Innlent

Hrottaleg nauðgun í Grafarvogi um helgina

Hrottaleg nauðgun átti sér stað í heimahúsi í Grafarvogi um helgina. Kona um fimmtugt hefur kært ítrekaðar nauðganir og líkamsmeiðingar sem stóðu í marga klukkutíma. Maður á sextugsaldri sem grunaður er um verknaðinn hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.

Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í Grafarvogi snemma á laugardagsmorgunn eftir að fyrrverandi sambýliskona hans hafði kallað eftir hjálp. Konan segir manninn hafa nauðgað sér þrisvar sinnum um nóttina og haldið henni nauðgri á heimili hans þar sem hann beitti hana miklu ofbeldi.

Árásin er talin hafa staðið yfir í átta til níu klukkutíma. Maðurinn læsti hurðum og faldi síma til þess að koma í veg fyrir að konan gæti kallað á hjálp. Þrátt fyrir áverka náði konan að lokum að komast í síma og náði að senda vini sínum sms skilaboð þar sem hún bað um hringt yrði á lögreglu.

Þegar lögreglu bar að garði leit allt út fyrir að vera með kyrrum kjörum í húsinu og enginn svaraði þegar barið var dyra. Það ekki fyrr en konan náði að veifa lögreglumönnum út um glugga sem þeir gátu verið vissir um að ekki var allt með felldu. Blóð var víða í íbúðinni og greinilegt að átök höfðu átt sér stað.

Konan var flutt á bráðamóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana hér á slysadeild landspítalans og hefur hún fengið réttargæslumann skipaðann. Hún er með mikla áverka í andliti og marin og aum um líkamann. Maðurinn neitar sök og segist hafa átt mök við konununa með eðlilegum hætti.

Maðurinn var látinn laus á sunnudag þar það þjóðnaði ekki rannsóknarhagsmunum að halda honum lengur. Hann hefur áður verið kærður fyrir nauðgun og líkamsárás.

Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður konunnar, leggur ríka áherslu að maðurinn verði settur í gæsluvarðhald eða að minnsta kosti í farbann þar sem líkur eru á að maðurinn fari úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×