Innlent

Engan sakaði þegar bíll valt í Egilsstaðaskógi

Bílvelta varð í Egilsstaðaskógi í dag. Ung kona var ein á ferð í bílnum og sakaði hana ekki. Talið er að ísing á veginum hafi orðið til þess að bíllinn valt með þeim afleiðingum að bíllin fór út af veginum og rakst á tré. Bíllinn er mikið skemmdur.

Þá valt olíuflutningabíll í nágrenni Egilsstaða í gær. Bílstjóra og farþega sakaði ekki en bíllinn er mikið skemmdur. Olíuflutningabíllinn var að keyra niður brekku í átt að bænum Bót. Mikil hálka var á veginum en bílstjórinn missti stjórn á bílnum í hálkunni og hafnaði bíllinn utanvegar á hliðinni. Nokkur hætta skapaðist vegna bensín og díselolíuleka frá bílnum en talið er að nokkur hundruðir lítrar af bensíni hafi lekið af bílnum. Dælubíll kom svo á staðinni og tæmdi bílinn sem var síðan reistur við og fluttur til Egilsstaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×