Innlent

Tveir slösuðust í bílslysi

Tveir menn slösuðust þegar bíll þeirra valt út af veginum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og ákváðu læknar þar að senda þá áfram með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík.

Engin sjúkraflugvél er staðsett á Egilsstaðaflugvelli, en vél var send frá Flugfélagi Íslands á Akureyri til Egilsstaða, sem flutti mennina til Reykjavíkur í nótt. Hvorugur þeirra var í lífshættu, en annar var mikið skorinn í andliti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×