Innlent

Bíll veltur í Hveradalabrekku

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar jepplingur valt í Hveradalabrekkunni á leið upp á Hellisheiði um fjögurleytið í dag. Í bílnum voru auk ökumanns tvö börn. Voru allir þó fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Selfossi. Bíllinn fór tæpar tvær veltur og segir lögreglan að óhappið megi rekja til hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×