Innlent

Önnur hnífsstunga í miðborginni í nótt

Ungur maður var stunginn með hnífi fyrir framan skemmtistaðinn Glaumbar við Tryggvagötu um hálf sexleytið í morgun. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans og liggur nú á gæsludeild. Maðurinn hlaut nokkur stungusár að sögn vakthafandi læknis en hann vildi ekki segja hvar á líkamanum. Maðurinn er úr lífshættu og er líðan hans ágæt eftir atvikum. Einn maður sem grunaður er um verknaðinn er í haldi lögreglu. Þetta er önnur hnífsstungan í miðborg Reykjavíkur um helgina en í fyrrinótt var ungur maður stunginn inni á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Annað lunga hans féll saman en hann er úr lífshættu og segir læknir ástand hans gott miðað við aðstæður. Í gærkvöld hafði lögregla handtekið tvo menn í tengslum við þá árás en ekki fengust upplýsingar um það í morgun hvort þeir væru enn í haldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×