Innlent

Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði

Kauphöllin.
Kauphöllin. MYND/GVA

Ekkert lát var á hækkun fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og hefur FL Group hækkað um tæp fimmtíu prósent frá áramótum, svo dæmi sé tekið.

Hækkun í því félagi slagar í átta prósent á nokkrum dögum og um tæp 50 prósent frá áramótum. Alfesca, sem áður hét SÍF, hækkaði um 7,4 prósent í einum rykk í morgunn. Meðaltalshækkun allra fyrirtækja í úrvalsvísitölunni í Kauphöllinni var tæp 65 prósent allt árið í fyrra, tæp 59 árið þar áður, rúm 56 prósent árið 2002 og tæp 17 prósent árið 2001, eftir að hafa lækkað aldamótaárið. Þessar hækkanir eru langt umfram allt þekkt meðaltal í kauphöllum á öllum Vesturlödnum til þessa.

Sem dæmi um mikla þenslu má nefna KB banka, en verðgildi hans hefur nítjánfaldast á rúmum fjórum árum, sem þýðir að sá sem átti milljón króna hlut í bankanum þá, á nú 19 milljónir. Fjármálasérfræðingar eru þrátt fyrir þetta nokkuð á einu máli um að stöðnun eða lækkun sé ekki í spilunum í bráð að minnstakosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×