Innlent

Norðmenn hættir loðnuveiðum

Loðnuveiðar Norðmanna hér við land gengu treglega. Skip þeirra máttu ekki vera við veiðar á þeim svæðum þar sem íslensk skip veiddu vel.
Loðnuveiðar Norðmanna hér við land gengu treglega. Skip þeirra máttu ekki vera við veiðar á þeim svæðum þar sem íslensk skip veiddu vel.

Síðasta norska loðnuskipið hélt út úr íslenskri lögsögu í gær, en veiðar norsku skipanna hér við land gengu illa að þessu sinni. Þau voru flest ellefu við veiðar hér og máttu aðeins veiða í nætur, en ekki flottroll.

Veiðisvæði skipanna var afmarkað þannig að þau máttu ekki veiða fyrir suðurströndinni, þar sem íslensku skipin hafa fengið góðan afla. Veiðisvæðið er nú komið vestur undir Vestmannaeyjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×