Fleiri fréttir

Fótspor frá ísöld

Vísindamenn rannsaka nú fótspor eftir hóp af fólki sem gekk um óbyggðir Ástralíu á síðustu ísöld. Á sporunum má sjá að börn hafa hlaupið í hringi í kringum foreldra sína, sem héldu beinni stefnu.

Sífellt fleiri vilja skötu

Það hefur færst í aukana síðastliðin ár að fólk borði skötu á Þorláksmessu og er þessi vestfirski siður einna langlífastur allra íslenskra jólasiða. Vestfirðingar vilja skötuna vel kæsta og borða með henni hnoðmör en vinsælust er millikæst skata, jafnvel söltuð með hamsatólg og kartöflum.

Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi

Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi.

Börðu mann til óbóta

Tveir lögreglumenn í New Orleans hafa verið reknir úr starfi fyrir að berja menn til óbóta eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir borgina.

Segir Hvíta Húsið ljúga

Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein. Sjálfur stendur hann hins vegar fast við sitt og segir talsmenn Hvíta Hússins lygara.

74 sveitarfélög innheimta hæsta útsvar

74 sveitarfélög innheimta hæsta leyfilega útsvar af íbúum sínum á næsta ári en það er 13,03 prósent. Þrjú sveitarfélög innheimta hins vegar lægsta útsvar sem þeim er heimilt. Það eru Ásahreppur, Helgafellssveit og Skorradalshreppur þar sem útsvarið er 11,24 prósent.

Annan reiður

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn.

Samið um fiskveiðikvótann

Samkomulag náðist um fiskveiðikvóta Evrópusambandsins í gær, eftir þriggja daga fundarhöld. Þorskveiðikvótinn verður minnkaður um fimmtán prósent á næsta ári.

Kristján Þór vill fyrsta sætið

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð.

Stjórnar ekki al-Qaeda

Osama Bin Laden heldur ekki utan um stjórn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna um þessar mundir. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Rumsfeld sagðist telja öruggt að ef Bin Laden væri á lífi, færi mestur hans tími í að flýja.

Neita að hafa pyntað Saddam

Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein á meðan hann hefur verið í gæsluvarðhaldi.

Landsmenn að verða 300 þúsund

Landsmenn verða að öllum líkindum orðnir 300 þúsund talsins innan tveggja mánaða. Landsmenn voru orðnir 299.404 1. desember og hafði þá fjölgað um rúmlega sex þúsund á einu ári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Annan skammar breskan blaðamann

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn.

Verkfallið stendur enn

Allt stefnir í að þriðja daginn í röð liggi allar almennings samgöngur niðri í New York. Verkfall starfsmanna strætisvagna og lesta stendur enn og ekkert útlit er fyrir að því ljúki alveg í bráð.

Tveir í viðbót látnir úr fuglaflensu

Tvö ný dauðsföll af völdum fuglaflensu hafa verið staðfest í Indónesíu. Rannsóknarstofa í Bandaríkjunum staðfesti í morgun að banamein þrjátíu og níu ára gamals manns og átta ára drengs í síðustu viku hefði verið fuglaflensa. Þar með hafa ellefu manns látist úr flensunni í Indónesíu.

Gestur Guðjónsson býður sig fram

Gestur Guðjónsson býður sig fram í þriðja sætið á lista Framsóknarflokknins í prófköri flokksins í janúar. Gestur hefur starfað sem umhverfis- og öryggisfulltrúi hjá Olíudreifingu frá árinu 1998. Hann er með meistaragráðu í umhverfisverkefræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur setið í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá því árið 2003. Gestur er í sambúð og á eitt barn.

Tveir Palestínumenn féllu

Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermennirnir gerðu áhlaup á hús meintra uppreisnarmanna og að sögn vitna hófu þeir skothríð á þrjá menn sem reyndu að flýja. Tveir létust, en ekkert er vitað um ástand þess þriðja. Á áttunda tímanum slösuðust svo fimm ísraelskir hermenn á Gaza þegar uppreisnarmenn skutu úr sprengjuvörpu á herstöð.

Vill endurskoða gjaldskrá presta

Umboðsmaður Alþingis vill að dóms- og kirkjumálaráðuneytið taki gjaldskrá fyrir aukaverk presta til endurskoðunar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns í máli manns sem leitaði til hans vegna gjalds sem hann var rukkaður um fyrir fermingu barns síns.

Gæsluvarðhald yfir Albana stytt

Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albana sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag í fyrra. Maðurinn bíður framsals til Grikklands og hafði héraðsdómur úrskurðað hann í gæsluvarðhald til þrettánda janúar.

Annríki hjá slökkviliði Reykjavíkur

Mikið annríki var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Tilkynnt var um mikinn reyk í íbúð við Hringbraut um kl. 22.30 í gærkvöld. Í fyrstu var talið að maður væri meðvitundalaus í íbúðinni

Hafa hækkað tvöfalt á við aðra

Laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað tvöfalt meira en launavísitala síðustu sjö árin. Laun ráðherra hafa hækkað um 103 prósent og laun þingmanna um 102 prósent á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 51 prósent að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þjófur sætti lagi með­an enginn var heima

Ung kona í Reykjavík lenti í að brotist var inn hjá henni um hábjartan dag ­með­an­ hún brá sér frá. Þrjár vikur voru síðan hún keypti sér nýja fartölvu. Nýlega var gripinn þjófur sem bankaði upp á í húsum til að gá hvort einhver væri heima.

Eldur kom upp í íbúð í Vesturbæ

Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um eld í íbúð í Vesturbæ rétt í þessu. Slökkvilið er komið á staðinn og er að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað að svo stöddu hvort einhverjir hafi verið fluttir á slysadeild.

Aukin áfengisneysla í desember

Neysla áfengis eykst mikið í kringum jólin enda tilefnin æri mörg til að fá sér í glas. Lýðheilsustofnunin hefur hafið auglýsingaherferð til að minna fólk á að gæta varúðar í meðferð áfengis.

Stóriðjufyrirtæki borga meira

Samtök Atvinnulífsins gagnrýna harðlega að kostnaður fyrirtækja vegna eftirlits við stóriðjuframkvæmdir, á Kárahnjúkum og á Reyðarfirði, sé 30% hærri en kostnaður annarra fyrirtækja. Pétur Reimarsson, verkefnastjóri hjá SA, segir það rökleysu hjá Heilbriðigðiseftirlitinu eystra að rukka eitt eftirlita á landinu hærra fyrir fyrirtæki í stóriðju.

Hvítabirnum fækkar hratt vegna bráðnun íss á Norðurslóðum

Bráðnun íss á norðurslóðum er farin að valda dauða hvítabjarna og ekkert bendir til annars en að þeim haldi áfram að fækka. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir að um sé að ræða óhjákvæmilega afleiðingu hlýnunarskeiðs sem verulega varð vart við fyrir fjórum árum.

Leikskólabörn læra um jólahefðir fyrr á öldum

Leikskólabörn streyma á byggðasafnið í Hafnarfirði til að sjá hvernig jólin voru haldin fyrir 200 árum. Margt hefur breyst hér á landi síðustu 200 árin og eru jólin þar engin undantekning. Á Byggðasafninu í Hafnarfirði er tekið á móti sex barnahópum á dag frá því fyrsti jólasveinninn kemur til byggða og fram á Þorláksmessu. Börnunum er sagt frá jólunum eins og þau voru í Sívertsenhúsinu fyrir tveimur öldum.

Vill að íslenskir friðargæsluliðar sinni borgaralegri friðagæslu

Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir að það skapi hættu fyrir hjálparstarfsmenn þegar friðargæsluliðar sinna neyðar- og þróunaraðstoð eins og íslenskir friðargæslumenn gera í Afganistan. Hann segir það skoðun sína að Íslendingar eigi fremur að leggja áherslu á borgaralega friðargæslu en vopnaða.

Elton John staðfesti samvist sína

Tónlistarmaðurinn Elton John og kærasti hans David Furnish voru meðal 700 samkynhneygðra para sem staðfestu samvist sína með formlegum hætti í Bretlandi í dag.

Banna skólaböll fram á næsta haust

Lögregla bannar nemendum Menntaskólans við Sund að halda skólaböll fram á næsta haust vegna mikillar áfengisneyslu og óláta. Nemendur og rektor skólans eru ósáttir við ákvörðunina.

Ummæli Péturs ósmekkleg

Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir ummæli Péturs Blöndal alþingismanns í DV í dag, þar sem hann fullyrðir að útlendingar líti á mæðrastyrksnefnd sem tekjuölfun fyrir jól, ósmekkleg. Formaður mæðrastyrksnefndar segir Pétur lifa í öðrum heimi en annað fólk og við því sé ekkert að gera.

Búið að slökkva eldinn í Ísnet í Hafnarfirði

Búið er að slökkva brunann í netafyrirtækinu Ísnet við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Tilkynnt var um brunann um klukkan sjö í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Ekki er vitað um tjón að svo stöddu.

Fjögurra bíla árekstur á Kringlumýrabraut við Borgartún

Fjögurra bíla árekstur varð á Kringlumýrabraut við Borgartún fyrir stuttu. Ekki er vitað um meiðsl á fólki að svo stöddu. Kalla þurfti til dráttararbíla til að flytja tvo bíla burt af vettvangi. Búið er að opna fyrir umferð.

KB-menn menn ársins að mati Frjálsrar verslunnar

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson hjá KB-banka hafa verið valdir menn ársins í íslensku atvinnulífi af tímaritinu Frjálsri verslun. Í fréttatilkynningu kemur fram að þeir hafi hlotið verðlaunin fyrir framúrskarandi hæfni við rekstur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðlastarf í útrás íslenskrar bankaþjónustu og þróun íslensks fjármagnsmarkaðar.

Truflun á netsambandi í nótt

Búast má við truflunum á netsambandi við útlönd milli klukkan eitt í nótt til sex í fyrramálið, vegna viðhalds á Farice sæstrengnum. Verið er að auka öryggi strengsins og verður betur varinn strengur lagður á stuttum kafla í Skotlandi í nótt. Netsamband á meðan fer eftir gæðum þeirra varaleiða sem íslensku símafyrirtækin, sem verlsa við Farice, hafa að bjóða viðskiptavinum sínum.

Úthlutað úr styrktarstjóði Baugs Group

Á morgun, 22. desember, verður úthlutað 50 milljónum króna úr styrktarsjóði Baugs Group. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutun fer fram úr sjóðnum.

Finnar hyggjast taka upp lög sem banna vændiskaup

Finnar hyggjast taka upp samskonar lög gegn vændiskaupum og gilda í Svíþjóð en þar er kynlífskaup refsiverð. Finnska ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga í vikunni um að vændiskaup verði bönnuð í Finnlandi.

Ragnhildur Helgadóttir formaður ritstjórnar bókar um sögu þingræðis

Ragnhildur Helgadóttir lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík hefur verið skipuð formaður ritstjórnar bókar um sögu þingræðis á Íslandi. Auk hennar sitja í ritstjórn þau Helgi Skúli Kjartansson prófessor í sagnfræði og dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur.

Hálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir eru víða á Suðurlandi. Sama er að segja um færð á Vesturlandi og Vestfjörðum en þar er víða hálka og hálkublettir. Á Norðurlandi eru víða hálkublettir, hálka er á Öxnadalsheiði en Lágheiði er ófær. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur. Þá eru einnig víða hálkublettir á Austur- og Suðurlandi.

Almenningur treystir íbúðarlánasjóði

Almenningur treystir Íbúðalánasjóði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar IMG Gallups sem gerð var dagana 9.-15. desember. Alls telja 84,2% svarenda Íbúðarlánasjóð traustan en einungis 3,8% aðspurðra telja sjóðinn ótraustan.

Sjá næstu 50 fréttir