Innlent

Verð og gæði misjöfn

Það er misjafnt hvað fólk leggur mikið upp úr því að hafa jólagjafirnar fallega innpakkaðar. Verð og gæði pappírsins eru líka afar misjöfn.

Enginn gefur jólagjöf án þess að henni sé pakkað inn en óhætt er að segja að hæfileikarnir til innpökkunar eru mismiklir. Eins er hægt að eyða mismiklum peningum í umbúðirnar sem fara utan um jólagjafirnar. Í Pennanum Eymundsson í Hallarmúla er mikið úrval af pappír og öðrum sem þarf til að gera jólapakkann klárann. NFS skoðaði þar verðið á tveimur innkaupkörfum. Í fyrri körfunni voru þrjár rúllur af skrautböndum, fimmtán metrar af jólapappír og tuttugu og fimm merkimiðar. Pappírsmetrarnir fimmtán voru á aðeins tveimur rúllum og eru ætlaðir til þess að vera ódýr lausn. Í hinni körfunni voru dýrari vörur og var pappírinn margskonar á átta rúllum. Þrjár gerðir voru af skrautböndum og átján merkimiðar með glimmeri og skrauti. Í Krónunni kostuðu átta rúllur, samtals með sextán metrum af jólapappír, átján merkimiðar og þrjár rúllur af skrautböndum fimmtán hundruð fjörtíu og sex krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×