Innlent

Keyptu 40 prósent fleiri bíla en árið áður

Nýir bílar á bílasölu.
Nýir bílar á bílasölu. MYND/Vilhelm

Íslendingar slógu öllum Vestur-Evrópumönnum við í bílakaupum í fyrra, sem jukust um rúm 40 prósent frá árinu á undan. Næst mest var aukningin í Danmörku, eða um 20 prósent og þar næst á Írlandi, ellefu prósent.

Heildarsala á 19 markaðssvæðum í Evrópu í fyrra dróst örlítið saman frá fyrra ári. Volkswagen Golf var mest seldi bíll í Evrópu í fyrra en suður-kóreski bíllinn Kia jók markaðshlutdeild sína mest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×