Innlent

Er í skoðun hvort ríkið haldi eftir virðisauka af smáskífunni Hjálpum þeim

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að verið sé að skoða hvort ríkið muni halda eftir virðisaukaskatt af söluágóða smáskífunnar Hjálpum þeim, og samskonar verkefnum til styrktar bágstöddum.

Eins og greint var frá í fréttum í gær seldist smáskífan fyrir hátt á 10. milljón en þar af fara um tvær milljónir í virðisaukaskatt sem ríkið heldur eftir. Árni segir að ráðuneytinu hafi borist erindi frá Hjálparstofnun kirkjunnar þar sem þess er farið á leit að ríkið láti virðisaukaskattinn af smáskífunni renna til hjálparstafs í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×