Innlent

Þrír piltar réðust á konu

Þrír unglingspiltar réðust í gærkvöldi á konu, sem var ný búin að taka reiðufé út úr hraðbanka í Kópavogi og reyndu að hrifsa af henni veskið. Hún brást hart við, hristi þá af sér og hringdi á lögreglu. Nokkru síðar ruddust piltarnir, sem eru 14 og 15 ára inn á fund dagmæðra í Kópavogi og ætluðu að ræna þær. Þær snérust hinsvegar til varna og yfirbuguðu einn piltinn, en þá hótuðu hinir konunum með skærum, og slepptu þær þá piltinum. Klukkustund síðar fann lögregla piltana eftir myndum, sem náðust af þeim við hraðbankann. Barnaverndaryfirvöldum og foreldrum var gert viðvart, en piltanrir hafa allir gerst bortlegir áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×