Innlent

Alcan segist ekki vera að hóta

Talsmaður Alcans í Straumsvík segir að álverið gæti úrelst á áratug fáist það ekki stækkað eða endurbætt. Hann segir þetta þó ekki hótun um að því verði annars lokað. Áform Alcan um að ríflega tvöfalda álverið í Straumsvík að stærð á næstu fjórum árum mæta víða andstöðu. Forsætisráðherra sagði fréttum NFS í gær að forsvarsmenn Alcans hefðu skýrt ríkisstjórninni frá því að ef álverið fengist ekki endurbætt eða stækkað þá lægi það fyrir á næsta áratug að leggja það niður og loka því. Það verði úrelt með tímanum og þessvgena sé annaðhvort að endurbæta það eða stækka eða leggja það niður. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcans, neitar því að í þessum orðum felist hótun.

Áform Alcan um að ríflega tvöfalda álverið í Straumsvík að stærð á næstu fjórum árum mæta víða andstöðu. Forsætisráðherra sagði fréttum NFS í gær að forsvarsmenn Alcans hefðu skýrt ríkisstjórninni frá því að ef álverið fengist ekki endurbætt eða stækkað þá lægi það fyrir á næsta áratug að leggja það niður og loka því. Það verði úrelt með tímanum og þessvgena sé annaðhvort að endurbæta það eða stækka eða leggja það niður. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcans, neitar því að í þessum orðum felist hótun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×