Fleiri fréttir Engin svör enn frá El Salvador vegna morðsins á Jóni Þór Ólafssyni Íslensk lögregluyfirvöld hafa engin svör fengið frá El Salvador, um það hvernig rannsókninni á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni miðar. Jón Þór var myrtur á sunnudagsmorgun, ásamt innfæddri konu, en þau voru bæði skotin með sjálfvirkri byssu, -hann að minnsta kosti tuttugu skotum. 15.2.2006 18:37 Hrottaleg nauðgun í Grafarvogi um helgina Hrottaleg nauðgun átti sér stað í heimahúsi í Grafarvogi um helgina. Kona um fimmtugt hefur kært ítrekaðar nauðganir og líkamsmeiðingar sem stóðu í marga klukkutíma. 15.2.2006 18:33 Fimm umferðaróhöpp á Akureyri Haglél varð til þessa að fimm umferðaróhöpp voru með skömmu millibili síðdegis í dag á Akureyri. Að sögn lögreglu byrjaði að snjóa og gekk á með éljum sem varð til þess að hálka myndaðist fljótt á vegum sem kom ökumönnum í opna skjöldu með fyrrnefndum afleiðingum. Engin slys urðu þó á fólki. 15.2.2006 18:12 Ekið á vegfaranda í Garðabæ Ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir gangbraut á Bæjarbraut í Garðabæ nú síðdegis. Vegfarandinn var fluttur á sjúkrahús og er ekki vitað um líða hans að svo stöddu. Bæjarbraut er enn lokuð fyrir umferð á meðan lögregla rannsakar slysstað. 15.2.2006 17:58 Bændur loki alifugla sína inni Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 eru komin upp í Þýskalandi og Austurríki. Frá þessu greindi landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi í gær. Alls hefur því fuglaflensa greinst í tíu Evrópulöndum. 15.2.2006 16:44 Umferðaslys á Snorrabraut Umferð hefur verið stöðvuð við Snorrabraut vegna umferðaslyss en harður árekstur var á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu á fimmta tímanum. Sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins voru sendir á slysstað en ekki er enn vitað hvort einhver hafi slasast. 15.2.2006 16:43 Hönnun á tengingu Sundabrautar við Grafarvog er ekki hafin Hönnun á tengingu Sundabrautar við Grafarvog er ekki hafin. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra greindi frá þessu í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir stundu. Hann sagði hönnunina ekki geta hafist fyrr en samráðsferli við íbúa hefði farið fram og allri undirbúningsvinnu væri lokið. Fyrirspyrjandi, Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, spurði einnig hvort til greina kæmi að færa brautina út fyrir Hamarinn svo kallaða í Grafarvogi, og sagðist ráðherra til í að líta til þess möguleika, ef það myndi ekki leiði til frekari tafa á framkvæmdinni. 15.2.2006 16:29 Er í skoðun hvort ríkið haldi eftir virðisauka af smáskífunni Hjálpum þeim Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að verið sé að skoða hvort ríkið muni halda eftir virðisaukaskatt af söluágóða smáskífunnar Hjálpum þeim, og samskonar verkefnum til styrktar bágstöddum. 15.2.2006 16:25 Leitað eftir samningi vegna Heilsuverndarstöðvar Heilbrigðisráðherra hyggst leita eftir samningum um að starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar verði þar áfram, að minnsta kosti tímabundið, eftir að nýir eigendur taka við húsinu. Ráðherra opnaði í dag nýjan vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í húsinu. 15.2.2006 16:08 Breytingar á frumvarpinu ná til allra skólastiga Breytingar á frumvarpi um styttri framhaldsskóla ná til allra skólastiga. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 15.2.2006 16:08 Ráðherra opnaði í dag nýjan vef Heilsugæslu Ráðherra opnaði í dag nýjan vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í húsinu. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru allar heilsugæslustofnanir á höfuðborgarsvæðinu sameinaðar um áramótin í eina stofnun og í dag var nýr vefur stofunarinnar kynntur. 15.2.2006 16:02 Engin samræmd próf fyrir grunnskólanema? Breytingar á frumvarpi um styttri framhaldsskóla ná til allra skólastiga en Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 15.2.2006 15:59 Laun hækka hjá þeim er lægst hafa launin hjá Kópavogsbæ Laun hækka hjá lægstlaunuðustu starfsmönnum hjá Kópavogsbæ, en bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum 9. febrúar síðastliðinn að nýta sér heimildir til að hækka laun þeirra lægstlaunuðu, er þetta gert með því að hækka lægsta útborgaða launaflokk í 115. 15.2.2006 15:33 Styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum Styrkir til ættleiðinga gætu orðið að veruleika ef þingsályktunartillaga sem lögð var fyrir Alþingi verður samþykkt. 15.2.2006 15:06 Sparisjóður Hafnarfjarðar kaupir 80% hlut í Allianz Ísland hf. Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) hefur fest kaup á 80% hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Hring. Hringur á allt hlutafé í Allianz Ísland hf., sem er söluumboð fyrir þýska trygginga- og sjóðastýringarfyrirtækið Allianz. 15.2.2006 14:48 Gengu í hjónaband um borð í flugvél Átta hollensk pör gengu í það heilaga um borð í flugvél Icelandair á degi elskenda, Valentínusardeginum, í gær. IcelandAir stóð fyrir samkeppni í Hollandi af því tilefni að fimmtán eru liðin frá því að IcelandAir hóf að fljúga frá Amsterdam til Íslands. 15.2.2006 14:15 Þjóðskrá frá Hagstofu til dómsmálaráðuneytis Þjóðskráin verður flutt frá Hagstofunni til dómsmálaráðuneytisins 1. maí næstkomandi ef frumvarp forsætisráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. Ætlunin með þessu er að skilja betur milli hagskýrslugerðar og stjórnsýslustarfsemi að sögn hagstofustjóra. 15.2.2006 14:15 Alifuglar hér á landi verða lokaðir inni ef til fuglaflensu kemur Reikna má með að alifuglar hér á landi verði lokaðir inni líkt og annars staðar á Norðurlöndum þegar og ef fuglaflensa berst hingað til lands. Sóttvarnalæknir segir að ekki verði gripið til sérstakra aðgerða nú umfram það sem þegar hefur verið gert eftir að fuglaflensa hefur greinst í Þýskalandi og Austurríki. 15.2.2006 13:58 Undirskriftalistar í Hveragerði Tæplega fjögur hundruð Hvergerðingar hafa skrifað undir mómæli gegn því að bæjaryfirvöld semji við verktakafyrirtækið Eykt um uppbyggingu nýs bæjarhluta, án þess að athuga fleiri valkosti. Listinn var afhentur í morgun. 15.2.2006 13:45 Impregilo og starfsmannaleigur sýknuð Impregilo og tvær portúgalskar starfsmannaleigur voru í morgun sýknuð af kröfu AFLs, starfsgreinafélags Austurlands, um greiðslu félagsgjalda og gjalda í sjúkra- og orlofssjóði. 15.2.2006 13:29 Roger Waters til Íslands Roger Waters, fyrrum forsprakki Pink Floyd, heldur tónleikaí Egilshöll 12. júní næst komandi. Þar flytur hann öll helstu lög Pink Floyd, þar á meðal öll lögin af plötunni Dark Side of the Moon. Sú plata hefur selst í þrjátíu og fjórum milljónum eintaka og var rúm ellefu ár samfleytt á lista Billboard yfir 200 mest seldu plötur Bandaríkjanna. 15.2.2006 12:55 Tveir slösuðust í bílslysi Tveir menn slösuðust þegar bíll þeirra valt út af veginum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og ákváðu læknar þar að senda þá áfram með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. 15.2.2006 12:44 Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði Ekkert lát var á hækkun fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og hefur FL Group hækkað um tæp fimmtíu prósent frá áramótum, svo dæmi sé tekið. 15.2.2006 12:08 Unglingspiltar handsamaðir eftir árásir Þrír unglingspiltar réðust í gærkvöldi á konu, sem var nýbúin að taka reiðufé út úr hraðbanka við Fífuhvammsveg í Kópavogi og reyndu að hrifsa af henni veskið. Hún brást hart við, hristi þá af sér og hringdi á lögreglu. 15.2.2006 12:00 Sjúkraflugvélin fjarri þegar hennar var þörf Rúmur klukkutími leið frá því óskað var eftir sjúkraflugi fyrir fárveikt tveggja ára barn í Vestmannaeyjum þar til flugvélin sem sinna átti fluginu kom til Eyja. Flugvélin á að vera þar að staðaldri en var í viðgerð í Reykjavík þegar hennar var þörf. 15.2.2006 11:57 Suðurverk átti lægsta tilboðið Suðurverk ehf átti lægsta tilboð í gatna- og stígagerð lagningu fráveitu-, neysluvatns og veitulagna í fimmta áfanga Vallahverfis í Hafnarfirði. Tilboðið hljómaði upp á 211 milljónir króna en kostnaðaráætlun upp á rúmar 240 milljónir. 15.2.2006 11:45 Frumvarpið samræmist ekki EES-ákvæðum Samtök atvinnulífsins telja að lagafrumvarp um Ríkisútvarpið samræmist ekki ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki og sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga. 15.2.2006 11:16 Mikill áhugi á lóðum í Úlfarsfelli Um 5.500 manns hafa skoðað gögn vegna útboðs á lóðum í Úlfarársdal eða sótt sér geisladisk með gögnunum. Frestur til að skila inn kauptilboðum rennur út klukkan fjögur síðdegis á morgun og verða opnuð hálftíma síðar að þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óska. 15.2.2006 10:38 Öll aðildarfélög styðja samkomulagið Stjórnir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands styðja samkomulag sambandsins við menntamálaráðherra um samstarf í skólamálum. Samkomulagið, sem var gert eftir miklar deilur um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs, hefur verið gagnrýnt af kennurum í mörgum skólum. 15.2.2006 10:29 Vilja flytja inn erfðaefni til kynbóta Bændur í Félagi kúabænda á Suðurlandi vilja að hafinn verði innflutningur á erfðaefni til að kynbæta kúastofninn. Tillaga þessa efnis var samþykkt með 23 atkvæðum gegn tíu á aðalfundi félagsins í gær. 15.2.2006 10:13 Vísitala framleiðsluverðs lækkar Vísitala framleiðsluverðs var 97,1 stig á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og hafði þá lækkað um 0,3 prósentustig frá næsta ársfjórðungi á undan. 15.2.2006 09:24 Straumi hleypt á fyrstu kerin Straumi verður hleypt á fyrstu kerin í stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga klukkan tíu í dag. Þetta er fyrsti hluti stækkunarinnar sem er tekinn í notkun en framleiðslugeta álversins eykst úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. 15.2.2006 09:17 Rúmlega þrjátíu prósent sveitarstórnarmanna konur Konur eru nú um þrjátíu og tvö prósent sveitarstjórnarmanna. Í sveitarstjórnarkosningunum 2002 fór hlutfall kvenna í sveitarstjórnum landsins í fyrsta skipti yfir þrjátíu prósent og í tíu prósent sveitarfélaga eru konur í meirihluta. Þetta kemur fram í stuttri greiningu á hlut kvenna í sveitarstjórnum á kosningarvef félagsmálaráðuneytisins. 15.2.2006 09:15 200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. 15.2.2006 09:15 Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. 15.2.2006 09:00 Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. 15.2.2006 09:00 Vilja segja upp samningum við SAS vegna flugmannadeilu Stórir viðskiptavinir skandinavíska flugfélagsins SAS vilja nú hverjir á fætur öðrum segja upp samningum sínum við félagið vegna langvarandi deilu þess við flugmenn sína. Frá þessu er greint í Jótlandspóstinum. 15.2.2006 08:45 Keyptu 40 prósent fleiri bíla en árið áður Íslendingar slógu öllum Vestur-Evrópumönnum við í bílakaupum í fyrra, sem jukust um rúm 40 prósent frá árinu á undan. Næst mest var aukningin í Danmörku, eða um 20 prósent og þar næst á Írlandi, ellefu prósent. 15.2.2006 08:30 Norðmenn hættir loðnuveiðum Síðasta norska loðnuskipið hélt út úr íslenskri lögsögu í gær, en veiðar norsku skipanna hér við land gengu illa að þessu sinni. Þau voru flest ellefu við veiðar hér og máttu aðeins veiða í nætur, en ekki flottroll. 15.2.2006 08:15 Íslensk börn eru að þyngjast Íslensk börn eru sífellt að þyngjast og dæmi eru um að börn á leikskólaaldri mælist of þung. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi um mataræði grunnskólanema sem Náttúrulækningafélag Íslands stóð fyrir í gærkvöldi. 15.2.2006 08:00 Stígamót ekki alls kostar ánægð með frumvarp um kynferðisbrot Talskona Stígamóta hefur ýmislegt að setja út á nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðisbrot, þó ýmislegt jákvætt sé þar að finna að hennar mati. Afnám fyrningafrests vegna kynferðisbrota gegn börnum er meðal þess sem hún vildi sjá í frumvarpinu. 15.2.2006 08:00 Leita að ömurlegu ljóði Leitin að ömurlegasta ljóðinu er hafin. Það þarf að vera þrjú erindi sem hvert inniheldur fjórar fimmtán atkvæða ljóðlínur. Tekið verður tillit til asnalegra myndlíkinga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunarefnis auk annarra stílbragða ömurðarinnar. 15.2.2006 08:00 Tveir féllu í óeirðum Tveir menn féllu í Pakistan í gær í einhverjum verstu óeirðum sem brotist hafa út í landinu í kjölfar birtingar á skopmyndum af Múhameð spámanni. Öryggisverðir skutu mennina sem reyndu að bera eld að banka í aðgerðum sem beint var gegn Vesturlöndum. 15.2.2006 08:00 Algjört reykingabann á krám Neðri málstofa breska þingsins samþykkti í gær frumvarp til laga um algjört reykingabann á krám og skemmtistöðum á Englandi, sem taka á gildi um mitt næsta ár. Breytingatillaga sem hefði undanskilið krár og veitingastaði sem ekki hefðu mat á boðstólnum var felld. 15.2.2006 07:45 Þrír piltar réðust á konu Þrír unglingspiltar réðust í gærkvöldi á konu, sem var ný búin að taka reiðufé út úr hraðbanka í Kópavogi og reyndu að hrifsa af henni veskið. Hún brást hart við, hristi þá af sér og hringdi á lögreglu. Nokkru síðar ruddust piltarnir, sem eru 14 og 15 ára inn á fund dagmæðra í Kópavogi og ætluðu að ræna þær. 15.2.2006 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Engin svör enn frá El Salvador vegna morðsins á Jóni Þór Ólafssyni Íslensk lögregluyfirvöld hafa engin svör fengið frá El Salvador, um það hvernig rannsókninni á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni miðar. Jón Þór var myrtur á sunnudagsmorgun, ásamt innfæddri konu, en þau voru bæði skotin með sjálfvirkri byssu, -hann að minnsta kosti tuttugu skotum. 15.2.2006 18:37
Hrottaleg nauðgun í Grafarvogi um helgina Hrottaleg nauðgun átti sér stað í heimahúsi í Grafarvogi um helgina. Kona um fimmtugt hefur kært ítrekaðar nauðganir og líkamsmeiðingar sem stóðu í marga klukkutíma. 15.2.2006 18:33
Fimm umferðaróhöpp á Akureyri Haglél varð til þessa að fimm umferðaróhöpp voru með skömmu millibili síðdegis í dag á Akureyri. Að sögn lögreglu byrjaði að snjóa og gekk á með éljum sem varð til þess að hálka myndaðist fljótt á vegum sem kom ökumönnum í opna skjöldu með fyrrnefndum afleiðingum. Engin slys urðu þó á fólki. 15.2.2006 18:12
Ekið á vegfaranda í Garðabæ Ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir gangbraut á Bæjarbraut í Garðabæ nú síðdegis. Vegfarandinn var fluttur á sjúkrahús og er ekki vitað um líða hans að svo stöddu. Bæjarbraut er enn lokuð fyrir umferð á meðan lögregla rannsakar slysstað. 15.2.2006 17:58
Bændur loki alifugla sína inni Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 eru komin upp í Þýskalandi og Austurríki. Frá þessu greindi landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi í gær. Alls hefur því fuglaflensa greinst í tíu Evrópulöndum. 15.2.2006 16:44
Umferðaslys á Snorrabraut Umferð hefur verið stöðvuð við Snorrabraut vegna umferðaslyss en harður árekstur var á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu á fimmta tímanum. Sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins voru sendir á slysstað en ekki er enn vitað hvort einhver hafi slasast. 15.2.2006 16:43
Hönnun á tengingu Sundabrautar við Grafarvog er ekki hafin Hönnun á tengingu Sundabrautar við Grafarvog er ekki hafin. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra greindi frá þessu í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir stundu. Hann sagði hönnunina ekki geta hafist fyrr en samráðsferli við íbúa hefði farið fram og allri undirbúningsvinnu væri lokið. Fyrirspyrjandi, Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, spurði einnig hvort til greina kæmi að færa brautina út fyrir Hamarinn svo kallaða í Grafarvogi, og sagðist ráðherra til í að líta til þess möguleika, ef það myndi ekki leiði til frekari tafa á framkvæmdinni. 15.2.2006 16:29
Er í skoðun hvort ríkið haldi eftir virðisauka af smáskífunni Hjálpum þeim Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að verið sé að skoða hvort ríkið muni halda eftir virðisaukaskatt af söluágóða smáskífunnar Hjálpum þeim, og samskonar verkefnum til styrktar bágstöddum. 15.2.2006 16:25
Leitað eftir samningi vegna Heilsuverndarstöðvar Heilbrigðisráðherra hyggst leita eftir samningum um að starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar verði þar áfram, að minnsta kosti tímabundið, eftir að nýir eigendur taka við húsinu. Ráðherra opnaði í dag nýjan vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í húsinu. 15.2.2006 16:08
Breytingar á frumvarpinu ná til allra skólastiga Breytingar á frumvarpi um styttri framhaldsskóla ná til allra skólastiga. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 15.2.2006 16:08
Ráðherra opnaði í dag nýjan vef Heilsugæslu Ráðherra opnaði í dag nýjan vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í húsinu. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru allar heilsugæslustofnanir á höfuðborgarsvæðinu sameinaðar um áramótin í eina stofnun og í dag var nýr vefur stofunarinnar kynntur. 15.2.2006 16:02
Engin samræmd próf fyrir grunnskólanema? Breytingar á frumvarpi um styttri framhaldsskóla ná til allra skólastiga en Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 15.2.2006 15:59
Laun hækka hjá þeim er lægst hafa launin hjá Kópavogsbæ Laun hækka hjá lægstlaunuðustu starfsmönnum hjá Kópavogsbæ, en bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum 9. febrúar síðastliðinn að nýta sér heimildir til að hækka laun þeirra lægstlaunuðu, er þetta gert með því að hækka lægsta útborgaða launaflokk í 115. 15.2.2006 15:33
Styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum Styrkir til ættleiðinga gætu orðið að veruleika ef þingsályktunartillaga sem lögð var fyrir Alþingi verður samþykkt. 15.2.2006 15:06
Sparisjóður Hafnarfjarðar kaupir 80% hlut í Allianz Ísland hf. Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) hefur fest kaup á 80% hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Hring. Hringur á allt hlutafé í Allianz Ísland hf., sem er söluumboð fyrir þýska trygginga- og sjóðastýringarfyrirtækið Allianz. 15.2.2006 14:48
Gengu í hjónaband um borð í flugvél Átta hollensk pör gengu í það heilaga um borð í flugvél Icelandair á degi elskenda, Valentínusardeginum, í gær. IcelandAir stóð fyrir samkeppni í Hollandi af því tilefni að fimmtán eru liðin frá því að IcelandAir hóf að fljúga frá Amsterdam til Íslands. 15.2.2006 14:15
Þjóðskrá frá Hagstofu til dómsmálaráðuneytis Þjóðskráin verður flutt frá Hagstofunni til dómsmálaráðuneytisins 1. maí næstkomandi ef frumvarp forsætisráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. Ætlunin með þessu er að skilja betur milli hagskýrslugerðar og stjórnsýslustarfsemi að sögn hagstofustjóra. 15.2.2006 14:15
Alifuglar hér á landi verða lokaðir inni ef til fuglaflensu kemur Reikna má með að alifuglar hér á landi verði lokaðir inni líkt og annars staðar á Norðurlöndum þegar og ef fuglaflensa berst hingað til lands. Sóttvarnalæknir segir að ekki verði gripið til sérstakra aðgerða nú umfram það sem þegar hefur verið gert eftir að fuglaflensa hefur greinst í Þýskalandi og Austurríki. 15.2.2006 13:58
Undirskriftalistar í Hveragerði Tæplega fjögur hundruð Hvergerðingar hafa skrifað undir mómæli gegn því að bæjaryfirvöld semji við verktakafyrirtækið Eykt um uppbyggingu nýs bæjarhluta, án þess að athuga fleiri valkosti. Listinn var afhentur í morgun. 15.2.2006 13:45
Impregilo og starfsmannaleigur sýknuð Impregilo og tvær portúgalskar starfsmannaleigur voru í morgun sýknuð af kröfu AFLs, starfsgreinafélags Austurlands, um greiðslu félagsgjalda og gjalda í sjúkra- og orlofssjóði. 15.2.2006 13:29
Roger Waters til Íslands Roger Waters, fyrrum forsprakki Pink Floyd, heldur tónleikaí Egilshöll 12. júní næst komandi. Þar flytur hann öll helstu lög Pink Floyd, þar á meðal öll lögin af plötunni Dark Side of the Moon. Sú plata hefur selst í þrjátíu og fjórum milljónum eintaka og var rúm ellefu ár samfleytt á lista Billboard yfir 200 mest seldu plötur Bandaríkjanna. 15.2.2006 12:55
Tveir slösuðust í bílslysi Tveir menn slösuðust þegar bíll þeirra valt út af veginum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og ákváðu læknar þar að senda þá áfram með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. 15.2.2006 12:44
Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði Ekkert lát var á hækkun fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og hefur FL Group hækkað um tæp fimmtíu prósent frá áramótum, svo dæmi sé tekið. 15.2.2006 12:08
Unglingspiltar handsamaðir eftir árásir Þrír unglingspiltar réðust í gærkvöldi á konu, sem var nýbúin að taka reiðufé út úr hraðbanka við Fífuhvammsveg í Kópavogi og reyndu að hrifsa af henni veskið. Hún brást hart við, hristi þá af sér og hringdi á lögreglu. 15.2.2006 12:00
Sjúkraflugvélin fjarri þegar hennar var þörf Rúmur klukkutími leið frá því óskað var eftir sjúkraflugi fyrir fárveikt tveggja ára barn í Vestmannaeyjum þar til flugvélin sem sinna átti fluginu kom til Eyja. Flugvélin á að vera þar að staðaldri en var í viðgerð í Reykjavík þegar hennar var þörf. 15.2.2006 11:57
Suðurverk átti lægsta tilboðið Suðurverk ehf átti lægsta tilboð í gatna- og stígagerð lagningu fráveitu-, neysluvatns og veitulagna í fimmta áfanga Vallahverfis í Hafnarfirði. Tilboðið hljómaði upp á 211 milljónir króna en kostnaðaráætlun upp á rúmar 240 milljónir. 15.2.2006 11:45
Frumvarpið samræmist ekki EES-ákvæðum Samtök atvinnulífsins telja að lagafrumvarp um Ríkisútvarpið samræmist ekki ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki og sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga. 15.2.2006 11:16
Mikill áhugi á lóðum í Úlfarsfelli Um 5.500 manns hafa skoðað gögn vegna útboðs á lóðum í Úlfarársdal eða sótt sér geisladisk með gögnunum. Frestur til að skila inn kauptilboðum rennur út klukkan fjögur síðdegis á morgun og verða opnuð hálftíma síðar að þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óska. 15.2.2006 10:38
Öll aðildarfélög styðja samkomulagið Stjórnir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands styðja samkomulag sambandsins við menntamálaráðherra um samstarf í skólamálum. Samkomulagið, sem var gert eftir miklar deilur um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs, hefur verið gagnrýnt af kennurum í mörgum skólum. 15.2.2006 10:29
Vilja flytja inn erfðaefni til kynbóta Bændur í Félagi kúabænda á Suðurlandi vilja að hafinn verði innflutningur á erfðaefni til að kynbæta kúastofninn. Tillaga þessa efnis var samþykkt með 23 atkvæðum gegn tíu á aðalfundi félagsins í gær. 15.2.2006 10:13
Vísitala framleiðsluverðs lækkar Vísitala framleiðsluverðs var 97,1 stig á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og hafði þá lækkað um 0,3 prósentustig frá næsta ársfjórðungi á undan. 15.2.2006 09:24
Straumi hleypt á fyrstu kerin Straumi verður hleypt á fyrstu kerin í stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga klukkan tíu í dag. Þetta er fyrsti hluti stækkunarinnar sem er tekinn í notkun en framleiðslugeta álversins eykst úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. 15.2.2006 09:17
Rúmlega þrjátíu prósent sveitarstórnarmanna konur Konur eru nú um þrjátíu og tvö prósent sveitarstjórnarmanna. Í sveitarstjórnarkosningunum 2002 fór hlutfall kvenna í sveitarstjórnum landsins í fyrsta skipti yfir þrjátíu prósent og í tíu prósent sveitarfélaga eru konur í meirihluta. Þetta kemur fram í stuttri greiningu á hlut kvenna í sveitarstjórnum á kosningarvef félagsmálaráðuneytisins. 15.2.2006 09:15
200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. 15.2.2006 09:15
Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. 15.2.2006 09:00
Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. 15.2.2006 09:00
Vilja segja upp samningum við SAS vegna flugmannadeilu Stórir viðskiptavinir skandinavíska flugfélagsins SAS vilja nú hverjir á fætur öðrum segja upp samningum sínum við félagið vegna langvarandi deilu þess við flugmenn sína. Frá þessu er greint í Jótlandspóstinum. 15.2.2006 08:45
Keyptu 40 prósent fleiri bíla en árið áður Íslendingar slógu öllum Vestur-Evrópumönnum við í bílakaupum í fyrra, sem jukust um rúm 40 prósent frá árinu á undan. Næst mest var aukningin í Danmörku, eða um 20 prósent og þar næst á Írlandi, ellefu prósent. 15.2.2006 08:30
Norðmenn hættir loðnuveiðum Síðasta norska loðnuskipið hélt út úr íslenskri lögsögu í gær, en veiðar norsku skipanna hér við land gengu illa að þessu sinni. Þau voru flest ellefu við veiðar hér og máttu aðeins veiða í nætur, en ekki flottroll. 15.2.2006 08:15
Íslensk börn eru að þyngjast Íslensk börn eru sífellt að þyngjast og dæmi eru um að börn á leikskólaaldri mælist of þung. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi um mataræði grunnskólanema sem Náttúrulækningafélag Íslands stóð fyrir í gærkvöldi. 15.2.2006 08:00
Stígamót ekki alls kostar ánægð með frumvarp um kynferðisbrot Talskona Stígamóta hefur ýmislegt að setja út á nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðisbrot, þó ýmislegt jákvætt sé þar að finna að hennar mati. Afnám fyrningafrests vegna kynferðisbrota gegn börnum er meðal þess sem hún vildi sjá í frumvarpinu. 15.2.2006 08:00
Leita að ömurlegu ljóði Leitin að ömurlegasta ljóðinu er hafin. Það þarf að vera þrjú erindi sem hvert inniheldur fjórar fimmtán atkvæða ljóðlínur. Tekið verður tillit til asnalegra myndlíkinga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunarefnis auk annarra stílbragða ömurðarinnar. 15.2.2006 08:00
Tveir féllu í óeirðum Tveir menn féllu í Pakistan í gær í einhverjum verstu óeirðum sem brotist hafa út í landinu í kjölfar birtingar á skopmyndum af Múhameð spámanni. Öryggisverðir skutu mennina sem reyndu að bera eld að banka í aðgerðum sem beint var gegn Vesturlöndum. 15.2.2006 08:00
Algjört reykingabann á krám Neðri málstofa breska þingsins samþykkti í gær frumvarp til laga um algjört reykingabann á krám og skemmtistöðum á Englandi, sem taka á gildi um mitt næsta ár. Breytingatillaga sem hefði undanskilið krár og veitingastaði sem ekki hefðu mat á boðstólnum var felld. 15.2.2006 07:45
Þrír piltar réðust á konu Þrír unglingspiltar réðust í gærkvöldi á konu, sem var ný búin að taka reiðufé út úr hraðbanka í Kópavogi og reyndu að hrifsa af henni veskið. Hún brást hart við, hristi þá af sér og hringdi á lögreglu. Nokkru síðar ruddust piltarnir, sem eru 14 og 15 ára inn á fund dagmæðra í Kópavogi og ætluðu að ræna þær. 15.2.2006 07:30