Fleiri fréttir Fundu hass á manni á Akureyrarflugvelli Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í gær eftir að lítið magn af hassi fannst í farangri hans. Lögreglan á Akureyri er með átak í gangi og er grannt fylgst með öllum farþegum og farangri þeirra sem þar fara um. Lögreglan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um þegar það pakkar niður fyrir ferðalagið, því ef dóp sé í töskunum, mun lögreglan finna það. 23.12.2005 09:15 Rumsfeld segir hermönnum fækkað í Írak á næsta ári Bandaríkjaforseti hefur fallist á það að hermönnum verði fækkað í Írak á næsta ári. Þetta sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði hermenn í Fallujah í Írak í dag. 23.12.2005 09:00 Þorskkvóti í Barentshafi dregst saman Heildarafli íslenskra skipa af þorski í Barentshafi dregst saman um tvöhundruð og ellefu tonn á milli ára samkvæmt reglugerð sem Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út. Leyfilegur heildarafli , að teknu tilliti til heimilaðs aukaalfa verður áttaþúsund níuhundruð og fimmtíu tonn. 23.12.2005 09:00 Verið að opna leiðir á Vestfjörðum Á Suðurlandi og Vesturlandi er hálka eða hálkublettur á vegum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Vestfjörðum er verið að opna syðri leiðina frá Reykhólum um Hálsana til Patreksfjarðar og Bíldudals. Einnig er verið að hreinsa á norðaverðum fjörðunum, frá Þingeyri til Ísafjarðar og Bolungarvíkur, einnig um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. 23.12.2005 08:44 Lík í skurði í Brussel af fyrrverandi ráðherra í Rúanda Lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af Juvenal Uwilingmana, fyrrverandi ráðherra í Rúanda. Alþjóðlegur glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna Rúanda ákærði í sumar ráðherrann fyrir þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 en hann var þá yfirmaður þjóðgarða í landinu. 23.12.2005 08:30 Dagur B. Eggertsson víki Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík krefjast þess að Dagur B. Eggertsson víki úr borgarstjórn. Segir í yfirlýsingu sem Ungir framsóknarmenn hafa sent frá sér að þar sem Dagur hafi verið á framboðslista R-listans sem fulltrúi óháðra kjósenda séu forsendur fyrir setu hans í borgarstjórn brostnar og því beri honum að víkja og eðlilegt sé að Jóna Hrönn Bolladóttir varaborgarfulltrúi taki sæti hans. 23.12.2005 08:15 33 árekstrar í Reykjavík í gær Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í gær frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu að kvöldi. Engin slasaðist alvarlega og einungis var um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 23.12.2005 08:00 Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð. 23.12.2005 07:45 Minna en helmingur fjár sem þörf er á kominn til Kasmír Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér og talsmenn hjálparstofnana þar ítrekuðu í gær nauðsyn þess að gripið yrði til aðgerða þegar í stað. Þeir segja annars stórhættu á því að tugþúsundir farist nú þegar vetur er genginn í garð. 23.12.2005 07:30 Jarðlestir ganga á ný í New York Þriggja daga allsherjarverkfalli starfsfólks í almenningssamgöngum í New York lauk í gær eftir að forystumenn stéttarfélags þess samþykktu að störf skyldu hafin á ný þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst nýr kjarasamningur. Jarðlestir hófu að ganga strax á miðnætti í gær en nokkurn tíma tekur að koma öllu kerfinu í gang aftur. 23.12.2005 07:10 Eldur kom upp í rútu í Vogum Eldur kom upp í rútu í Vogum á Vatnsleysuströnd á áttunda tímanum. Ekki er vitað nánar um tildrög eldsins. Rútan stendur í íbúðabyggð en samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki talin hætta á ferðum. Verið er að slökkva eldinn og talið að því verði lokið innan stundar. 23.12.2005 07:00 Játaði manndráp en neitaði ásetningi Ungur maður játaði fyrir dómi að hafa orðið öðrum að bana með því að stinga hann með hnífi. Hann neitar ásetningi. Aðalmeðferð fer fram í janúarlok. Foreldrar látna piltsins gera kröfu um tæpar 5,4 milljónir króna í bætur. 23.12.2005 06:00 Strætó fer nýjar leiðir Orðið við óskum sjónskertra um akstur strætisvagna um Hamrahlíð. 23.12.2005 06:00 33 árekstrar í Reykjavík í dag Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í dag frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu nú í kvöld. Engin slasaðist alvarlega og var einungis um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 22.12.2005 22:49 Þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi Dráttarvél og sorphirðubíll rákust saman á Skagastrandavegi nú í kvöld. Þá valt einnig lítill jeppi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu í dag. Í gær varð svo önnur bílvelta í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi en bíll valt í nágrenni Enniskots. Enginn slasaðist í umferðaróhöppunum. Mikil hálka er nú í Húnavatnssýslunum. 22.12.2005 22:36 Reyndi að snúa á keppinautana Íbúðalánasjóður reyndi að snúa á keppinauta sína á íbúðalánamarkaði með því að bjóða út íbúðabréf á meðan markaður var lokaður. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn gerir það. 22.12.2005 22:06 Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir. Ský á auga getur valdið blindu. Ástæðan eru geimgeislar og hættan eykst eftir því sem menn fljúga lengur og hærra. Áður fyrr flugu farþegavélar í um það bil 20.000 feta hæð en þotur nútímans fljúga í 30-40.000 feta hæð. Læknir segir að flugmenn eigi erfitt með að verjast hinni skaðlegu geislun. 22.12.2005 22:03 Segir það ekki borgarstjóra að ákveða hvort laun hans hækki eða lækki Stefán Jón Hafstein, frambjóðandi til leiðtogasætis Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor segist skilja pólitískar ástæður Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra fyrir því að afsala sér launahækkun frá kjaradómi. Hún hafi hins vegar ekkert átt með það að lækka launin sín sjálf. 22.12.2005 21:33 Engan sakaði þegar bíll valt í Egilsstaðaskógi Bílvelta varð í Egilsstaðaskógi í dag. Ung kona var ein á ferð í bílnum og sakaði hana ekki. Talið er að ísing á veginum hafi orðið til þess að bíllinn valt með þeim afleiðingum að bíllin fór út af veginum og rakst á tré. Bíllinn er mikið skemmdur. 22.12.2005 21:24 Forsætisráðherra undrandi á úrskurði Kjaradóms Forsætisráðherra er undrandi á úrskurði Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna og kallaði formann dómsins, Garðar Garðarson, á teppið í morgun. Óskaði ráðherrann eftir því að Garðar útskýrði ákvörðun sína fyrir þjóðinni. Játti Garðar því. Forystumenn stjórnmálaflokkanna lýsa flestir yfir furðu á dómnum og vera kann að það verði tekið fyrir á Alþingi. 22.12.2005 20:54 Hyggst halda áfram í hungurverkfalli uns kjör öryrkja verða bætt Öryrkinn Sonja Haralds hefur ekki neytt matar í 28 daga og hyggst halda hungurverkfallinu áfram uns kjör öryrkja verða bætt eða hún sjálf deyr. Hún hefur gengið þannig frá málum að ef ástand hennar verður lífshættulegt má ekki gera tilraunir til að lífga hana við. Aðstoðarlandlæknir segir fólk ráða lífi sínu og ekki sé hægt að þvinga það til að þiggja læknismeðferð. 22.12.2005 20:48 Ráðherra finnst látinn í skipaskurði í Brussel Staðfest hefur verið að lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af fyrrverandi ráðherra í Rúanda 22.12.2005 20:32 Íslensk tónlist selst vel fyrir jólin Íslensk tónlist selst eins og heitar lummur nú fyrir jólin enda er það vinsælt að gefa hljómplötur með íslenskum tónlistarmönnum í jólagjöf. Sala á íslenskri tónlist hefur aukist ár frá ári. 22.12.2005 20:22 Fá 50% meiri launahækkun en ófaglært verkafólk Ráðherrar og þingmenn fá 50% meiri launahækkun en verkafólk á árinu. Laun forsætisráðherra hækka um rúm 10% frá janúar á þessu ári fram í janúar á næsta ári en laun ófaglærðs verkafólks hækka hins vegar um tæp 7% á sama tíma. 22.12.2005 20:15 Ekki náðaður Dómsmálayfirvöld í Michigan í Bandaríkjunum höfnuðu í dag beiðni Jacks Kevorkians um náðun. Hann á ekki rétt á reynslulausn fyrr en 2007 en Kevorkian var árið 1999 dæmdur í 10-25 ára fangelsi fyrir líknardráp. Kevorkian þjáist af háum blóðþrýstingi, gigt og lifrarbólgu C. Náðunarnefnd Michigan samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur að beina þeim tilmælum til ríkisstjórans, Jennifer Granholm, að hafna beiðninni. Kevorkian er 77 ára, fyrrverandi læknir. Hann var dæmdur fyrir að gefa manni, sem þjáðist af Lou Gehrig-sjúkdómi, banvæna sprautu árið 1998 22.12.2005 19:59 Má veiða 909 hreindýr Heimilt verður að veiða allt að 909 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2006, auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm. 22.12.2005 19:21 Verð og gæði misjöfn Það er misjafnt hvað fólk leggur mikið upp úr því að hafa jólagjafirnar fallega innpakkaðar. Verð og gæði pappírsins eru líka afar misjöfn. 22.12.2005 19:18 Leikskólakennarar ætla að segja upp störfum Leikskólakennarar á sex leikskólum í Grafarvogi hafa ákveðið að segja upp störfum vegna lágra launa frá og með 1. janúar og er óttast að holskefla uppsagna verði staðreynd á nýju ári. Aðstoðarleikskólastjóri á leikskóla í borginni segir leikskólakennara langþreytta. Hækka verði laun þeirra til að koma í veg fyrir stórflótta úr stéttinni 22.12.2005 18:39 Bíll veltur í Hveradalabrekku Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar jepplingur valt í Hveradalabrekkunni á leið upp á Hellisheiði um fjögurleytið í dag. Í bílnum voru auk ökumanns tvö börn. Voru allir þó fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Selfossi. Bíllinn fór tæpar tvær veltur og segir lögreglan að óhappið megi rekja til hálku. 22.12.2005 18:12 Ný stjórn P. Samúelssonar kosin Ný stjórn hefur verið kosin fyrir P. Samúelsson hf. í ljósi breytts eignarhalds. 22.12.2005 17:46 Hefja störf að nýju Verkalýðsfélag starfsmanna í almenningssamgöngum í New York hefur fallist á að félagsmenn hefji störf að nýju. Sáttasemjarar New York-ríkis greindu frá þessu fyrir stundu og sögðu að forystumenn verkalýðsfélagsins og yfirvöld samgangna hefðu fallist á að hefja viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna. Borgarstjóri hefur sagt afar mikilvægt að samgöngukerfið leggist ekki af en viðskipti vegna verkfalls hafa snarminnkað síðust þrjá daga. 22.12.2005 17:43 Sætanýting Sterling undir áætlunum Sætanýting danska flugfélagsins Sterling í nóvember var aðeins 68%. En áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir 80% sætanýtingu en það þurfti svo afkoman yrði jákvæð. Upplýsingafulltrúi Sterling, segir helstu ástæður lélegrar sætanýtingar vera að félagið gangi í gegnum miklar breytingar um þessar mundir. Nú standi yfir sameining við Maersk Air og einnig hafi félagið lagt niður flugleiðir þar sem bæði Maersk og Sterling flugu áður. 22.12.2005 17:26 Ætlar að fækka hermönnum í Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að herinn muni innan skamms halda áfram að fækka lítillega í liði sínu í landinu með því að hætt verði við að senda þangað tvær herdeildir. Verði af þessu er það í fyrsta sinn sem varnarmálaráðuneytið fækkar hermönnum í Írak niður fyrir 138.000 manna markið, sem talið hefur verið lágmark. George Bush forseti hefur aftur á móti hafnað því að ræða um tímasetningar á brotthvarfi herliðs og sagt að slíkt myndi einungis egna uppreisnarmenn. Um 2200 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak síðan herinn ruddist þar inn árið 2003. 22.12.2005 17:12 Fjölgar í Ache-héraði í Indónesíu Óvenju margar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. 22.12.2005 16:57 Verkfallið stendur enn yfir Engin málamiðlun náðist eftir fyrsta fund fulltrúa verkalýðsfélags starfsmanna almenningssamganga og forsvarsmanna samgönguyfirvalda í New York, sem haldinn var í morgun en verkfall hefur staðið yfir í þrjá daga. Viðskipti vegna verkfallsins hafa dregist mikið saman. 22.12.2005 16:51 Norski hrefnukvótinn aukinn Norski hrefnukvótinn fyrir næsta ár telur eitt þúsund fimmtíu og tvö dýr sem er aukning um tvöhundruð og fimmtíu dýr. Norski sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, segir þetta vera í samræmi við vilja Stórþingsins og að með aukningunni sé hrefnustofninum haldið innan vistfræðilegra marka 22.12.2005 16:45 Þrír palestínumenn drepnir Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakka Jórdanar í nótt. Herinn segist hafa skotið mennina þrjá þegar þeir reyndu að flýja þegar hermenn komu til að handtaka þá. Hafa palestínsk yfirvöld fordæmt árásina en búist er við að árásarinnar verði hefnt. 22.12.2005 16:07 Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Bergur Þorri Benjamínsson stjórnarmaður í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjöri sem fram fer þann 5. febrúar. Bergur Þorri er 26 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. 22.12.2005 16:01 Nýtt flugfélag stofnað í Færeyjum FaroeJet, nýtt færeyskt flugfélag, hefur leigt sér farþegaþotu og tekur að óbreyttu til starfa í mars. Stefna eigendanna er að ná 30% markaðshlutdeild á flugleiðinni milli Voga og Kaupmannahafnar. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur verið einrátt markaðinum um skeið og má því búast við verðstríði á næstu mánuðum. Þetta er í þriðja sinn síðan 1987 sem Atlantic Airways fær samkeppni en önnur félög hafa alltaf farið á hausinn. Stjórnendur Atlantic Airways þess segja ekkert annað í stöðunni en að taka slaginn enn einu sinni. 22.12.2005 15:52 Reifst og skammaðist í réttarsalnum Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, segist ítrekað hafa verið barinn á meðan hann var í vörslu Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld segja það lygi og staðhæfingar Husseins fáránlegar. 22.12.2005 15:42 Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 15:22 BSRB styrkja Mannréttindaskrifstofu BSRB afhenti Mannréttindaskrifstofu Íslands í dag einnar milljón króna styrk til reksturs skrifstofunnar í ár. 22.12.2005 15:15 Norræna ráðherranefndin opnar skrifstofu í Kaliningrad Norræna ráðherranefndin hefur opnað skrifstofur í Kaliningrad. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í að styrkja samstarf á Eystrasaltssvæðinu öllu. Norræna ráðherranefndin hefur síðan 1991 starfrækt skrifstofu í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna og í Pétursborg síðan 1995. Kaliningrad er rússneskt landsvæði sem þó er ekki beinlínis inni í Rússlandi heldur á landamæri að Litháen til norðurs og Póllandi til suðurs. 22.12.2005 15:08 Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni, halda henni í gíslingu í þrjár vikur og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 14:55 Svæðin verða friðuð Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna (Ásgeirstungna) norðan Langjökuls og Hofsjökuls. 22.12.2005 14:40 Sjá næstu 50 fréttir
Fundu hass á manni á Akureyrarflugvelli Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í gær eftir að lítið magn af hassi fannst í farangri hans. Lögreglan á Akureyri er með átak í gangi og er grannt fylgst með öllum farþegum og farangri þeirra sem þar fara um. Lögreglan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um þegar það pakkar niður fyrir ferðalagið, því ef dóp sé í töskunum, mun lögreglan finna það. 23.12.2005 09:15
Rumsfeld segir hermönnum fækkað í Írak á næsta ári Bandaríkjaforseti hefur fallist á það að hermönnum verði fækkað í Írak á næsta ári. Þetta sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði hermenn í Fallujah í Írak í dag. 23.12.2005 09:00
Þorskkvóti í Barentshafi dregst saman Heildarafli íslenskra skipa af þorski í Barentshafi dregst saman um tvöhundruð og ellefu tonn á milli ára samkvæmt reglugerð sem Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út. Leyfilegur heildarafli , að teknu tilliti til heimilaðs aukaalfa verður áttaþúsund níuhundruð og fimmtíu tonn. 23.12.2005 09:00
Verið að opna leiðir á Vestfjörðum Á Suðurlandi og Vesturlandi er hálka eða hálkublettur á vegum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Vestfjörðum er verið að opna syðri leiðina frá Reykhólum um Hálsana til Patreksfjarðar og Bíldudals. Einnig er verið að hreinsa á norðaverðum fjörðunum, frá Þingeyri til Ísafjarðar og Bolungarvíkur, einnig um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. 23.12.2005 08:44
Lík í skurði í Brussel af fyrrverandi ráðherra í Rúanda Lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af Juvenal Uwilingmana, fyrrverandi ráðherra í Rúanda. Alþjóðlegur glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna Rúanda ákærði í sumar ráðherrann fyrir þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 en hann var þá yfirmaður þjóðgarða í landinu. 23.12.2005 08:30
Dagur B. Eggertsson víki Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík krefjast þess að Dagur B. Eggertsson víki úr borgarstjórn. Segir í yfirlýsingu sem Ungir framsóknarmenn hafa sent frá sér að þar sem Dagur hafi verið á framboðslista R-listans sem fulltrúi óháðra kjósenda séu forsendur fyrir setu hans í borgarstjórn brostnar og því beri honum að víkja og eðlilegt sé að Jóna Hrönn Bolladóttir varaborgarfulltrúi taki sæti hans. 23.12.2005 08:15
33 árekstrar í Reykjavík í gær Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í gær frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu að kvöldi. Engin slasaðist alvarlega og einungis var um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 23.12.2005 08:00
Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð. 23.12.2005 07:45
Minna en helmingur fjár sem þörf er á kominn til Kasmír Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér og talsmenn hjálparstofnana þar ítrekuðu í gær nauðsyn þess að gripið yrði til aðgerða þegar í stað. Þeir segja annars stórhættu á því að tugþúsundir farist nú þegar vetur er genginn í garð. 23.12.2005 07:30
Jarðlestir ganga á ný í New York Þriggja daga allsherjarverkfalli starfsfólks í almenningssamgöngum í New York lauk í gær eftir að forystumenn stéttarfélags þess samþykktu að störf skyldu hafin á ný þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst nýr kjarasamningur. Jarðlestir hófu að ganga strax á miðnætti í gær en nokkurn tíma tekur að koma öllu kerfinu í gang aftur. 23.12.2005 07:10
Eldur kom upp í rútu í Vogum Eldur kom upp í rútu í Vogum á Vatnsleysuströnd á áttunda tímanum. Ekki er vitað nánar um tildrög eldsins. Rútan stendur í íbúðabyggð en samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki talin hætta á ferðum. Verið er að slökkva eldinn og talið að því verði lokið innan stundar. 23.12.2005 07:00
Játaði manndráp en neitaði ásetningi Ungur maður játaði fyrir dómi að hafa orðið öðrum að bana með því að stinga hann með hnífi. Hann neitar ásetningi. Aðalmeðferð fer fram í janúarlok. Foreldrar látna piltsins gera kröfu um tæpar 5,4 milljónir króna í bætur. 23.12.2005 06:00
Strætó fer nýjar leiðir Orðið við óskum sjónskertra um akstur strætisvagna um Hamrahlíð. 23.12.2005 06:00
33 árekstrar í Reykjavík í dag Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í dag frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu nú í kvöld. Engin slasaðist alvarlega og var einungis um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 22.12.2005 22:49
Þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi Dráttarvél og sorphirðubíll rákust saman á Skagastrandavegi nú í kvöld. Þá valt einnig lítill jeppi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu í dag. Í gær varð svo önnur bílvelta í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi en bíll valt í nágrenni Enniskots. Enginn slasaðist í umferðaróhöppunum. Mikil hálka er nú í Húnavatnssýslunum. 22.12.2005 22:36
Reyndi að snúa á keppinautana Íbúðalánasjóður reyndi að snúa á keppinauta sína á íbúðalánamarkaði með því að bjóða út íbúðabréf á meðan markaður var lokaður. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn gerir það. 22.12.2005 22:06
Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir. Ský á auga getur valdið blindu. Ástæðan eru geimgeislar og hættan eykst eftir því sem menn fljúga lengur og hærra. Áður fyrr flugu farþegavélar í um það bil 20.000 feta hæð en þotur nútímans fljúga í 30-40.000 feta hæð. Læknir segir að flugmenn eigi erfitt með að verjast hinni skaðlegu geislun. 22.12.2005 22:03
Segir það ekki borgarstjóra að ákveða hvort laun hans hækki eða lækki Stefán Jón Hafstein, frambjóðandi til leiðtogasætis Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor segist skilja pólitískar ástæður Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra fyrir því að afsala sér launahækkun frá kjaradómi. Hún hafi hins vegar ekkert átt með það að lækka launin sín sjálf. 22.12.2005 21:33
Engan sakaði þegar bíll valt í Egilsstaðaskógi Bílvelta varð í Egilsstaðaskógi í dag. Ung kona var ein á ferð í bílnum og sakaði hana ekki. Talið er að ísing á veginum hafi orðið til þess að bíllinn valt með þeim afleiðingum að bíllin fór út af veginum og rakst á tré. Bíllinn er mikið skemmdur. 22.12.2005 21:24
Forsætisráðherra undrandi á úrskurði Kjaradóms Forsætisráðherra er undrandi á úrskurði Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna og kallaði formann dómsins, Garðar Garðarson, á teppið í morgun. Óskaði ráðherrann eftir því að Garðar útskýrði ákvörðun sína fyrir þjóðinni. Játti Garðar því. Forystumenn stjórnmálaflokkanna lýsa flestir yfir furðu á dómnum og vera kann að það verði tekið fyrir á Alþingi. 22.12.2005 20:54
Hyggst halda áfram í hungurverkfalli uns kjör öryrkja verða bætt Öryrkinn Sonja Haralds hefur ekki neytt matar í 28 daga og hyggst halda hungurverkfallinu áfram uns kjör öryrkja verða bætt eða hún sjálf deyr. Hún hefur gengið þannig frá málum að ef ástand hennar verður lífshættulegt má ekki gera tilraunir til að lífga hana við. Aðstoðarlandlæknir segir fólk ráða lífi sínu og ekki sé hægt að þvinga það til að þiggja læknismeðferð. 22.12.2005 20:48
Ráðherra finnst látinn í skipaskurði í Brussel Staðfest hefur verið að lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af fyrrverandi ráðherra í Rúanda 22.12.2005 20:32
Íslensk tónlist selst vel fyrir jólin Íslensk tónlist selst eins og heitar lummur nú fyrir jólin enda er það vinsælt að gefa hljómplötur með íslenskum tónlistarmönnum í jólagjöf. Sala á íslenskri tónlist hefur aukist ár frá ári. 22.12.2005 20:22
Fá 50% meiri launahækkun en ófaglært verkafólk Ráðherrar og þingmenn fá 50% meiri launahækkun en verkafólk á árinu. Laun forsætisráðherra hækka um rúm 10% frá janúar á þessu ári fram í janúar á næsta ári en laun ófaglærðs verkafólks hækka hins vegar um tæp 7% á sama tíma. 22.12.2005 20:15
Ekki náðaður Dómsmálayfirvöld í Michigan í Bandaríkjunum höfnuðu í dag beiðni Jacks Kevorkians um náðun. Hann á ekki rétt á reynslulausn fyrr en 2007 en Kevorkian var árið 1999 dæmdur í 10-25 ára fangelsi fyrir líknardráp. Kevorkian þjáist af háum blóðþrýstingi, gigt og lifrarbólgu C. Náðunarnefnd Michigan samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur að beina þeim tilmælum til ríkisstjórans, Jennifer Granholm, að hafna beiðninni. Kevorkian er 77 ára, fyrrverandi læknir. Hann var dæmdur fyrir að gefa manni, sem þjáðist af Lou Gehrig-sjúkdómi, banvæna sprautu árið 1998 22.12.2005 19:59
Má veiða 909 hreindýr Heimilt verður að veiða allt að 909 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2006, auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm. 22.12.2005 19:21
Verð og gæði misjöfn Það er misjafnt hvað fólk leggur mikið upp úr því að hafa jólagjafirnar fallega innpakkaðar. Verð og gæði pappírsins eru líka afar misjöfn. 22.12.2005 19:18
Leikskólakennarar ætla að segja upp störfum Leikskólakennarar á sex leikskólum í Grafarvogi hafa ákveðið að segja upp störfum vegna lágra launa frá og með 1. janúar og er óttast að holskefla uppsagna verði staðreynd á nýju ári. Aðstoðarleikskólastjóri á leikskóla í borginni segir leikskólakennara langþreytta. Hækka verði laun þeirra til að koma í veg fyrir stórflótta úr stéttinni 22.12.2005 18:39
Bíll veltur í Hveradalabrekku Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar jepplingur valt í Hveradalabrekkunni á leið upp á Hellisheiði um fjögurleytið í dag. Í bílnum voru auk ökumanns tvö börn. Voru allir þó fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Selfossi. Bíllinn fór tæpar tvær veltur og segir lögreglan að óhappið megi rekja til hálku. 22.12.2005 18:12
Ný stjórn P. Samúelssonar kosin Ný stjórn hefur verið kosin fyrir P. Samúelsson hf. í ljósi breytts eignarhalds. 22.12.2005 17:46
Hefja störf að nýju Verkalýðsfélag starfsmanna í almenningssamgöngum í New York hefur fallist á að félagsmenn hefji störf að nýju. Sáttasemjarar New York-ríkis greindu frá þessu fyrir stundu og sögðu að forystumenn verkalýðsfélagsins og yfirvöld samgangna hefðu fallist á að hefja viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna. Borgarstjóri hefur sagt afar mikilvægt að samgöngukerfið leggist ekki af en viðskipti vegna verkfalls hafa snarminnkað síðust þrjá daga. 22.12.2005 17:43
Sætanýting Sterling undir áætlunum Sætanýting danska flugfélagsins Sterling í nóvember var aðeins 68%. En áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir 80% sætanýtingu en það þurfti svo afkoman yrði jákvæð. Upplýsingafulltrúi Sterling, segir helstu ástæður lélegrar sætanýtingar vera að félagið gangi í gegnum miklar breytingar um þessar mundir. Nú standi yfir sameining við Maersk Air og einnig hafi félagið lagt niður flugleiðir þar sem bæði Maersk og Sterling flugu áður. 22.12.2005 17:26
Ætlar að fækka hermönnum í Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að herinn muni innan skamms halda áfram að fækka lítillega í liði sínu í landinu með því að hætt verði við að senda þangað tvær herdeildir. Verði af þessu er það í fyrsta sinn sem varnarmálaráðuneytið fækkar hermönnum í Írak niður fyrir 138.000 manna markið, sem talið hefur verið lágmark. George Bush forseti hefur aftur á móti hafnað því að ræða um tímasetningar á brotthvarfi herliðs og sagt að slíkt myndi einungis egna uppreisnarmenn. Um 2200 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak síðan herinn ruddist þar inn árið 2003. 22.12.2005 17:12
Fjölgar í Ache-héraði í Indónesíu Óvenju margar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. 22.12.2005 16:57
Verkfallið stendur enn yfir Engin málamiðlun náðist eftir fyrsta fund fulltrúa verkalýðsfélags starfsmanna almenningssamganga og forsvarsmanna samgönguyfirvalda í New York, sem haldinn var í morgun en verkfall hefur staðið yfir í þrjá daga. Viðskipti vegna verkfallsins hafa dregist mikið saman. 22.12.2005 16:51
Norski hrefnukvótinn aukinn Norski hrefnukvótinn fyrir næsta ár telur eitt þúsund fimmtíu og tvö dýr sem er aukning um tvöhundruð og fimmtíu dýr. Norski sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, segir þetta vera í samræmi við vilja Stórþingsins og að með aukningunni sé hrefnustofninum haldið innan vistfræðilegra marka 22.12.2005 16:45
Þrír palestínumenn drepnir Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakka Jórdanar í nótt. Herinn segist hafa skotið mennina þrjá þegar þeir reyndu að flýja þegar hermenn komu til að handtaka þá. Hafa palestínsk yfirvöld fordæmt árásina en búist er við að árásarinnar verði hefnt. 22.12.2005 16:07
Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Bergur Þorri Benjamínsson stjórnarmaður í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjöri sem fram fer þann 5. febrúar. Bergur Þorri er 26 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. 22.12.2005 16:01
Nýtt flugfélag stofnað í Færeyjum FaroeJet, nýtt færeyskt flugfélag, hefur leigt sér farþegaþotu og tekur að óbreyttu til starfa í mars. Stefna eigendanna er að ná 30% markaðshlutdeild á flugleiðinni milli Voga og Kaupmannahafnar. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur verið einrátt markaðinum um skeið og má því búast við verðstríði á næstu mánuðum. Þetta er í þriðja sinn síðan 1987 sem Atlantic Airways fær samkeppni en önnur félög hafa alltaf farið á hausinn. Stjórnendur Atlantic Airways þess segja ekkert annað í stöðunni en að taka slaginn enn einu sinni. 22.12.2005 15:52
Reifst og skammaðist í réttarsalnum Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, segist ítrekað hafa verið barinn á meðan hann var í vörslu Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld segja það lygi og staðhæfingar Husseins fáránlegar. 22.12.2005 15:42
Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 15:22
BSRB styrkja Mannréttindaskrifstofu BSRB afhenti Mannréttindaskrifstofu Íslands í dag einnar milljón króna styrk til reksturs skrifstofunnar í ár. 22.12.2005 15:15
Norræna ráðherranefndin opnar skrifstofu í Kaliningrad Norræna ráðherranefndin hefur opnað skrifstofur í Kaliningrad. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í að styrkja samstarf á Eystrasaltssvæðinu öllu. Norræna ráðherranefndin hefur síðan 1991 starfrækt skrifstofu í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna og í Pétursborg síðan 1995. Kaliningrad er rússneskt landsvæði sem þó er ekki beinlínis inni í Rússlandi heldur á landamæri að Litháen til norðurs og Póllandi til suðurs. 22.12.2005 15:08
Tveir menn dæmdir til dauða í Afganistan Tveir menn voru dæmdir til dauða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag fyrir að ræna ítölska hjálparstarfsmanninum Clementinu Cantoni, halda henni í gíslingu í þrjár vikur og myrða son kaupsýslumanns frá Afganistan. 22.12.2005 14:55
Svæðin verða friðuð Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna (Ásgeirstungna) norðan Langjökuls og Hofsjökuls. 22.12.2005 14:40