Innlent

Straumi hleypt á fyrstu kerin

Frá framkvæmdatímanum þegar unnið var við stækkunina.
Frá framkvæmdatímanum þegar unnið var við stækkunina. MYND/Jón Sigurður

Straumi verður hleypt á fyrstu kerin í stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga klukkan tíu í dag. Þetta er fyrsti hluti stækkunarinnar sem er tekinn í notkun en framleiðslugeta álversins eykst úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn.

Nýi hluti álversins er eingöngu knúinn raforku frá jarðvarma og segja talsmenn Norðuráls það einsdæmi. Orkan kemur frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×