersveitir kallaðar heim frá Írak að því er breska blaðið Sunday Telegraph hermir. Sveitirnar eru sagðar vera helsta ljónið á vegi til friðar í landinu.

Ræddi um kjarnorku og lék krikket

Asíuheimsókn George Bush Bandaríkjaforseta er lokið en hann hélt heim frá Pakistan í gær. Bush ræddi kjarnorkumál við pakistanskan starfsbróður sinn og lék krikket við heimamenn.

Lögreglan hyggst leita eftir samstarfi vegna grófra árása

Lögreglan hyggst leita eftir samstarfi við rekstraraðila veitingastaða í borginni til að reyna að sporna betur við vopnuðum árásum og öðru grófu ofbeldi á og við veitingastaði. Tveir menn urðu fyrir hnífsstungum um helgina og eru fimm í haldi vegna árásanna.

TF SIF vonandi í gagnið á morgun

Vonast er til þess að þyrla gæslunnar TF SIF komist í gagnið á morgun. Fjöldi ferðamanna er á ferð um helgina. Viðbragðstími Varnarliðsþyrlanna er einn og hálfur tími um helgar en hálftími hjá gæslunni - þegar þyrlurnar eru í lagi.

Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma.

Jarðskjálfti upp á 4,3 á Richter norður af Grímsey

Jarðskjálfti upp á 4,3 á Richter varð um 40 kílómetra norður af Grímsey upp úr klukkan tíu í morgun. Íbúar eyjarinnar urðu sumir hverjir greinilega varir við skjálftann en engar skemmdir urðu á mannvirkjum.

Opið í Hlíðarfjalli og Tindastól í dag

Opið er í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag frá kl. 10-17. Flestar lyftur eru opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór að sögn forstöðumanns. Klukkan 8 í morgun var sjö gráðu frost og logn. Þá er einnig opið á skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók frá klukkan 11-17.

Óháðrar rannsóknar krafist

Danska stjórnarandstaðan krefst þess að fram fari óháð rannsókn á hvernig ríkisstjórnin tók á Múhameðsmyndamálinu svonefnda.

Guðmundur sigraði í Fjarðabyggð

Guðmundur Þorgrímsson, oddviti í Austurbyggð, sigraði í gær í prófkjöri Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi sem sameinast undir nafni Fjarðarbyggðar eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Á fimmta tug liggur í valnum

46 skæruliðar hafa fallið í átökum við pakistanska stjórnarherinn rétt við afgönsku landamærin undanfarna tvo daga.

Önnur hnífsstunga í miðborginni í nótt

Ungur maður var stunginn með hnífi fyrir framan skemmtistaðinn Glaumbar við Tryggvagötu um hálf sexleytið í morgun. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans og liggur nú á gæsludeild. Þetta er önnur hnífsstungan í miðborg Reykjavíkur um helgina en í fyrrinótt var ungur maður stunginn inni á skemmtistaðnum Gauki á Stöng.

Zawahri hvetur enn til hryðjuverka

Í hljóðupptöku sem birt var á internetinu í gær hvetur Ayman al-Zawahri, næstráðandi al-Kaída hryðjuverkanetsins, múslíma til fremja hryðjuverk á Vesturlöndum sem aldrei fyrr.

Slökkviliðsmenn og launanefnd semja

Skrifað var undir samninga í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna klukkan fimm í nótt eftir um sextán tíma samningafund. Samningurinn er til þriggja ára og er sambærilegur þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaganna hefur gert við aðra hópa.

Fuglaflensa í sjötta ríkinu í Þýskalandi

Fuglaflensa hefur nú greinst í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi, en þetta er sjötta ríkið í Þýskalandi þar sem hin banvæna veira greinist. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni neytendamála í ríkinu að staðfest hafi verið að grágæs sem fannst á sunnudag hafi verið með H5N1-stofn fuglaflensunnar, en hvergi er að finna meira af alifuglum í Þýskalandi en í Neðra-Saxlandi.

Landshlutapólitík í orkumálum bitnar á Suðurnesjamönnum

Landshlutapólitík í orkumálum hefur skaðað Suðurnes, að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, Júlíusar Jónssonar, sem segir stjórnvöld hindra orkuöflunaráform fyrirtæksins á Reykjanesskaga. Hann telur Hitaveituna geta útvegað nægilega orku til að álver í Helguvík geti hafið starfsemi á árunum 2010-2011, eða um svipað leyti og álver á Húsavík.

Hvorug þyrlan til taks

Hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar var til taks í dag þegar sækja þurfti slasaðan mann á Langjökul á sama tíma og tilkynning barst um strand við Reykjavík. Herþyrla sótti manninn á Langjökul en utan skrifstofutíma er viðbragðstími hennar tvöfalt lengri en gæslunnar. Björgunarsveitarmenn segja ástandið óviðunandi.

Stríð í Straumi-Burðarási

Átök eru í uppsiglingu í eigendahópi Straums-Burðaráss eftir að varaformanninum Magnúsi Kristinssyni var velt úr sessi í gærkvöldi. Magnús kallar þetta ruddalegan yfirgang "stráksins" Björgólfs Thors Björgólfssonar og mun krefjast hluthafafundar og uppgjörs.

Hlýr sjór umhverfis Ísland

Hafið umhverfis Ísland hefur hlýnað á ný eftir skammvinnt kuldakast í kjölfar hafíss í fyrra. Bæði hiti og selta sjávar eru nú yfir meðallagi.

Framtíðarstörf auglýst í álveri Fjarðaáls

Mannaráðningar til álversins í Reyðarfirði fara á fullt nú um helgina og verða hartnær fjögurhundruð starfsmenn ráðnir á næstu tólf mánuðum. Flutningsstyrkir verða í boði fyrir þá sem vilja flytjast á milli landshluta.

Geimstöðvar á tunglinu í bígerð

Bandaríska geimferðastofnunin áformar að reisa geimstöð á tunglinu þar sem geimfarar geta dvalið vikum og jafnvel mánuðum saman. Vísindamenn vonast til að ný jarðvegssýni frá tunglinu geti varpað ljósi á hvernig jörðin varð til.

Ísraelskir arabar mótmæla

Mikill kurr er á meðal araba sem búsettir eru í Ísrael eftir að flugeldar voru sprengdir í Boðunarkirkjunni í Nasaret, einum helgasta stað kristinna manna.

Sjá næstu 50 fréttir