Innlent

Hlýr sjór umhverfis Ísland

Hafið umhverfis Ísland hefur hlýnað á ný eftir skammvinnt kuldakast í kjölfar hafíss í fyrra. Bæði hiti og selta sjávar eru nú yfir meðallagi. Á sama tíma í fyrra var hafís úti fyrir Norðurlandi. Hafís var kominn upp að ströndum Íslands og siglingaleiðin fyrir Horn lokaðist. Þetta hafði sín áhrif á sjávarhitann en sjórannsóknarleiðangur rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar nú í febrúar sýnir að ástand sjávar er orðið mun betra. Samkvæmt upplýsingum Héðins Valdimarssonar haffræðings sýna niðurstöður almennt að hiti og selta sjávar eru áfram yfir meðallagi umhverfis landið. Hiti og selta í efri lögum sjávar norðan og austan við landið voru orðin svipuð og var áður en hafís lagðist yfir norðurmið síðla vetrar 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×