Fleiri fréttir Sverrir Magnús skírður í Osló Norski prinsinn Sverrir Magnús var skírður í kapellunni í konungshöllinni í Osló í dag, þriggja mánaða gamall. Það var amman hans, Sonja drottning, sem hélt á honum undir skírn en hann lét vel í sér heyra undir skírninni og gerði sitt besta til að yfirgnæfa Ole Christian Kvarme, biskup í Osló, sem skírði hann. 4.3.2006 16:30 Handtekinn fyrir að smygla 45 kg af heróíni til Kúveits Lögreglan í Kúveit handtók í dag Pakistana sem smyglaði 45 kílóum af heróíni inn í landið í vatnsdælum. Lögregla fékk ábendingu um málið eftir að dælunum hafði verið komið í höfn í ríkinu. 4.3.2006 16:18 Þórarinn Óscar Þórarinsson <p><font color="#ff0000" size="1">Nýtt!</font> Óscarinn - Þórarinn B. segir sitt álit. 4.3.2006 16:00 Ljósmæður greiða atkvæði um nýjan kjarasamning Ljósmæður í heimaþjónustu koma saman nú klukkan fjögur þar sem kynntur verður kjarasamningur Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins sem undirritaður var í gær. Jafnframt greiða ljósmæður um hann atkvæði. 4.3.2006 15:44 Prófkjör hjá framsóknarmönnum á Austurlandi Prófkjör er haldið í dag á vegum Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum sem munu sameinast við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta eru Fjarðabyggð, Austurbyggð, Mjóafjarðarhreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur. 4.3.2006 15:15 Komið með slasaðan vélsleðamann til Reykjavíkur Þyrla varnarliðsins lenti klukkan þrjú við Landspítalann í Fossvogi með slasaðan vélsleðamann sem hún sótti á suðvestanverðan Langjökul. Maðurinn hrapaði um 40 metra fram af snjóhengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg. 4.3.2006 15:12 Tilkynnt um strandaðan bát við Jörundarboða Bátar frá björgunarsveitum í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi voru kallaðir út í dag vegna tilkynningar um að bátur hefði strandað við Jörundarboða sem er vestur af Lönguskerjum í Skerjafirði. 4.3.2006 15:00 Þyrla varnarliðsins sækir slasaðan vélsleðamann Þyrla varnarliðsins er nú á leið á suðvestanverðan Langjökul til að sækja alvarlega slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn hafi hrapað um 40 metra fram af hengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg. Flugvél Flugmálastjórnar mun einnig vera á leið á slysstað til þess að halda uppi samskiptum þar en það var til happs að björgunarsveitarmenn eru meðal fjölmenns hóps sem er á jöklinum. 4.3.2006 14:44 Bush fundaði með Musharraf George Bush heimsótti í dag einn sinn helsta bandamann í Mið-Asíu, Pervez Musharraf, forseta Pakistans, og var baráttan gegn hryðjuverkum þeirra aðalumræðuefni 4.3.2006 14:32 Aldrei fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt á einu ári Á síðasta ári fengu 872 manns íslenskan ríkisborgararétt, eða fleiri en nokkru sinni áður. 52 einstaklingar fengu íslenskan ríkisborgarrétt að nýju eftir að hafa afsalað sér honum eða misst hann með einhverjum hætti. 4.3.2006 14:15 Rice segir efnahagsþvinganir ólíklegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ólíklegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi strax til refsiaðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 4.3.2006 14:13 Breytingar á leiðarkerfi Strætós á morgun Umtalsverðar breytingar á leiðakerfi Strætós taka gildi á morgun en með þeim á að sníða hnökra af leiðakerfinu sem tók gildi í júlí á síðasta ári. 4.3.2006 14:00 Farice tekur varaleið í notkun í Bretlandi Farice á Íslandi hefur tekið í notkun varaleið til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari bilanir á Farice-strengnum í Skotlandi. Strengurinn hefur bilað sautján sinnum á síðustu tveimur árum með þeim afleiðingum að hægt hefur mjög á netsambandi við útlönd. 4.3.2006 13:45 Guð dæmi hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak Ummæli Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að "Guð myndi dæma um hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak" hafa vakið athygli og furðu. Blair lét þessi orð falla í viðtali sem sjónvarpað verður í kvöld þar sem hann viðurkenndi einnig að áhugi hans á stjórnmálum hefði kviknað vegna trúarsannfæringar sinnar. 4.3.2006 13:30 Vonar að ekki komi til verkfalls Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni. 4.3.2006 13:00 Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. 4.3.2006 12:45 Tveggja manna leitað vegna hnífsstunguárásarinnar Tveggja manna er leitað vegna hnífsstunguárásarinnar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Rúmlega tvítugur karlmaður var þar stunginn tvisvar í bakið og er talið hugsanlegt að annað lunga hans hafi fallið saman. 4.3.2006 12:30 Gætu hafið starfsemi um svipað leyti og álver á Húsavík Hitaveita Suðurnesja telur sig geta útvegað nægilega orku til álvers í Helguvík til að það geti hafið starfsemi um svipað leyti og álver á Húsavík. Forstjóri Hitaveitunnar, Júlíus Jónsson, telur hins vegar að það geti verið skynsamlegt að fresta framkvæmdum þar sem öll uppbygging verði dýrari á þenslutímum. 4.3.2006 12:06 Nöfn Guantanamo-fanga loksins birt Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur í fyrsta sinn birt nöfn og þjóðerni þorra fanganna sem eru í haldi í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Vonast er til að þar með geti farið fram sjálfstætt mat hvort þeir séu eins hættulegir og Bandaríkjastjórn heldur fram. 4.3.2006 11:58 Opið í Hlíðarfjalli í dag Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-17. Þar er 6 stifra frost, nánast logn og léttskýjað að því er forstöðumaður skíðasvæðisins segir. Flestar lyftur eru opnar. 4.3.2006 11:45 Hróður verður Týr Arftaka bolans Elds í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið fundið nýtt nafn og heitir hann nú Týr. Þetta varð ljóst eftir símakosningu í gærkvöld þar sem valið stóð á milli þriggja nafna, Týs, Elds og Hróðurs, en kálfinum hafði áður verið valið síðastnefnda nafnið. 4.3.2006 11:30 Hamas útiloka ekki að viðurkenna Ísrael Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. 4.3.2006 11:23 Jowell hyggst skilja við eiginmann sinn Tessa Jowell, menningarmálaráðherra Bretlands, ætlar að skilja við eiginmann sinn David Mills en ítalskir saksóknarar sökuðu hann á dögunum um að hafa þegið mútur frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. 4.3.2006 11:19 Búrhvalir nota vélarhljóð við ætisleit Hvalir eru skynugar skepnur eins og ný rannsókn vísindamanna við Alaska-háskóla sýnir. Þeir komust að því að búrhvalir sem svamla úti fyrir ströndum ríkisins hafa þróað með sér hæfileika til að hlusta eftir vélarhljóði fiskiskipa á svæðinu. 4.3.2006 11:15 Útilokar ekki að Hamas viðurkenni Ísraelsríki Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. 4.3.2006 11:00 Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng Maður um tvítugt var stunginn með hnífi á veitingastaðnum Gauki á Stöng í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Að sögn lögreglu virtist maðurinn ekki alvarlega slasaður en hann hlaut tvö stungusár á baki. Hann er nú til rannsóknar á slysadeild Landspítalans. 4.3.2006 10:45 16 tíma samningafundur í deilu LSS og LH Fundur samninganefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara stóð til klukkan fimm í nótt en hann hófst klukkan eitt í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. 4.3.2006 10:15 Banaslys á Akureyri Banaslys varð á Akureyri á sjötta tímanum í morgun þegar bifreið var ekið á vegg á Hjalteyrargötu við Furuvelli. Tveir voru í bílnum og lést annar en hinn liggur alvarlega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann er þó úr lífshættu. Lögregla segir tildrög slyssins óljós. 4.3.2006 10:00 Stjórn Straums klofnaði Stjórn Straums klofnaði þegar stjórn félagsins skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins í dag Björgólfur Thor Björgólfsson hafði verið einróma kosinn formaður þegar koma að kjöri varaformanns. Var þá borinn upp tillaga um að Eggert Magnússon yrði varaformaður. Tillagan kom Magnúsi Kristinssyni, einum stærsta hluthafa Straums á óvart, enda hafði hann verið varaformaður síðasta árið og átti von á áframhaldandi setu í embættinu. 3.3.2006 22:50 101 fasteignafélag kærir úrskurðinn til Hæstaréttar 101 fasteignafélag ætlar að kæra úrskurð Héraðsdóms frá í morgun þar sem hann hafnaði beiðni félagsins um að samningur þess við Stafna á milli og fleiri félög, um kaup á húsnæði við Laugaveg, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg, yrði þinglýstur. 3.3.2006 22:34 Ljósmæður farnar að sinna heimaþjónustu á ný Samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning fyrr í kvöld. Ljósmæður eru farnar að sinna heimaþjónustu á ný. Tímakaup ljósmæðra fæst ekki uppgefið. 3.3.2006 20:17 Álverið í Straumsvík stækkað eða lagt niður Annað hvort verður álverið í Straumsvík stækkað eða það verður lagt niður og því lokað innan fárra ára. Þessu lýstu forráðmenn Alcan yfir við ríkisstjórnina, - segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 3.3.2006 19:10 Mikil uppbygging í Þorlákshöfn Um hundrað íbúðir eru nú í byggingu eða undirbúningi í Þorlákshöfn. Á fréttavefnum suðurland.is segir að um mikla uppbyggingu sé að ræða en alls eru um 430 íbúðir í Þorlákshöfn. Á næstunni verður boðinn út þriðji áfangi í Búðahverfi en þar eru um 40 lóðir sem verið er að undirbúa lóðir sem verða tilbúnar í vor. Lóðirnar verða tilbúnar mörgum mánuðum á undan áætlun en frestur vegna verksins var til 1. september. 3.3.2006 19:04 Kúariða greinist í Svíþjóð Kúariða er komin upp í Svíþjóð en sérfræðingar Evrópusambandsins staðfestu í dag að veikin hefði greinst í kú á búgarði í miðhluta landsins. 3.3.2006 19:00 Ofbeldi í æsku leiðir til sjúkdóma síðar Kynferðislegt ofbeldi í æsku veldur líkamlegum sjúkdómum allt að fimmtíu árum síðar samkvæmt nýjum rannsóknum. Norskur læknir, Dr. Anne Luise Kirkengen, sem kynnir þessar rannsóknir hér á landi segir þær gerbreyta sýn okkar á hvaða afleiðingar ofbeldi hefur á börn og í raun almennt á samspil vanlíðunar og líkamlegra sjúkdóma. 3.3.2006 18:47 Nokkur pláss laus á sængurkvennadeildum landsins Fundur Ljósmæðrafélags Íslands og samningarnefndar heilbrigðisráðuneytisins stendur enn yfir en lítið virðist miða í kjarabaráttu ljósmæðra í heimaþjójustu. Á meðan bíða börn og mæður þeirra eftir að fá að fara heim af sængurkvennadeildum landsins. Sængurkvennapláss á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi eru þéttsetin en þó er ekki enn orðið yfirfullt. 3.3.2006 18:45 Sjálfstæðismenn sakaðir um að hindra Bauhaus Borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, sakar bæjarstjóra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu um að hindra samkeppni í byggingavöruverslun með því að synja þýsku keðjunni Bauhaus um lóð. 3.3.2006 18:41 Einfættur reglulega í örorkumat Einfættur maður þarf að endurnýja örorkumat sitt hjá lækni á tveggja ára fresti. Honum þykir það skjóta skökku við þar sem nokkuð sannað sé að aflimaðir fætur vaxi ekki að nýju. Allir þeir sem eru aflimaðir eru skikkaðir í þetta ferli. 3.3.2006 18:25 Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson hlutu viðurkenningu Hagþenkis Viðurkenning Hagþenkis fyrir árið 2005 var veitt í dag í Þjóðarbókhlöðunni en að þessu sinni voru það Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson sem hlutu viðurkenningu Hagþenkis fyrir "að hafa skilað flóknum fræðum og torræðum viðfangsefnum á ljósan og lifandi hátt til lesenda bóka sinna og opnað þeim sýn inn í fjölbreyttan heim vísindasögu, reiknilistar, raungreina og átthagafræði." Þeir Jón og Helgi sendu báðir frá sér vönduð fræðirit á síðasta ári. Bók Jóns, Og ég skal hreyfa jörðina, fjallar um sögu forngrísku stærðfræðinganna, en bók Helga, Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, fjallar um náttúru og sögu Lagarfljóts.. 3.3.2006 18:16 Viðbótargreiðslur vegna Kárahnjúkavirkjunar 5-6 milljarðar kr. Viðbótargreiðslur Landsvirkjunar vegna ófyrirséðra útgjalda við Kárahnjúkavirkjun nema nú fimm til sex milljörðum króna. Auk þess má búast við háum fjárkröfum vegna aukins borkostnaðar. Engu að síður telur Landsvirkjun að heildarkostnaður verði innan þess ramma sem lagt var upp með. 3.3.2006 18:16 Glitter dæmdur fyrir að misnota börn Víetnamskur dómstóll hefur dæmt breska tónlistarmanninn Gary Glitter í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Glitter ber af sér allar sakir og segir málið allt vera samsæri gegn sér. 3.3.2006 17:55 Viðræðurnar fóru út um þúfur Fátt virðist geta komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti Írana refsiaðgerðum vegna áforma þeirra um að auðga úran. Samningafundur utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins með erindreka Írana fór út um þúfur í morgun. 3.3.2006 17:47 Óljóst um endurupptöku málsins Enn liggur ekki fyrir hvort mál Jóns Ólafssonar athafnamanns gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor verði tekið upp að nýju í Bretlandi. Hannes var í fyrra dæmdur til að greiða Jóni tólf milljónir króna fyrir meiðandi ummæli á heimasíðu sinni. 3.3.2006 17:23 Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Miklubrautinni í apríl í fyrra. Málsaðilum kom ekki saman um aðdraganda árásarinnar. 3.3.2006 17:01 Þrír mánuðir fyrir virðisaukasvindl Fyrrverandi framkvæmdastjóri Arnartaks ehf. var í dag dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu 8,5 milljóna króna í sekt fyrir vangoldinn virðisaukaskatt á árunum 1998-2002. 3.3.2006 16:39 Sjá næstu 50 fréttir
Sverrir Magnús skírður í Osló Norski prinsinn Sverrir Magnús var skírður í kapellunni í konungshöllinni í Osló í dag, þriggja mánaða gamall. Það var amman hans, Sonja drottning, sem hélt á honum undir skírn en hann lét vel í sér heyra undir skírninni og gerði sitt besta til að yfirgnæfa Ole Christian Kvarme, biskup í Osló, sem skírði hann. 4.3.2006 16:30
Handtekinn fyrir að smygla 45 kg af heróíni til Kúveits Lögreglan í Kúveit handtók í dag Pakistana sem smyglaði 45 kílóum af heróíni inn í landið í vatnsdælum. Lögregla fékk ábendingu um málið eftir að dælunum hafði verið komið í höfn í ríkinu. 4.3.2006 16:18
Þórarinn Óscar Þórarinsson <p><font color="#ff0000" size="1">Nýtt!</font> Óscarinn - Þórarinn B. segir sitt álit. 4.3.2006 16:00
Ljósmæður greiða atkvæði um nýjan kjarasamning Ljósmæður í heimaþjónustu koma saman nú klukkan fjögur þar sem kynntur verður kjarasamningur Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins sem undirritaður var í gær. Jafnframt greiða ljósmæður um hann atkvæði. 4.3.2006 15:44
Prófkjör hjá framsóknarmönnum á Austurlandi Prófkjör er haldið í dag á vegum Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum sem munu sameinast við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta eru Fjarðabyggð, Austurbyggð, Mjóafjarðarhreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur. 4.3.2006 15:15
Komið með slasaðan vélsleðamann til Reykjavíkur Þyrla varnarliðsins lenti klukkan þrjú við Landspítalann í Fossvogi með slasaðan vélsleðamann sem hún sótti á suðvestanverðan Langjökul. Maðurinn hrapaði um 40 metra fram af snjóhengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg. 4.3.2006 15:12
Tilkynnt um strandaðan bát við Jörundarboða Bátar frá björgunarsveitum í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi voru kallaðir út í dag vegna tilkynningar um að bátur hefði strandað við Jörundarboða sem er vestur af Lönguskerjum í Skerjafirði. 4.3.2006 15:00
Þyrla varnarliðsins sækir slasaðan vélsleðamann Þyrla varnarliðsins er nú á leið á suðvestanverðan Langjökul til að sækja alvarlega slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn hafi hrapað um 40 metra fram af hengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg. Flugvél Flugmálastjórnar mun einnig vera á leið á slysstað til þess að halda uppi samskiptum þar en það var til happs að björgunarsveitarmenn eru meðal fjölmenns hóps sem er á jöklinum. 4.3.2006 14:44
Bush fundaði með Musharraf George Bush heimsótti í dag einn sinn helsta bandamann í Mið-Asíu, Pervez Musharraf, forseta Pakistans, og var baráttan gegn hryðjuverkum þeirra aðalumræðuefni 4.3.2006 14:32
Aldrei fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt á einu ári Á síðasta ári fengu 872 manns íslenskan ríkisborgararétt, eða fleiri en nokkru sinni áður. 52 einstaklingar fengu íslenskan ríkisborgarrétt að nýju eftir að hafa afsalað sér honum eða misst hann með einhverjum hætti. 4.3.2006 14:15
Rice segir efnahagsþvinganir ólíklegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ólíklegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi strax til refsiaðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 4.3.2006 14:13
Breytingar á leiðarkerfi Strætós á morgun Umtalsverðar breytingar á leiðakerfi Strætós taka gildi á morgun en með þeim á að sníða hnökra af leiðakerfinu sem tók gildi í júlí á síðasta ári. 4.3.2006 14:00
Farice tekur varaleið í notkun í Bretlandi Farice á Íslandi hefur tekið í notkun varaleið til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari bilanir á Farice-strengnum í Skotlandi. Strengurinn hefur bilað sautján sinnum á síðustu tveimur árum með þeim afleiðingum að hægt hefur mjög á netsambandi við útlönd. 4.3.2006 13:45
Guð dæmi hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak Ummæli Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að "Guð myndi dæma um hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak" hafa vakið athygli og furðu. Blair lét þessi orð falla í viðtali sem sjónvarpað verður í kvöld þar sem hann viðurkenndi einnig að áhugi hans á stjórnmálum hefði kviknað vegna trúarsannfæringar sinnar. 4.3.2006 13:30
Vonar að ekki komi til verkfalls Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni. 4.3.2006 13:00
Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. 4.3.2006 12:45
Tveggja manna leitað vegna hnífsstunguárásarinnar Tveggja manna er leitað vegna hnífsstunguárásarinnar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Rúmlega tvítugur karlmaður var þar stunginn tvisvar í bakið og er talið hugsanlegt að annað lunga hans hafi fallið saman. 4.3.2006 12:30
Gætu hafið starfsemi um svipað leyti og álver á Húsavík Hitaveita Suðurnesja telur sig geta útvegað nægilega orku til álvers í Helguvík til að það geti hafið starfsemi um svipað leyti og álver á Húsavík. Forstjóri Hitaveitunnar, Júlíus Jónsson, telur hins vegar að það geti verið skynsamlegt að fresta framkvæmdum þar sem öll uppbygging verði dýrari á þenslutímum. 4.3.2006 12:06
Nöfn Guantanamo-fanga loksins birt Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur í fyrsta sinn birt nöfn og þjóðerni þorra fanganna sem eru í haldi í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Vonast er til að þar með geti farið fram sjálfstætt mat hvort þeir séu eins hættulegir og Bandaríkjastjórn heldur fram. 4.3.2006 11:58
Opið í Hlíðarfjalli í dag Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-17. Þar er 6 stifra frost, nánast logn og léttskýjað að því er forstöðumaður skíðasvæðisins segir. Flestar lyftur eru opnar. 4.3.2006 11:45
Hróður verður Týr Arftaka bolans Elds í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið fundið nýtt nafn og heitir hann nú Týr. Þetta varð ljóst eftir símakosningu í gærkvöld þar sem valið stóð á milli þriggja nafna, Týs, Elds og Hróðurs, en kálfinum hafði áður verið valið síðastnefnda nafnið. 4.3.2006 11:30
Hamas útiloka ekki að viðurkenna Ísrael Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. 4.3.2006 11:23
Jowell hyggst skilja við eiginmann sinn Tessa Jowell, menningarmálaráðherra Bretlands, ætlar að skilja við eiginmann sinn David Mills en ítalskir saksóknarar sökuðu hann á dögunum um að hafa þegið mútur frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. 4.3.2006 11:19
Búrhvalir nota vélarhljóð við ætisleit Hvalir eru skynugar skepnur eins og ný rannsókn vísindamanna við Alaska-háskóla sýnir. Þeir komust að því að búrhvalir sem svamla úti fyrir ströndum ríkisins hafa þróað með sér hæfileika til að hlusta eftir vélarhljóði fiskiskipa á svæðinu. 4.3.2006 11:15
Útilokar ekki að Hamas viðurkenni Ísraelsríki Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, útilokar ekki að samtök hans viðurkenni Ísraelsríki, að uppfylltum skilyrðum. 4.3.2006 11:00
Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng Maður um tvítugt var stunginn með hnífi á veitingastaðnum Gauki á Stöng í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Að sögn lögreglu virtist maðurinn ekki alvarlega slasaður en hann hlaut tvö stungusár á baki. Hann er nú til rannsóknar á slysadeild Landspítalans. 4.3.2006 10:45
16 tíma samningafundur í deilu LSS og LH Fundur samninganefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara stóð til klukkan fimm í nótt en hann hófst klukkan eitt í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. 4.3.2006 10:15
Banaslys á Akureyri Banaslys varð á Akureyri á sjötta tímanum í morgun þegar bifreið var ekið á vegg á Hjalteyrargötu við Furuvelli. Tveir voru í bílnum og lést annar en hinn liggur alvarlega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann er þó úr lífshættu. Lögregla segir tildrög slyssins óljós. 4.3.2006 10:00
Stjórn Straums klofnaði Stjórn Straums klofnaði þegar stjórn félagsins skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins í dag Björgólfur Thor Björgólfsson hafði verið einróma kosinn formaður þegar koma að kjöri varaformanns. Var þá borinn upp tillaga um að Eggert Magnússon yrði varaformaður. Tillagan kom Magnúsi Kristinssyni, einum stærsta hluthafa Straums á óvart, enda hafði hann verið varaformaður síðasta árið og átti von á áframhaldandi setu í embættinu. 3.3.2006 22:50
101 fasteignafélag kærir úrskurðinn til Hæstaréttar 101 fasteignafélag ætlar að kæra úrskurð Héraðsdóms frá í morgun þar sem hann hafnaði beiðni félagsins um að samningur þess við Stafna á milli og fleiri félög, um kaup á húsnæði við Laugaveg, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg, yrði þinglýstur. 3.3.2006 22:34
Ljósmæður farnar að sinna heimaþjónustu á ný Samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning fyrr í kvöld. Ljósmæður eru farnar að sinna heimaþjónustu á ný. Tímakaup ljósmæðra fæst ekki uppgefið. 3.3.2006 20:17
Álverið í Straumsvík stækkað eða lagt niður Annað hvort verður álverið í Straumsvík stækkað eða það verður lagt niður og því lokað innan fárra ára. Þessu lýstu forráðmenn Alcan yfir við ríkisstjórnina, - segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 3.3.2006 19:10
Mikil uppbygging í Þorlákshöfn Um hundrað íbúðir eru nú í byggingu eða undirbúningi í Þorlákshöfn. Á fréttavefnum suðurland.is segir að um mikla uppbyggingu sé að ræða en alls eru um 430 íbúðir í Þorlákshöfn. Á næstunni verður boðinn út þriðji áfangi í Búðahverfi en þar eru um 40 lóðir sem verið er að undirbúa lóðir sem verða tilbúnar í vor. Lóðirnar verða tilbúnar mörgum mánuðum á undan áætlun en frestur vegna verksins var til 1. september. 3.3.2006 19:04
Kúariða greinist í Svíþjóð Kúariða er komin upp í Svíþjóð en sérfræðingar Evrópusambandsins staðfestu í dag að veikin hefði greinst í kú á búgarði í miðhluta landsins. 3.3.2006 19:00
Ofbeldi í æsku leiðir til sjúkdóma síðar Kynferðislegt ofbeldi í æsku veldur líkamlegum sjúkdómum allt að fimmtíu árum síðar samkvæmt nýjum rannsóknum. Norskur læknir, Dr. Anne Luise Kirkengen, sem kynnir þessar rannsóknir hér á landi segir þær gerbreyta sýn okkar á hvaða afleiðingar ofbeldi hefur á börn og í raun almennt á samspil vanlíðunar og líkamlegra sjúkdóma. 3.3.2006 18:47
Nokkur pláss laus á sængurkvennadeildum landsins Fundur Ljósmæðrafélags Íslands og samningarnefndar heilbrigðisráðuneytisins stendur enn yfir en lítið virðist miða í kjarabaráttu ljósmæðra í heimaþjójustu. Á meðan bíða börn og mæður þeirra eftir að fá að fara heim af sængurkvennadeildum landsins. Sængurkvennapláss á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi eru þéttsetin en þó er ekki enn orðið yfirfullt. 3.3.2006 18:45
Sjálfstæðismenn sakaðir um að hindra Bauhaus Borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, sakar bæjarstjóra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu um að hindra samkeppni í byggingavöruverslun með því að synja þýsku keðjunni Bauhaus um lóð. 3.3.2006 18:41
Einfættur reglulega í örorkumat Einfættur maður þarf að endurnýja örorkumat sitt hjá lækni á tveggja ára fresti. Honum þykir það skjóta skökku við þar sem nokkuð sannað sé að aflimaðir fætur vaxi ekki að nýju. Allir þeir sem eru aflimaðir eru skikkaðir í þetta ferli. 3.3.2006 18:25
Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson hlutu viðurkenningu Hagþenkis Viðurkenning Hagþenkis fyrir árið 2005 var veitt í dag í Þjóðarbókhlöðunni en að þessu sinni voru það Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson sem hlutu viðurkenningu Hagþenkis fyrir "að hafa skilað flóknum fræðum og torræðum viðfangsefnum á ljósan og lifandi hátt til lesenda bóka sinna og opnað þeim sýn inn í fjölbreyttan heim vísindasögu, reiknilistar, raungreina og átthagafræði." Þeir Jón og Helgi sendu báðir frá sér vönduð fræðirit á síðasta ári. Bók Jóns, Og ég skal hreyfa jörðina, fjallar um sögu forngrísku stærðfræðinganna, en bók Helga, Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, fjallar um náttúru og sögu Lagarfljóts.. 3.3.2006 18:16
Viðbótargreiðslur vegna Kárahnjúkavirkjunar 5-6 milljarðar kr. Viðbótargreiðslur Landsvirkjunar vegna ófyrirséðra útgjalda við Kárahnjúkavirkjun nema nú fimm til sex milljörðum króna. Auk þess má búast við háum fjárkröfum vegna aukins borkostnaðar. Engu að síður telur Landsvirkjun að heildarkostnaður verði innan þess ramma sem lagt var upp með. 3.3.2006 18:16
Glitter dæmdur fyrir að misnota börn Víetnamskur dómstóll hefur dæmt breska tónlistarmanninn Gary Glitter í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Glitter ber af sér allar sakir og segir málið allt vera samsæri gegn sér. 3.3.2006 17:55
Viðræðurnar fóru út um þúfur Fátt virðist geta komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti Írana refsiaðgerðum vegna áforma þeirra um að auðga úran. Samningafundur utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins með erindreka Írana fór út um þúfur í morgun. 3.3.2006 17:47
Óljóst um endurupptöku málsins Enn liggur ekki fyrir hvort mál Jóns Ólafssonar athafnamanns gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor verði tekið upp að nýju í Bretlandi. Hannes var í fyrra dæmdur til að greiða Jóni tólf milljónir króna fyrir meiðandi ummæli á heimasíðu sinni. 3.3.2006 17:23
Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Miklubrautinni í apríl í fyrra. Málsaðilum kom ekki saman um aðdraganda árásarinnar. 3.3.2006 17:01
Þrír mánuðir fyrir virðisaukasvindl Fyrrverandi framkvæmdastjóri Arnartaks ehf. var í dag dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu 8,5 milljóna króna í sekt fyrir vangoldinn virðisaukaskatt á árunum 1998-2002. 3.3.2006 16:39