Innlent

Framtíðarstörf auglýst í álveri Fjarðaáls

Mannaráðningar til álversins í Reyðarfirði fara á fullt nú um helgina og verða hartnær fjögurhundruð starfsmenn ráðnir á næstu tólf mánuðum. Flutningsstyrkir verða í boði fyrir þá sem vilja flytjast á milli landshluta. Þegar er búið að ráða í 32 störf hjá Alcoa-Fjarðaáli og um tuttugu önnur störf eru í ráðningarferli. Á næstu tólf mánuðum hyggst fyrirtækið ráða í 370 til 380 störf. Hrönn Pétursdóttir, starfsmannastjóri Alcoa-Fjarðaáls, segir að sóst verði eftir fólki af báðum kynjum og á öllum aldri. Launakjör verða í samræmi við það sem gerist hjá öðrum fyrirtækjum á sama sviði, en þar séu laun yfir meðaltali í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×