Innlent

Leitað eftir samningi vegna Heilsuverndarstöðvar

MYND/E.Ól
H eilbrigðisráðherra hyggst leita eftir samningum um að starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar verði þar áfram, að minnsta kosti tímabundið, eftir að nýir eigendur taka við húsinu. Ráðherra opnaði í dag nýjan vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í húsinu.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru allar heilsugæslustofnanir á höfuðborgarsvæðinu sameinaðar um áramótin í eina stofnun og í dag var nýr vefur stofunarinnar kynntur. Þar getur fólk meðal annars leitað upplýsinga um hvaða heilsugæslustöð það tilheyrir og einnig skráð sig á tiltekna heilsugæslustöð.

Heilbrigðisráðherra, sem opnaði vefinn, segir þetta skref í rafrænni væðingu heilbrigðiskerfisins. Það sé gríðarlega mikið verkefni fram undan í rafrænni væðingu heilbrigðiskerfisins. Verið sé að vinna að rafrænum lyfseðlum sem sé stórt verkefni sem leiði til mikils hagræðis þegar það verði komið á.

Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg, þar sem meðal annars er að finna mæðravernd, heilsuvernd barna og stjórnsýslu heilsugæslunnar, var seld á síðasta ári og verður hún afhent nýjum eigendum í ágúst. Ekki er enn búið að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en auglýst var eftir húsnæði á dögunum.

Heilbrigðisráðherra býst ekki við að það takist að flytja starfsemina fyrir afhendingu hússin s . Hann segir að reynt verði að ná samningum um að vera lengur í húsinu en heilbrigðisyfirvöld gefi sér góðan tíma til að finna heilsugæslunni húsnæði. Nýir eigendu hafi lýst yfir vilja til að leigja húsið til heilbrigðisstarfsemi áfram og það sé í skoðun.

Aðspurður hvort hugsanlegt sé að starfsemin verði áfram í Heilsuverndarstöðinni segir Jón að svo verði alla vega til bráðabirgða á meðan verið sé að skoða önnur úrræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×