Innlent

Íslensk börn eru að þyngjast

Íslensk börn eru sífellt að þyngjast og dæmi eru um að börn á leikskólaaldri mælist of þung. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi um mataræði grunnskólanema sem Náttúrulækningafélag Íslands stóð fyrir í gærkvöldi.

Dr. Erlingur Jóhannsson, hefur í samstarfi við aðra, rannsakað þyngd og lífsstíl 9 og 15 ára gamalla Íslendinga. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að offita og ofþyngd meðal barna hefur aukist mjög á undanförnum árum en í rannsókninni er þyng tveggja árganga, 1988 og 1994 borin saman reglulega frá fæðingu þar til skólagöngu líkur. Allmennt séð er offita meðal barna mun meira áberandi í 1994 árgangnum en 1988 en árgangur 1994 mælist að meðaltali hálfu kílói þyngri við sex og níu ára aldur. Erlingur segir breyttan lífstíl vera ein ástæðu þyngdaraukningar hjá börnum en fyrst og fremst séu það foreldrar sem beri ábyrgð á þyngdaraukningu barna sinna.

Erlingur segir mikill meirihluti þeirra barna sem mælast of þung á unga aldri mælist einnig of þung við 15 ára aldur. Hann segir það áhyggjuefni að sífellt fleiri börn á leikskólaaldri mælist of þung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×