Innlent

Jarðskjálfti upp á 4,3 á Richter norður af Grímsey

Grímsey
Grímsey MYND/Björn

Jarðskjálfti upp á 4,3 á Richter varð um 40 kílómetra norður af Grímsey upp úr klukkan tíu í morgun. Íbúar eyjarinnar urðu sumir hverjir greinilega varir við skjálftann en engar skemmdir urðu á mannvirkjum. Í kjölfarið fylgdu svo nokkrir smærri eftirskjálftar, sá stærsti 3,1 á Richter. Talsverð virkni hefur verið á þessum slóðum undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×