Innlent

Rúmlega þrjátíu prósent sveitarstórnarmanna konur

Konur eru nú um þrjátíu og tvö prósent sveitarstjórnarmanna. Í sveitarstjórnarkosningunum 2002 fór hlutfall kvenna í sveitarstjórnum landsins í fyrsta skipti yfir þrjátíu prósent og í tíu prósent sveitarfélaga eru konur í meirihluta. Þetta kemur fram í stuttri greiningu á hlut kvenna í sveitarstjórnum á kosningarvef félagsmálaráðuneytisins. Þar kemur og fram að í um tíu prósent sveitarfélaga sitja engar konur. Jafnast er hlutfall kynjanna á höfuðborgarsvæðinu þar sem hlutfall kvenna í sveitarstjórnum eru fjörtíu og þrjú prósent en ójafnast á Suðurnesjum þar sem það er um tuttugu og fjögur prósent. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef félagsmálaráðuneytisins www.kosningar.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×